Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 77

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 77
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 917 að gefa umsögn. Eins og rit- stjóri Læknablaðsins upplýsti var nokkuð góður einhugur um flest meginatriði málsins í nefndinni, þó nefndarmenn skiptust nokkuð í tvö horn um annað. Ég geri ráð fyrir að menn hafi ekki séð fyrir hversu um- fangsmikil verkefnin yrðu þegar nefndin tók til starfa. Því hefur áður verið lýst af hálfu margra aðila hvernig fór um umsögn varðandi gagna- grunnsfrumvarpið í nefndinni. Þar voru formaður, varafor- maður og einn varamanna við lok umræðunnar ekki fyllilega sammála öðrum nefndar- mönnum um nokkur atriði sem máli skiptu. Það var sjón- armið mitt að nefndin ætti að reyna að hafa eitt álit út á við, jafnvel þó slíkt álit hefði þá að sjálfsögðu borið meiri keim af samkomulagi. Vísindasiða- nefnd er að ýmsu leyti í sömu aðstöðu og Hæstiréttur. Dóm- arar geta haft sínar eigin skoð- anir um ýmis málefni samfé- lagsins en þeir þurfa að fara varlega í að láta þær uppi á opinberum vettvangi. Flestir nefndarmanna töldu það hins- vegar sjálfsögð mannréttindi að geta tjáð skoðun sína með þeim hætti sem menn kynnu að kjósa. Sú skoðun er auðvit- að líka vel gild. en varð tilefni gagnrýni frá ýmsum aðilum. f vor og sumar varð enn vart gagnrýni í garð nokkurra nefndarmanna frá ólíkum að- ilum sem töldu nefndarmenn hugsanlega vilhalla eða and- snúna hagsmunum sínum, þannig að hlutdrægni gætti. Að mínu mati var þessi gagn- rýni í flestu óréttmæt. Nefnd- armenn unnu störf sín af bestu samviskusemi. Sú stefna var rnörkuð að leita í æ meiri mæli umsagna sérfræðinga ut- an nefndarinnar og reynt var að velja þá umsagnaraðila af kostgæfni. Mikil vinna var lögð í að reyna að taka á ýms- um siðfræðilegum meginmál- um sem komið höfðu á borð nefndarinnar. Að öðrum ólöst- uðum þá lagði Einar Árnason prófessor mikla vinnu í að setja fram viðmiðunarramma varðandi rannsóknarumsókn- ir. Þetta var nauðsynjaverk, þar sem á þessu ári varð veru- leg aukning á rannsóknaum- sóknum af ýmsum gerðum, allt frá mjög ýtarlegum um- sóknum varðandi rannsóknir á sviði erfðafræði, fjölþjóðleg- um lyfjarannsóknum og í nemaverkefni, sem eðli máls- ins samkvæmt voru mun veigaminni eða virtust jafnvel vart eiga erindi til vísindasiða- nefndar af þessu tagi. Á öllum þessum vandamálum þurfti að taka og langt í frá voru allar umsóknir nægilega vel úr garði gerðar eða vandaðar. Afgreiðslutöf varð fyrst og fremst vegna þess að tíma tók fyrir ýmsa umsækjendur að betrumbæta umsóknir sínar. Nefndin hélt 39 fundi og afgreiddi á annað hundrað mál. Skyndilegar breytingar Störf nefndarinnar voru því í góðum farvegi þegar í laug- ardagsblaði Morgunblaðsins um verslunarmannahelgi mátti á innsíðu lesa frétt um nýskip- an vísindasiðanefndar. Ég tók ekki einu sinni eftir fréttinni þegar ég las blaðið og heyrði ekki af þessu fyrr en tveimur dögum síðar, þegar deildarfor- seti læknadeildar kynnti mér málið. Hann hafði lesið blaðið betur en ég. Næsta morgun fékk ég svo bréf frá ráðuneytinu, þar sem mér voru þökkuð störf í nefndinni. Sams konar bréf barst öðrum nefndarmönnum. Ekkert bréf var sent til þeirra, sem höfðu tilnefnt okkur, í mínu tilviki læknadeildar Háskóla íslands. Starfsmaður nefndarinnar hafði boðað okkur á fund tveimur dögum síðar, en nú datt botninn úr slíkum fundi. Starfsmaðurinn vissi ekki sjálfur að til stæði að breyta nefndinni. Því síður vorum við spurðir ráða um fyrirhug- aðar breytingar á reglugerð- inni og reglugerðin fylgdi ekki með bréfi ráðuneytisins. Okkur var einfaldlega öllum kippt út. Fyrr um sumarið hafði formanni verið sagt frá hugmyndum landlæknis og fólks í heilbrigðisráðuneytinu um breytingar á skipan þess- ara mála og þær höfðu verið ræddar í nefndinni á einum fundi. Formaður greindi ráðu- neytismönnum frá umræðun- um, en engan grunaði að breytingar mundi bera svo brátt að og ekki yrði frekar leitað álits þeirra sem valist höfðu í Vísindasiðanefnd. Við fyrrverandi nefndarmenn von- um þó að eitthvað af grund- vallandi vinnu okkar muni nýtast í nýrri nefnd. Sú vinna sem við lögðum í umfjöllun um umsóknir var að sjálf- sögðu ekki unnin fyrir gýg. Skýringar landlæknis, - eftirlitshlutverkið I Læknablaðinu skýrir land- læknir þær ástæður sem lágu að baki því að ný reglugerð var sett. Ég get ekki skilið ástæðuna fyrir þeirri leynd sem hvfldi yfir nýju reglu- gerðarsmíðinni, né heldur hvers vegna svo róttækar að- gerðir þurfti, sem raun varð á. Landlæknir nefnir fyrst í við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.