Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 21

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85: 873-5 873 Sjúkratilfelli mánaðarins Öldruð kona með heilabilun og flókin heilsufarsvandamál Helga Hansdóttir', Friðþjófur Sigurðsson2 Tilfelli Um er að ræða 80 ára konu sem búið hefur á vistheimili fyrir aldraða frá 1993. Hún var greind með heilabilun árið 1992 sem hefur versnað hægt og sígandi. Hún var áður heilsu- hraust. I byrjun október 1998 datt sjúklingur, var lagður inn á sjúkrahús og reyndist með þvagfærasýkingu. Sjúklingur var máttfarinn, datt í annað sinn og braut þá hægri upphand- legg. Handleggurinn var settur í spelku en brot- ið greri ekki. Um svipað leyti kvartaði sjúk- lingur um mikla liðverki í báðum ökklum. Sjúklingur var með hækkaða þvagsýru í blóði = 10,1 mmól/1 (2,5-8,5 mmól/L) og kreatínín var 123 míkrómól/L. Enginn vökvi var í liðun- um þannig að ekki var staðfest hvort um raun- verulega þvagsýrugigt hafi verið að ræða. Eng- ir þvagsýrugigtarhnútar voru sjáanlegir. Lækn- ir setti sjúkling á allópúrínól meðferð, lOOmg tvisvar á dag. Tveimur mánuðum síðar steyptist sjúklingur út í útbrotum, fékk háan hita og meðvitund lækkaði. Sjúklingur var lagður brátt inn á sjúkra- hús og greindist með lungnabólgu og æðabólgu, sem talin var vera vegna lyfja eða vegna sýkingar auk lifrarbólgu. Öllum fyrri lyfjum var hætt og sjúklingur meðhöndlaður með háum skömmtum af barksterum, sýklalyfjum. Ut- brotin löguðust eftir talsverð veikindi. Sjúklingur var útskrifaður heim en nokkrum dögum eftir útskrift virtust beinendar frá upp- handleggsbroti ætla að ganga út í gegnum húð og var sjúklingur lagður brátt inn á annað Frá 'öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 2lyfjafræði lyf- sala, Háskóla Islands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Helga Hansdóttir, öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 108 Reykjavík. Sími 525 1537; netfang: helgah@shr.is Lykilorð: þvagsýrugigt, allópúrínól, upplýsingastreymi. Keywords: gout, allopurinol, information transfer. sjúkrahús og þar var gert við brotið. Sjúklingur útskrifaðist fljótlega aftur heim við þokkalega heilsu. Sjúklingur tók að kvarta yfir auknum kláða og fékk flöt rauð útbrot á bringu og hand- leggi. Þegar að var gáð hafði sjúklingur fengið lyf á síðara sjúkrahúsinu samkvæmt eldra lyfjablaði, meðal annars allópúrínól. Gamalt lyfjablað hafði verið sent fyrir mistök í stað þess nýja þar sem allópúrínólofnæmi var þegar skráð. Sjúklingur var enn á barksterum og histamínhömlum og var skammtur þeirra auk- inn og útbrot hurfu fljótt. Sjúklingi heilsaðist ekki vel næstu viku og leiddi það til endurinnlagnar á fyrra sjúkrahús- ið. Þar reyndist sjúklingur hafa þvagfærasýk- ingu, sár í vélinda og lifrarbólgu. Talið var að lifrarbólguna mætti skýra með gjöf allópúrín- óls auk talsverðs magns af paracetamóli sem sjúklingur fékk vegna verkja. Sjúklingur jafn- aði sig sæmilega og útskrifaðist heim. Enn eru ekki talin öll þau heislufarsvanda- mál sem konan átti við að stríða á þessum tíma, yfirlið vegna stöðutengds blóðþrýstingsfalls, þvagtregðu, kláða og ruglástand. Nú nokkrum mánuðum síðar hefur konan jafnað sig vel. Hún er farin að ganga óstudd, er talsvert skýrari og þekkir starfsfólk með nafni. Hún tekur þátt í félagsstarfi og handavinnu og nýtur heimsókna fjölskyldu. Saga þessi sýnir skýrt þau vandamál sem aldr- aðir einstaklingar geta lent í, sérstaklega þeir sem ekki geta sagt sögu sína vegna minnisleysis og eiga við mörg og flókin heilsufarsvandamál að stríða og samfella í meðferð er rofin. Umræða Tveir þættir í umönnun konunnar vekja strax spurningar. 1. Var ástæða til að setja hana á allópúrínól? 2. Hefði betri skráning á lyfja- notkun og ofnæmi komið í veg fyrir að hún fengi aftur lyf sem hún hafði fengið alvarlegt ofnæmi gegn? Sú staðreynd að hún lifði af

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.