Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 72

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 72
914 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Reynir Tómas Geirsson Vísindasiðanefnd Nýtt ferli sem ekki fór í besta farveg í ágústhefti Læknablaðsins var fjallað um þann ugglaust einstæða atburð í Norðvestur- Evrópu þegar Vísindasiða- nefnd var fyrirvaralaust sett af áður en starfstímabil hennar var hálfnað og ný nefnd skip- uð í staðinn. Með umfjöllun blaðsins voru helstu efnisat- riðum gerð allgóð skil, eink- um í viðtali við fyrrverandi nefndarmann, Einar Arnason, prófessor. Sjónarmið land- læknis komu einnig fram. Astæða er til að benda lesend- um blaðsins á að kynna sér hvernig staðið er að skipan vísindasiðanefnda í skandí- navísku löndunum, og þá einkum Danmörku. Ekki virð- ist auðsætt hvort og með hverjum hætti var sótt í fyrir- myndir til nágrannalandanna, þegar ákveðið var að gefa út nýja reglugerð og breyta um nefnd nú í sumar. Frá siðaráði landlæknis til vísindasiðanefndar Ég var einn af þeim sem sátu í Vísindasiðanefndinni og var þar fulltrúi læknadeildar Háskóla Islands. Afskipti mín af þessum málum hófust fyrir um 12 árum. Þá sat ég í vísindanefnd læknadeildar þegar fyrrverandi landlæknir Höfundur er dr. med., FRCOG, pró- fessor/forstöðulæknir, kvennadeild Landspítalans, 101 Reykjavík. Símar: 560 1000/1180/1181; bréfsími: 560 1191; netfang: reynirg@rsp.is Reynir Tómas Geirsson prófess- or. stofnaði siðaráð landlæknis- embættisins. Ráð þetta var hugsað sem sambland af læknisfræðilegri siðanefnd (medical ethics committee) og nefnd sem átti að sinna ýms- um kvörtunarmálum sem bár- ust landlæknisembættinu. Landlæknir bað allmarga og ólíka aðila um tilnefningu í ráðið og tók meðal annars upp það nýnæmi að biðja Alþýðu- sambandið um að skipa full- trúa í nefndina, sem eins kon- ar fulltrúa almennings í land- inu. Þótt margt í þessum til- lögum um siðaráðið væri skynsamlegt þá fannst okkur í vísindanefnd læknadeildar annað ekki eins jákvætt, þar á meðal tvö ólík verksvið henn- ar og að nefndin hafði engan bakhjarl í neins konar vinnu- reglum, hvað þá opinberri reglugerð eða lögum. Hún hafði engin raunveruleg völd eða opinbera stöðu. Á þeim tíma var til siðanefnd á vegum læknaráðs Landspítalans, sem í sátu þrír eldri læknar sjúkra- hússins. Þá bárust tiltöiulega fá erindi til siðanefndar spítal- ans og enn færri til siðaráðs- ins. Innan fárra ára hafði sú staða breyst til muna. Islensk- ir læknar fóru í vaxandi mæli að stunda nútímalegri rann- sóknir og taka þátt í erlendum samstarfsverkefnum, meðal annars á vegum lyfjafyrir- tækja. Við það kom í ljós að siðanefnd spítalans uppfyllti ekki þá staðla sem gert var ráð fyrir í Evrópu um samsetn- ingu og starf slíkra nefnda (European Code of Good Clinical Practice). Ég átti þátt í því að læknaráð Landspítal- ans breytti siðanefndinni, svo hún samræmdist evrópskum stöðlum sem óháð og þverfag- leg nefnd. Fram til þess urðu þeir sem vildu fá umfjöllun slíkrar siðanefndar að snúa sér til siðaráðs landlæknis, jafn- vel þó það skorti lagagrunn. Alltént var þó hægt að segja að í siðaráðinu væru fulltrúar margra aðila sem voru hver öðrum óháðir, nægilega marg- ir, fagfólk úr líf- og læknavís- indum ásamt fulltrúum utan þeirra fræðigreina. Með breyt- ingum á siðanefndum stóru spítalanna í Reykjavík og með siðaráði landlæknisembættis- ins komumst við nokkuð vel áfram síðasta áratuginn, þar til lög um réttindi sjúklinga voru sett árið 1997. Þar var í 29.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.