Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 41

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 889 ar þeirra eiga ekki hvað síst við í heilbrigðisþjónustunni. Menn hafa líka spurt: Af hverju ekki einn stóran há- tæknispítala á höfuðborgar- svæðinu? Spurningin á fullan rétt á sér. Persónulega fyndist mér vel við eigandi að einmitt þessi ríkisstjórn sem nú situr og hefur á margan hátt markað þáttaskil í íslensku þjóðlífi, að einmitt hún markaði stefnu um slíka framkvæmd við ár- þúsundamót. Það væri glæsi- leg framtíðarsýn. Ágætu fulltrúar. Heilbrigðisráðherra er mik- ið í mun að vinna með lækn- um og samtökum þeirra. Ráðuneytið hefur átt gott sam- starf við fjölmennan hóp lækna sem kemur að mörgum málum í daglegum störfum ráðuneytisins og vill stuðla að því að þannig megi það verða áfram. Sú sem hér stendur vill ekki einungis eiga gott samstarf við einstaka lækna heldur líka eiga gott samstarf við samtök þeirra sem byggir á trúnaðar- trausti, sjúklingum og samfé- laginu öllu til farsældar. Eg þakka gott hljóð. Upplýst samþykki er lykilatriði Umræðufundur með fulltrúum Alþjóðafélags lækna í tengslum við aðalfund Læknafélags Islands dagana 8. og 9. október síðastliðinn var boðið hingað til lands tveimur fulltrúum Alþjóðafé- lags lækna - World Medical Association - þeim Anders Milton, sem er formaður Al- þjóðafélags lækna og jafn- framt formaður sænska lækna- ráðsins, og Delon Human framkvæmdastjóra Alþjóðafé- lagsins. Að morgni föstudagsins 8. október efndi LÍ til fundar með þessum gestum í húsnæði sínu að Hlíðasmára 8. Til fundarins var boðið fulltrúum ýmissa aðila sem hafa látið sig varða setningu laganna unr miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði, eða hafa komið að málinu á einn eða annan hátt. Meðal annarra voru mættir fulltrúar tölvunefndar og vísindasiðanefndar, lækna- ráða og siðanefnda stóru spít- alanna, landlæknisembættis- ins, siðfræðiráðs LÍ, þing- menn sem sæti eiga í heil- brigðis- og trygginganefnd Alþingis, fulltrúar ýmissa deilda og stofnana Háskóla ís- lands auk fjölda félagsmanna LÍ. Það vakti athygli að engir fulltrúar Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins mættu á fundinn og upplýsti Guðmundur Björnsson for- maður LI að ráðuneytið hefði hafnað þátttöku í fundinum af „tæknilegum ástæðum“ og hefði stjórn félagsins borist bréf frá ráðuneytinu þess efnis fyrr um morguninn. Er bréfíð birt hér í blaðinu. Guðmundur Björnsson bauð gesti velkomna og skip- aði Katrínu Fjeldsted formann Félags íslenskra heimilislækna fundarstjóra. Gaf hún fulltrú- um Alþjóðafélags lækna orðið. Stofnun Alþjóðafélags lækna Þeir Anders Milton og Del- on Human röktu í stuttu máli sögu og tilurð WMA. Samtök- in voru stofnuð árið 1947 af fulltrúum læknafélaga 27 ríkja. Ástæðan fyrir stofnun samtak- anna var ekki síst reynslan frá seinni heimsstyrjöldinni þegar læknar í Þriðja ríkinu lögðu margir hverjir stund á siðlaus- ar og mannfjandsamlegar rannsóknir á einstaklingum og allt var það í nafni vísinda og samkvæmt laganna bókstaf. Gengið var frá siðareglum sem kenndar voru við Núrnberg, enda voru þær mótaðar og sam- þykktar samhliða réttarhöld- um yfir mörgum þessara lækna. Á öðru allsherjarþingi Al- þjóðafélagsins, sem haldið var í Genf árið 1948, var sam- þykkt Genfarheiti lækna, sem ber undirtitilinn: eiðurinn um trúmennsku í starfi. Þar fjallar einn liður um trúnað við sjúk- ling, sem skuli gilda jafnvel eftir dauða sjúklings. Árið 1964 sendi Alþjóðafé- lag lækna frá sér Helsinkiyfir- lýsinguna, sem eru leiðbein- ingar fyrir lækna um læknis- fræðirannsóknir á mönnum. Grunntónninn er sá að við læknisfræðilegar rannsóknir á mönnum skuli ávallt hafa hag

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.