Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Síða 18

Læknablaðið - 15.12.1999, Síða 18
956 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 meðgöngu en leg lá yfir til vinstri í grindarholi. Fóst- urhöfuðmæling benti til 13 vikna meðgöngulengdar og fósturhjartsláttur sást. Annar minni sekkur með vefjaþykkni sem líktist fóstri, en án hjartsláttar, sást einnig og var talið dulið fósturlát tvfbura. Næstu tvo mánuði var konan með ónot í kvið. Omun var þá endurtekin og konan send á Kvennadeildina. Þar sást stórt leg, hugsanlega tvískipt með dulið fósturlát í vinstri helmingi en í þeim hægri var blöðruþungun talin geta verið til staðar. Við útskaf kom aðeins lítið magn af legslímhúð. Við kvenskoðun og nýja ómun var talið mögulegt að um væri að ræða stóran hnút í öðru horni legsins þar sem einnig gat verið þungun til staðar. Opin kviðarholsaðgerð var gerð. Vinstra megin við leg var stór blóðhlaupin fyrirferð með miklum samvöxtum. Þetta var talin utanlegsþykkt sem hafði sprungið og þykktin síðan fest á kvið- vegginn en dáið fóstur, þornað að hluta (fetus papyr- aceus), hékk við fyrirferðina með naflastreng. Þykktin, sem svaraði til 14 vikna meðgöngulengdar samkvæmt fósturmælingum, vinstri eggjaleiðari og eggjastokkur voru fjarlægð. Ári síðar kom konan aftur, þá með reglulegar blæðingar þar til tveimur vikum fyrir komu, en eftir það hafði seytlblætt með vægum ónotum. Hún hafði komið erfiða 12 klukkustunda fjallvegaferð að vetri í bifreið frá heimabyggð sinni. Ómskoðun sýndi allstóra fyrirferð hægra megin í grind og við opna aðgerð fannst heillegur eggjaleiðari og fósturvefur með blóðhlaupi við enda hans á grindarvegg (fóstur- lát úr eggjaleiðara inn í kvið). Konan kom aftur átta árum síðar, þá með eðlilegar blæðingar þar til tveimur vikum fyrir komu, en þá byrjuðu seytlblæðingar án verkja. Kviðspeglun sýndi allstóra ósprungna utanlegsþykkt í enda hægri eggjaleiðara og var hann nú fjarlægður. Umræða Utanlegsþykkt var trúlega fyrst lýst hér á landi af Steingrími Matthíassyni, sem árið 1915 skrifaði um tvö tilfelli með kjarnyrtum hætti (11). Þar var meðal annars vitnað í kvæð- ið um Þórð Malakoff þar sem segir að „af þessu læknir læra má“. Önnur konan dó án þess að greining fengist, en hin lifði eftir kviðarhols- skurð og brottnám eggjaleiðara. Tíðni utan- legsþykkta hefur aukist verulega hér á landi en ekki nema að hluta umfrarn það sem teljast mætti eðlilegt miðað við fólksfjölgun og al- menna þungunartíðni. Hlutfall kvenna sem fengu utanlegsþykkt á hverju ári var að mestu óbreytt miðað við fjölda þungana og fjölda kvenna á frjósemialdri. Konum í árgöngum á frjósemialdri fjölgaði og þessar sömu konur urðu oftar þungaðar. Þetta er sama þróun og sést hefur í nágrannalöndunum (1,2,9,12-14). Síðastliðin ár hefur talan þó staðið í stað eða lækkað aftur, eins og sést hefur í Svíþjóð og Finnlandi á svipuðum tíma, þó aðeins fyrr en á íslandi (9,15). Fjöldi tilfella á öllu landinu á næstu fjórum árum eftir að gagnasöfnun fyrir þessa rannsókn lauk, var 84 tilfelli árið 1995, 106 árið 1996, 102 árið 1997 og 86 árið 1998. Aukning eggjaleiðarabólgu á árunum 1970- 1985 er af mörgum talin hafa verið undanfari þeirrar aukningar sem sást um áratug síðar (2,4,16,17) en einnig gæti mikil notkun lykkju sem getnaðarvarna hafa stuðlað að þessu, eins og í Finnlandi (18). Komið getur fyrir að utan- legsþykkt leysist upp af sjálfu sér og greinist ekki (tubal abort). Utanlegsþykkt getur því ver- ið vangreindur sjúkdómur, þó ekki sé vitað hversu algengt slfkt er. Þá breyttust aðgerðir við ófrjósemi og utan- legsþykktum þannig að í stað þess að fjarlægja eggjaleiðarana voru þeir frekar skildir eftir og þess freistað að gera við þá (2,9,17). Endur- teknar utanlegsþykktir urðu því vanalegri, eins og sást í þessari athugun. Heildarvægi þeirra meðal allra tilfellanna var þó ekki mikið. Flest- ar konur sem fengu utanlegsþykkt endurtekið áttu við ófrjósemivandamál að stríða og fram undir 1988 var oft ekki um annan möguleika að ræða en að reyna að halda í jafnvel illa farna eggjaleiðara og gera að þeim síðar með smá- sjáraðgerð. Þetta kemur fram í þeim sjúkratil- fellum, sem lýst var sérstaklega. Stundum varð jafnvel endurtekinn árangur af þessum aðgerð- um, en reynsla úr nágrannalöndum okkar sýnir að líkur á þungun í legholi eftir utanlegsþykkt eru ekki góðar (5,19,20), sérstaklega ekki ef konan hefur fengið utanlegsþykkt oftar en einu sinni. Tilkoma glasafrjóvgana á síðasta áratug hefur gjörbreytt möguleikum til barneigna fyrir þessar konur. I rannsókn Agústar Jónssonar (6) voru end- urteknar utanlegsþykktir 13,2%, sem var þá mun hærra en annars staðar, en þetta þarf að bera saman við tíðnina 16,5% í þessari rann- sókn. A sjöunda áratugnum urðu utanlegs- þykktir hjá einni konu hins vegar mest tvær (6). Þá var álitið að endurteknar utanlegsþykktir væru sjaldgæfar, enda var eggjaleiðarinn oftast fjarlægður við aðgerðina allt fram til síðustu ára og því tæpast möguleikar á fleiri þykktum en tveimur. Þetta breyttist upp úr 1980 og end-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.