Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 83

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 83
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 923 Enn um hóptryggingu lækna Á síðastliðnu sumri hreyfði ég gagnrýni á samning, sem Læknafélag íslands hefur gert við tiltekið tryggingarfélag um svokallaða hóptryggingu lækna, þar sem hluti lækna er útilokaður frá tryggingu á þeim forsendum, að þeir séu í of mikilli heilsufarslegri áhættu. Eg sendi erindi til stjórnar Læknafélags íslands með athugasemdum við þenn- an samning og auk þess stutta umfjöllun í júlíhefti Lækna- blaðsins. Eg leyfði mér að staðhæfa, að þessi samningur bryti í bága við Codex Ethicus, en eitt af undirstöðu- atriðum Codex er bræðralag lækna, collegialitetið. Það hafa engin viðbrögð orðið við þessum athugasemdum mín- um, svo að ég verð að halda þessari umræðu áfram sem eintali. Fróðir menn segja mér, að trygging eins og sú sem LI hefur þarna samið um, sé ekki hóptrygging í venjulegri merkingu þess orðs, heldur einstaklingstrygging, þar sem iðgjöldum er náð niður með því að tryggja marga einstak- linga á einu bretti og með því að útiloka þá sem tryggingafé- lagið telur óæskilega. Það er þessi útilokun sem mér fínnst ekki samrýmast þeim siða- reglum sem hingað til hafa gilt innan læknasamtakanna. Þegar læknaforystan gerir svona samning, hlýtur mark- miðið að vera að bæta hag lækna með því að beita mætti samtakanna. En þá mætti spyrja. Er áhugi læknaforyst- unnar eingöngu bundinn við að bæta hag hinna „hraustu"? Er enginn áhugi á að bæta hag þeirra sem búa við aukna heilsufarslega áhættu? Maður skyldi ætla að þar væri þörfín ekki minni. Og hvar eiga þeir þá að fá hliðstæða fyrir- greiðslu? Eða geta þeir bara átt sig? Þeir eru líka meðlimir í LÍ. Eins og ég drap á í grein minni í júlí, er um þessar mundir unnið að hóptrygg- ingu á vegum ASÍ. Þar er það kölluð hóptrygging þegar allir meðlimir viðkomandi félags eru tryggðir, allir greiða sama iðgjald, en engum er fleygt fyrir borð. Þar fylgir að vísu sá böggull skammrifi, að um er að ræða skyldutryggingu, félagsmenn eiga ekki val. í hóptryggingu læknafélagsins er ekki um skyldutryggingu að ræða, þar eiga allir val - nema þeir sem fleygt er fyrir borð, þeir eiga ekkert val. Þeir eru einfaldlega skildir eftir úti í kuldanum. Skyldi nokkurt tryggingafélag ljá máls á því að tryggja þetta „frákast“? Þær raddir heyrast, og verða æ háværari, sem halda því fram að siðferðileg gildi séu farin að eiga sífellt erfíð- ara uppdráttar í samfélaginu bæði hér á landi og víðar, að arðsemiskröfur og önnur hag- ræn gildi séu sett skör hærra en hin siðrænu gildi. Við höf- um kynnst þeirri þróun áþreif- anlega í sambandi við gagna- grunnsmálið, þar sem sú krafa hefur verið gerð til lækna, að þeir rjúfi trúnað við sjúklinga sína og afhendi trúnaðarupp- lýsingar um þá til fjármála- fyrirtækis, það er selji hluta af sínum Codex fyrir peninga. Hóptryggingarsamningurinn er grein á sama meiði. Þar er collegialitetið látið fyrir fjár- hagslegan ávinning meirihlut- ans. Það er mikið talað um auð- lindir um þessar mundir. Það er sagt að þetta og hitt sé auð- lind, manneskjan, sjúkragögn- in, þekkingin, náttúran og svo framvegis. Ætli við gætum ekki orðið sammála um, að siðgæðið sé sú „auðlind“ sem við getum síst án verið. Það er sá grunnur sem allt hitt bygg- ist á. Það á ekki að selja sið- ræn verðmæti fyrir peninga hvorki með því að bregðast trúnaði við sjúklingana né trúnaðinum við collegana. Eg vil að lokum gera það að tillögu minni, að stjórn LÍ geri ráðstafanir til að eftirfarandi atriði verði könnuð: 1. Hvað hefur mörgum ver- ið meinuð aðild að hóptrygg- ingunni? 2. Hvaða áhrif hefði það á tryggingarskilmálana, ef allir læknar væru teknir með? 3. Hvaða áhrif hefur það á tryggingarmöguleika lækna, að vera meinuð aðild að hóp- tryggingunni? 4. Hafa fleiri fagfélög gert sams konar samninga? Guðmundur Helgi Þórðarson fyrrverandi heilsugæslulæknir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.