Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 79

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 79
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 919 ástæður, sem ekki eru til- greindar, hafi valdið því að breyting sem þessi komst ekki í gegn. I næstu málsgrein er hinsvegar sagt að ýmsir aðilar séu að semja við erlendar stofnanir um stóra fjárstyrki til rannsókna hér á landi. For- senda slíkra styrkveitinga og samninga eru rétt saman settar nefndir, og þá ekki síst sjálf Vísindasiðanefndin. Hér þarf samræmi milli orða og at- hafna. Lýðræðislegt hefði verið að öll þessi mál hefðu verið opn- uð til umræðu meðal fagfólks og almennings áður en ný reglugerð var sett. Þá hefði meðal annars þurft að ræða hvort ekki væri eðlilegast að láta starfsmenn stofnananna um það hvernig eigi að fá utanaðkomandi aðila í þver- faglegar siðanefndir. Land- læknir hefði getað haft sitt að segja um hvernig hægt væri að tryggja að siðanefndir væru nógu vel úr garði gerðar, án þess að hann hefði fulltrúa sína í öllum nefndum, eins og nú er kveðið á um í reglugerð- inni nýju. Loks má færa rök gegn of litlum og dreifðum siðanefndum í öllum mögu- legum líf- og læknisfræði- fyrirtækjum og stofnunum í okkar fámenna þjóðfélagi. Stefnufesta í höndlun um- sókna og leyfisveitinga yrði minni, vandasamt yrði að finna hæft fólk í nefndimar og margir sem þar sætu þyrftu að fjalla um málefni samstarfs- manna eða kunningja, sem býður heim hagsmunavanda (conflict of interest). Erfiðara gæti reynst að finna hæfa um- sagnaraðila. Bent hefur verið á að erlendis og þá einkum í Bandaríkjunum, hafi margar heilbrigðisstofnanir sínar eig- in innri eftirlitsnefndir (insti- tutiona! review boards). Þær jafngilda ekki vísindasiða- nefndum (medical ethics com- mittees). Skipting valdsins og fulltrúar almennings í þriðja lagi segir landlækn- ir, að menntamálaráðuneytið, sem ráðuneyti vísinda, hafi talið sig hafa þurft að eiga fulltrúa í vísindasiðanefnd- inni, og þá þótti við hæfi að dómsmálaráðuneytið ætti einnig sinn fulltrúa. Eg hef alltaf talið þetta fyrirkomulag, sem hefur viðgengist hér á landi frá gömlum dönskum stjórnarháttum og var fest í sessi á tímum Jónasar frá Hriflu, það er að segja að ráðuneytin skuli hafa ítök í hinum og þessum nefndum og ráðum (- pólitísk áhrif), rangt og gamaldags. Dreifð tilnefn- ing fulltrúa frá þeim sem mál- ið varðar á einn og annan hátt er betri og í samræmi við valddreifingarstefnu nútím- ans. Fordæmin frá vísinda- siðanefndum hinna Norður- landanna eru fyrir hendi. I fjórða lagi er landlæknir að reyna að tryggja þátttöku „fulltrúa sjúklinga" í nefnd- inni, með því að skipa hjúkr- unarfræðing fulltrúa sinn og sjúklinga. Það hljómar undar- lega að sjúklingar skuli eiga fulltrúa í nefndinni. Eðlilegra hefði verið að velja fulltrúa al- mennings (sæmilega heilsu- góðan) með líkum hætti og gert var í siðaráði landlæknis- embættisins. Hjúkrunarfræð- ingur (eða hvaða heilbrigðis- starfsmaður sem er) er auk þess fagaðili og getur eðli málsins samkvæmt tæpast tal- ist fulltrúi almennings eða „sjúklinga“, jafnvel þó valinn sé af landlækni. Landlæknis- embættið hefur að mörgu leyti verið málsvari almennings og sjúklinga á liðnum árum, en um leið er embættið einnig málsvari faglegra viðhorfa og heilbrigðisstarfsfólks. Siðfræði er annað en læknisfræði eða lögfræði Þá bendir landlæknir á for- dæmi frá tölvunefnd og réttar- farsnefnd varðandi aðferð við skipun í nefndina. Telur hann þessar tvær nefndir dæmi um nefndir sem eru skipaðar af ráðherra, það er að segja af pólitískum valdsmanni, en án tilnefninga. Ekki verður öðru- vísi skilið en að hann telji það hina réttu aðferð. Þetta er hins vegar ekki gilt fordæmi fyrir Vísindasiðanefnd, eins og ljóslega má sjá þegar farið er yfir hvernig vísindasiðanefnd- ir á Norðurlöndum eru settar saman. Öllu skiptir að vís- indasiðanefndin sé óháð, nægilega fjölmenn og samsett þannig að margir aðilar úr þjóðfélaginu hafi komið að því að velja í hana fólk sem stenst ákveðnar hæfnikröfur. Nýja íslenska nefndin er skip- uð af ráðherrum og landlækni og það eru því einungis æðri stjórnvöld sem velja í hana, jafnvel þó það séu fjögur stjórnvöld. Þá var skipan gömlu nefndarinnar betri, þrátt fyrir hugsanlega ágalla. Nauðsynlegt er að benda á að réttarfarsnefnd er skipuð af einum ráðherra og engin lög eða reglugerð eru á bak við hana, heldur fá nefndarmenn einungis skipunarbréf frá ein- um ráðherra. I nefndinni eru aðeins lögfræðingar og þeirra hlutverk er að vera ráðgefandi varðandi lagafrumvörp og lög. Tölvunefnd er samsett af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.