Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Síða 40

Læknablaðið - 15.11.1999, Síða 40
888 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Ræða ráðherra, Ingibjargar Pálmadóttur, á aðalfundi Læknafélags Islands þann 8. október 1999 Agœtu fundargestir. Ég þakka fyrir þann heiður sem mér er sýndur með því að fá að ávarpa fulltrúafund Læknafélags Islands, sem nú er á níræðis aldri. Seinni tíma saga læknasam- taka á Islandi hófst fyrir rúm- um eitt hundrað árum, en þá mistókst að koma á fót Hinu íslenska læknafélagi sem lognaðist út af. 18. október 1909, fyrir rétt- um níutíu árum, var Læknafé- lag Reykjavíkur stofnað, nokkrum mánuðum eftir að lög um Háskóla íslands voru samþykkt. Læknafélag Is- lands var svo stofnað á full- veldisárinu 1918. Ég nefni þetta til að minna ykkur á sög- una og óska ykkur fyrirfram til hamingju. Pólitískur veruleiki ein- kennist af breytingum og sviptivindum. Einstaklingar tapa, eða sigra í pólitískri bar- áttu, en þegar allt kemur til alls eru það ekki þessir sigrar, eða töp, sem skipta öllu. Mestu varðar það lýðræðis- lega stjórnmálastarf sem sam- félag okkar byggist á. Réttur- inn til að hafa skoðun og berj- ast fyrir henni. Stjórnmálin eru átök og barátta og í stjórnmálalífinu skiptir miklu að menn séu virkir, og ekki síst að menn séu virtir. Ræða Ingibjargrar Pálmadóttur heil- brigðis- og tryggingmálaráðherra er tekin af heimasíðu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Til þess að svo verði þurfa menn að temja sér heiðarleg vinnubrögð. Islenskir læknar eru virtir fyrir störf sín og hafa ávallt verið það. Samtök ykkar hafa verið virt og margir tekið þau sér til fyrirmyndar. Ég vona að svo verði áfram og að afstaða meirihluta stjómar í einu tilteknu máli eyðileggi ekki fyrir ykkur í augum þeirra sem þið þjónið. Sumir þeirra, sem tjáð sig hafa fyrir hönd óskilgreinds hóps lækna hafa verið í for- ystu þeirra sem haldið hafa uppi látlausri gagnrýni á mig sem heilbrigðisráðherra, á rík- isstjórn og Alþingi fyrir að samþykkja lögin um gagna- grunn á heilbrigðissviði. Þetta hefur verið gert innan lands og utan, á vettvangi fjölþjóð- legra stéttarfélaga lækna, á ráðstefnum og í fjölmiðlum. Mér finnst sumir hafa misst sjónar á, að frumvarpið var lögfest á Alþingi í desember síðastliðnum. Það hefur komið mér á óvart, að menn skuli í rök- semdum sínum lenda á valdi tilfmninganna, og hirða minna um staðreyndir. Heilbrigðisráðuneytið neit- aði í morgun, að taka þátt í enn einni uppákomunni um gagnagrunnsmálið, þegar ráðuneytinu var boðið að taka þátt í fundi um lögin, sem haldinn var með fyrirfram- gefnum niðurstöðum. Og ég vil segja ykkur það strax: að heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra tók þessa ákvörðun, en talar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Efnislega er afstaða ráðu- neytisins rökstudd í bréfi til stjórnar Læknafélagsins í dag og því þarf ekki að hafa um hana fleiri orð. Bréfinu hefur vafalaust verið dreift á borð ykkar. Ég sagðist undrast að vís- indalegt uppeldi margra þeirra sem gagnrýna gagnagrunns- málið hvað harðast skuli gufa upp eins og döggin á fögrum sumarmorgni þegar lögin eru annars vegar. Nú er ég ekki læknir eins og þið vitið, heldur heilbrigðis- ráðherra, en samt þykir mér þetta miður vegna þess að ég lýsti eftir opinni, upplýstri og gagnrýnni umræðu um málið fyrir hálfu öðru ári. Andstæð- ingar málsins sáu til þess að svo varð ekki. Og ekki vildi Læknafélagið þekkjast boð mitt um sameiginlega kynn- ingarfundi um málið um land allt. Það var mjög miður, en ég vona að þessum leiðinda- kafla í samskiptum okkar sé lokið. En frá fortíð til framtíðar. Menn hafa spurt mig síð- ustu daga, hvemig bæri að skilja þau orð mín fyrr í vik- unni, að haldið yrði áfram á þeirri braut sem mörkuð var í málefnum stóru spítalanna þegar ráðinn var einn forstjóri. Svarið er einfalt: I kjölfar eins forstjóra kemur ein stjórn. Hvert sem litið er eru fyrir- tæki og stofnanir að samein- ast. Röksemdirnar fyrir breyt- ingunum eru augljósar. Marg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.