Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 973 með tilliti til hugsanlegra langtímaafleiðinga aðgerðarinnar. Valdar voru aðgerðir sem fram- kvæmdar höfðu verið fyrir árið 1984 til þess að nógu langur tími hefði liðið frá aðgerð til að langtímaafleiðingar hormónaskorts næðu að koma í ljós, fyrst og fremst til að finna mun á beinþéttni ef hann væri til staðar. Niðurstöður margra rannsókna benda til að það hafi nei- kvæð áhrif á þá þætti sem athugaðir voru að fjarlægja eggjastokka fyrir tíðahvörf (8,10). Uppbótarmeðferð með estrógenum er talin geta komið í veg fyrir þessi neikvæðu áhrif (7,10,12). Reykingar og líkamsgerð hafa áhrif á hjarta- og æðakerfið og einnig á beinþéttni (9,13). Ekki kom fram munur á milli hópanna með til- liti til þessara þátta, né heldur varðandi horm- ónanotkun. Þar sem legið hafði verið fjarlægt úr öllum konunum í viðmiðunarhópi er ekki hægt að segja til um hvenær hormónaframleiðsla þeirra var orðin svo lítil að þær hefðu farið í eðlileg tíðahvörf hefðu aðstæður verið aðrar. Þar með er ómögulegt að segja til um hversu mikið lengur þær nutu verndandi áhrifa estrógens miðað við konur í tilfellahópi. Telja verður þó líklegt að mismunurinn hafi verið einhver, þar sem meðalaldur kvenna við tíðahvörf er um 50 ár og konumar í rannsókninni voru frá 36 til 47 ára þegar aðgerðin átti sér stað (1,14). Þar af voru 11 konur fertugar eða yngri og meðalaldur við aðgerð um 43 ár. I rannsóknarhópnum var hormónanotkun algeng og meðaltímalengd hormónanotkunar um 10 ár. I ítarlegri rannsókn á hormónanotkun íslenskra kvenna, sem gerð var á gögnum frá Krabbameinsfélagi Islands kom fram að hormónanotkun íslenskra kvenna hefur verið vaxandi á undanförnum áratugum (15). Þrátt fyrir þetta tók aðeins lítill hluti ís- lenskra kvenna sem þessi rannsókn náði til, hormónin lengur en fimm ár. Fimm ár em tal- inn lágmarkstími hormónanotkunar til að draga úr hættu á beinþynningu (16). I rannsóknarhóp- um okkar var hormónanotkun almennari og stóð lengur (um 10 ár að meðaltali) en almennt gerist. Sú staðreynd, að búið var að fjarlægja leg og þar með losa konurnar undan óþægind- um áframhaldandi blæðinga (helsta ástæða þess að konur hætta að taka hormón eftir stutt- an tíma), er trúlega aðalástæðan fyrir langvar- andi hormónanotkun í rannsóknarhópunum. Talið er að brottnám eggjastokka fyrir tíða- hvörf auki hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og hefur það verið skýrt meðal annars með því að estrógen hefur jákvæð áhrif á fituefnaskipti (17,18). Hormónameðferð getur þó vegið mik- ið og jafnvel alveg upp á móti þeim áhrifum, en í okkar rannsókn var ekki marktækur munur á fitumagni í blóði eða blóðþrýstingi (9,13). Ekki reyndist munur á þéttni kalsíums í blóði eða á kalsíum/kreatínín styrk í þvagi í hópun- um. Þéttni kalsíums í sermi er að vísu ekki næmur mælikvarði á beinniðurbrot, en hlutfall kalsíum-/kreatínínstyrks í þvagi er betri til að sýna aukið niðurbrot (19,20). Beinþéttnimæl- ingar sem hér voru gerðar ættu að vera mark- tækasti þátturinn til að sýna fram á hvort að- gerðirnar hefðu valdið auknu niðurbroti á bein- vef á þeim árum sem liðin voru frá brottnámi eggjastokka. Ekki kom fram marktækur munur á beinþéttni á milli hópa. Því er ekki ástæða til að ætla að konur í tilfellahópi séu frekar útsett- ar fyrir beinþynningu og þar með hættu á bein- broti en konur í viðmiðunarhópi. Almenn regla hefur verið víða um heim að þegar leg er fjarlægt hjá konum sem eru að nálgast tíðahvörf sé rétt að ráðleggja að eggja- stokkar séu einnig fjarlægðir í fyrirbyggjandi skyni. Þar sem brottnámsaðgerðir á legi eru al- gengar, eins og í Bandaríkjunum, hafa rann- sóknir sýnt að með því að fjarlægja eggja- stokka kvenna, sem gangast undir brottnám legs eða aðrar aðgerðir á kviðarholi fyrir 40 ára aldur, megi koma í veg fyrir 5-10% allra eggja- stokkakrabbameina (21). Á undanfömum árum hafa slíkar ráðleggingar verið gagnrýndar og talið að ókostir slíkra inngripa vegi þyngra en ávinningurinn (8). Okkar niðurstöður gefa ekki tilefni til að taka undir slíka gagnrýni, en hafa ber þó í huga að smæð rannsóknarhópsins veik- ir þessar niðurstöður og erfitt er að rannsaka ýmis blæbrigði lífsgæða nema með mjög ítar- legum aðferðum sem ekki voru tiltækar við þessa rannsókn (22). Ekki verður séð að konur, sem 47 ára eða yngri gengust undir brottnám á eggjastokkum á Kvennadeild Landspítalans á ámnum 1977- 1984, hafi þolað verri afleiðingar aðgerðarinn- ar en þær konur, sem á sama tíma og sama aldri gengust undir brottnám á legi en hafa enn báða eggjastokka. Líklegt er að almenn notkun estró- gens hjá þessum konum hafi valdið því að lang- tímaafleiðingar estrógenskorts komu ekki fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.