Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 1001 Gömul læknisráð Hallgerður Gísladóttir Púðurkerling og púðursykur Nokkurt hlé hefur orðið á birtingu pistla Hallgerðar Gísladóttur sagnfræðings um gömul læknisráð og annan fróðleik úr fórum þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns fs- lands. Stafar það hlé af önnum hennar við bókaútgáfu. En nú eru hún komin til leiks á ný og fjallar hér um hlutverk sveppa í alþýðulækningum fyrri tíma. „Ég veit ekki til þess, að sveppir hafi nokkru sinni verið etnir hér í sveit. Flestum var fremur illa við þá og héldu að þeir væru óhollir fyrir menn og skepnur. Föður mín- um lfkaði ekki hvað kýmar vom sólgnar í sveppi. Hann áleit, að þær gætu ekki haft neitt gott af því að eta þá.“ Þetta eru orð heimildar- manns þjóðháttadeildar sem fæddur var nálægt síðustu aldamótum, en fólki af alda- mótakynslóðinni gömlu var oft lítið gefið um sveppaát, svo sem annað „grasát“. íslendingar hafa ekki nytjað sveppi að ráði fyrr en á síð- ustu áratugum og þá vegna ut- anaðkomandi áhrifa en þeir þykja nú sjálfsagður hluti af ýmis konar algengum mat svo sem pizzum, súpum, sósum og fleiru. Að ekki sé talað um vímusveppina sem sögur heyrast af öðru hverju. Nú er sem sé að vaxa upp önnur og sveppavinsamlegri aldamóta- kynslóð. I gömlum heimildum eru að vísu einstöku dæmi um sveppamatreiðslu og þá eru sveppirnir annað hvort súrsað- ir eða soðnir í sýru svo að ef tala má um eitthvað þjóðlegt í þessu sambandi þá eru það súrsveppir eða maríneraðir sveppir. En sveppir hafa einnig ver- ið notaðir til lækninga, eink- um einn, kúlulaga, hvítur sveppur sem oft verður nokk- uð stór og er venjulega kallað- ur merarostur, áður fyrr voru höfð um hann fleiri nöfn svo sem kerlingarostur, skolla- sveppur eða skollakúla. Þessir sveppir lágu oft eins og hvítir boltar á túnum eftir slátt og krakkar notuðu þá til að kasta í mark. Þegar þeir eldast verða þeir fyrst fullir af gori - gor- kúlur - en síðan brúnleitir og gróin duftkennd. Þá eru þeir kallaðir físisveppir eða púður- kerlingar og dustið eða gróin kerlingareldur eða skollaeld- ur. Það var barnagaman að kreista púðurkerlingar og láta rjúka úr þeim en þótti vara- samt því að það var almenn sögn að rykið ylli blindu ef það færi í augu. Samkvæmt svörum við spurningu um nytjar af svepp- um á þjóðháttadeild virðist hafa verið þó nokkuð algengt hér í byrjun aldar að menn notuðu físisveppi til að leggja við sár. Duftið úr þeim þótti sótthreinsandi, græðandi og gott til að stöðva blóðrás. Það var til dæmis notað sums stað- ar til að stöðva blóðrás úr lömbum þegar þau voru mörk- uð. Vopnfirskur heimildarmað- ur segir: „Eitt húsráð var kerlingar- eldurinn. Hann var tekinn á haustin eða seinni part sumars og geymdur á þurrum stað og ef einhver skar sig í fingur, var hann sóttur og lagður við og látinn vera þar til hann datt upp úr sjálfur, og það kom aldrei illt í það sár sem hann var látinn við. En það vita kannski ekki allir hvað það er. Kerlingareldur er í upphafi hvít gorkúla, lítill hvítur hnöttur, sem vex víða á túnum og víðar, og er hvít að innan fyrst, en smá breytist og dökknar að innan og verður loks dökkbrún utan og innan og ríkur úr, ef hún er hrist og springur, og þá er hún kölluð kerlingareldur. Og eftir því sem sárið er stórt eftir því er tekið stórt stykki með skinn- inu eða belgnum utanaf og lagt við blæðandi sárið og bundið um, og bætt við ef þurfti. Þetta var alltaf notað heima og víðar.“ Fleiri frásagnir voru um að fýsisveppum væri safnað til að hafa í lyfjabirgðum heim- ila. Þeir voru þá oft hengdir upp í litlum léreftspokum á þurrum stað. Algengasta notk- unin á fýsisvepp viðist þó hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.