Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 19

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 871 byrjunarstigi áður en hann gefur önnur ein- kenni. Slfk krabbamein byrja jafnframt að koma fram meðal yngri kvenna innan 24 mán- aða eftir eðlilegt strok. Þessar niðurstöður stað- festa að leit skuli í byrjun gerð á tveggja til þriggja ára fresti en þetta millibil megi lengja í fjögur ár um fimmtugt og leit geti hætt við sex- tugt meðal kvenna sem mæta reglulega til leit- ar. Eins og greina má af töflu I er verulegur munur á markaldri og bili milli skoðana á Is- landi (25-69 ára/2-3 ár) og í Finnlandi (30-55 ára/5 ár). Þrátt fyrir þessa staðreynd er hlut- fallsleg lækkun á nýgengi og dánartíðni svipuð í þessum löndum og hærri en á öðrum Norður- löndum. Því hefur verið haldið fram að mark- hópurinn 30-60 ára sé mikilvægari þáttur í skipulagningu leitar en það hvort bil milli skoðana sé þrjú eða fimm ár (29). Þetta gæti bent til ofleitar á Islandi ef ekki kæmu til eftir- farandi staðreyndir. Nýgengi leghálskrabbameina hefur ætíð ver- ið lægra í Finnlandi en annars staðar á Norður- löndum (38). Olíkt því sem er í hinum löndun- um er aldursbundið nýgengi sjúkdómsins þar lágt og nokkuð stöðugt í aldurshópnum 20-29 ára en hefur á síðari árum farið hækkandi í markhópnum 30-55 ára. Aður en leit hófst á Norðurlöndum hækkaði aldursbundið nýgengi nokkrum aldursárum seinna í Finnlandi en í hinum löndunum (37) sem aftur bendir til mis- munandi næmis og/eða magns áhættuþátta sjúkdómsins (til dæmis aldur við fyrstu kyn- mök og fjöldi rekkjunauta (42)) í þessum þjóð- félögum. Þetta bendir til að unnt sé að beita mismunandi leitarstefnu í þessum löndum og að ekki sé unnt að ráðleggja öðrum Norður- landaþjóðum að fylgja leitarstefnu Finna varð- andi markhópa og bil milli skoðana. Ályktanir Af þessari rannsókn má draga eftirfarandi niðurstöður: 1. Miðstýrð skipuleg leit með háu mætingarhlutfalli í markhópi og skráningu á öllum strokum teknum innan og utan skipu- legrar leitar er árangursríkasta leiðin til að lækka bæði nýgengi og dánartíðni sjúkdóms- ins. 2. Leit með leghálsstroki er góð aðferð til að greina flöguþekjukrabbamein á forstigi en forstig kirtilkrabbameina og blandæxla eru tor- greindari með slíkri aðferð. 3. Leit ber að byrja um eða fljótlega eftir tvítugt og tvö til þrjú ár ættu að vera milli skoðana. 4. Bil milli skoðana má lengja í fjögur ár um fimmtugt og hætta má leit við sextugt hjá konum sem mæta nokkuð reglulega til leitar fyrir þann aldur. Þakkir Greinarhöfundur þakkar tölfræðingunum Laufeyju Tryggvadóttur og Stefáni Aðalsteins- syni, starfsmönnum Krabbameinsfélagsins, fyrir veitta tölfræðilega aðstoð við úrvinnslu gagna. HEIMILDIR 1. Parkin DM, Pisani P, Ferlay J. Estimates of the worldwide incidence of eighteen major cancers in 1985. Int J Cancer 1993; 54: 594-606. 2. Pontén J, Adami H-O, Bergström R, Dillner J, Friberg L-G, Gustafsson L, et al. Strategies for global control of cervical cancer. Int J Cancer 1995; 60: 1-26. 3. Papanicolau GN. A survey of the actualities and potenti- alities of exfoliative cytology in cancer diagnosis. Ann Med 1948; 30: 661-74. 4. Koss LG. Current concepts of intraepithelial neoplasia in the uterine cervix. Appl Pathol 1987; 5: 7-18. 5. Richart RM. Cervical intraepithelial neoplasia. In: Som- mers SC, ed. Pathology Annual. New York: Appleton-Cen- tury-Crofts; 1973: 301-28. 6. Boyes DA, Morrisson B, Knox EG, Draper G, Miller AB. A cohort study of cervical cancer screening in British Columbia. Clin Invest Med 1982; 5: 1-29. 7. Miller A B, Knight J, Narod S. The natural history of cancer of the cervix and the implications for screening policy. In: Miller AB, Chamberlain J, Day NE, Hakama M, Prorok PC, eds. Cancer screening. Cambridge, UK: Cambridge Uni- versity Press; 1991: 141-52. 8. Villa LL. Human papillomaviruses and cervical cancer. CancerRes 1997:71:321-41. 9. Richart RM, Masood S, Syijanen KJ, Vassilakos P, Kauf- man RH, Meisels A, et al. Human papillomavirus. IAC task force summary. Acta Cytol 1998; 42: 50-8. 10. Jenkins D, Sherlaw-Johnson C, Gallivan S. Can papilloma virus testing be used to improve cervical cancer screening? Int J Cancer 1996; 65: 768-73. 11. Sigurdsson K, Ámadottir Th, Snorradottir M, Benedikts- dottir K, Saemundsson H. Human papillomavirus (HPV) in an Icelandic population: The role of HPV DNA testing based on hybrid capture and PCR assays among women with screen-detected abnormal Pap smears. Int J Cancer 1997;72:446-52. 12. Frazer IH. The role of vaccines in the control of SDTs: HPV vaccines. Genitourin Med 1996; 72: 398-403. 13. Sherman ME, Schiffman MH, Strickler H, Hildesheim A. Rational and future implications for cervical cancer screening. Diagn Cytopathol 1998; 18: 5-9. 14. Hakama M. A screening programme that worked: dis- cussion paper. J R Soc Med 1990; 83: 322-4. 15. MillerAB, Chamberlain J, Day NE, Hakama M, Prorok PC. Report on working of the UICC project on evaluation of screening for cancer. Int J Cancer 1990; 46: 761 -9. 16. Coleman D, Day N, Douglas G, Farmery E, Lynge E, Philip J, et al. European guidelines for quality assurance in cervi- cal cancer screening. Europe Against Cancer Programme. Eur J Cancer 1993; 29A/Suppl.4: S1-S38. 17. Sigurðsson K, Aðalsteinsson S. Leghálskrabbameinsleit á íslandi 1964-86: Árangur sem erfiði? Læknablaðið 1988; 74: 35-40.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.