Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 52
898 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Málþing LÍ um vinnutímatilskipun Evrópusambandsins Ríkisvaldið þverskallast við að semja um aðlögun tilskipunarinnar að veruleika íslensks heilbrigðiskerfís - Að óbreyttu stefnir annað hvort í minnkandi þjónustu eða sjálfboðavinnu lækna og hvorugt er viðunandi Á aðalfundi LÍ var að vanda efnt til málþings á laugardagsmorgni. Að þessu sinni var það vinnutímatil- skipun Evrópusambandsins sem málþingið snerist um. Ágæt mæting var á málþing- ið og greinilega áhugi á mál- inu mcðal lækna. Fundar- menn fyigdust með fram- söguerindum fjögurra máls- hefjenda um áhrif tilskipun- arinnar á kjarasamninga lækna, gæði heilbrigðis- þjónustu, færni lækna og starfsemi heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Fyrst tók til máls Ingunn Vilhjálmsdóttir svæfinga- læknir á Landspítalanum og greindi frá þeim samningavið- ræðum sem átt hafa sér stað um aðlögun vinnutíma sjúkra- húslækna að tilskipuninni. Hún var samþykkt síðla árs 1993 og tók gildi í nóvember 1996. Gefinn var þriggja til sjö ára aðlögunartími fyrir ýmis ákvæði tilskipunarinnar. Meginefni hennar er að allir starfsmenn á vinnumarkaði hljóti í það minnsta 11 tíma samfellda hvíld á hverjum sól- arhring, að vikulegur vinnu- tími sé ekki lengri en 48 stundir og að í hverri viku sé að minnsta kosti einn frídagur. Frá þessum meginreglum eru ýmsar undantekningar en sá sveigjanleiki skal þó ávallt endurgoldinn með samsvar- andi vemd starfsmannsins. í ársbyrjun sömdu heildar- samtök á vinnumarkaði um útfærslu tilskipunarinnar hér á landi og sagði Ingunn að illa hefði verið að því staðið. Það hefði ekki átt sér stað nein raunveruleg aðlögun að ís- lenskum veruleika áður en samningurinn var gerður. Eftir gildistöku hans hefur þó verið reynt að sníða helstu vankant- ana af. Læknar hefðu hins vegar aldrei verið hafðir með í ráðum þótt gert væri ráð fyrir að heildarsamningurinn næði til þeirra. Tveir slæmir kostir Læknasamtökin mótmæltu þessum vinnubrögðum enda varð strax ljóst að mjög erfítt yrði að laga störf lækna á sjúkrahúsum og öðrum stofn- unum að ákvæðum samnings- ins. í kjarasamningi sjúkra- húslækna árið 1997 var í fyrsta sinn tekið tillit til til- skipunarinnar. Eina aðlögunin sem þar sér stað er ákvæði um frítökurétt. Ingunn sagði það ljóst að atvinnurekendur hefðu ekki gert sér neina grein fyrir því á sínum tíma hversu mikill þessi frítökuréttur lækna gæti orðið hjá mörgum hópum lækna. Samninga- nefnd lækna hefði hins vegar reynt að meta áhrif hans og lausleg könnun á stóru sjúkra- húsunum tveimur í Reykjavík hefði leitt í ljós að til þess að mæta öllum ákvæðum tilskip- unarinnar þyrfti að fjölga sér- fræðingum um þriðjung og unglæknum enn meira. Starfið í nefndunum tveim- ur hefur einkennst af því að það hefur verið að renna upp fyrir atvinnurekendum hversu stóran bagga frítökurétturinn bindur þeim. Þeir hafa reynt eftir öllum leiðum að þrengja þetta ákvæði og beygja lækna undir reglugerðina sem samið var um á almennum vinnu- markaði með síðari tíma við- bótum. Samninganefnd lækna hefur neitað að ræða málin á þessum nótum enda hafi aldrei verið haft samráð við lækna um reglurnar sem gilda á almennum vinnumarkaði. Fyrir vikið hefur málið verið í pattstöðu og sáralítið miðað áleiðis undanfama mánuði. Fyrir skömmu var þó haldinn fundur með forstjóra Ríkis- spítalanna og vonaðist Ingunn til þess að í framhaldi af hon- um kæmist skriður á málið að nýju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.