Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 32
966 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Skýring á þessum mismun var tregða ljósmæðra til að nota mísóprostól. Mörgum ljósmæðrum þótti sóttin verða of hörð, enda þótt hinar fæð- andi konur virtust ekki upplifa það svo. Ekki er líklegt að þetta hafi haft áhrif á meginniðurstöð- una, sem var tímalengd frá framköllun fæðingar, en það gæti hafa orðið varðandi önnur viðmið í rannsókninni. Allar þær rannsóknir sem hafa verið birtar varðandi tímalengd fæðingar sýna að með gjöf mísóprostóls verður fæðing hraðari en með notkun annarra efna. Hraði fæðingar er kostur fyrir móðurina sem oftast er þeirri stund fegnust þegar fæðingin er afstaðin. Það má leiða líkum að því að móðirin þoli betur sára verki í stuttan tíma heldur en langvarandi sársauka og þuríi því minni verkjalyf og síður utanbastsdeyfingu. Hins vegar er ekki víst að hröð fæðing sé jafn hagstæð fyrir fóstrið. I hverjum legsamdrætti minnkar blóðflæði til fósturs en á milli sam- drátta nær fóstrið venjulega að jafna sig. Ef fylgjustarfsemi er skert eða fóstur vaxtarskert hefur fóstrið minna þol gagnvart því álagi sem fylgir þéttum legsamdráttum þó svo heilbrigt fóstur geti vel þolað slíkt álag. Dínóprostón er hið hefðbundna lyf sem not- að er við framköllun fæðingar á Kvennadeild Landspítalans þegar legháls er óþroskaður. Miðað við upplýsingar úr apóteki Landspítal- ans (júlí 1999) þá kostar hver dínóprostónstíl! 2.800 krónur og lyfjakostnaður við framköllun fæðingar er því venjulega 5.600 krónur miðað við að notaðir séu tveir stílar, en stundum þarf að nota allt að fjóra stíla. Cytotec® 200 mcg tafla kostar í apóteki Landspítalans (júlí 1999) 55 krónur og því er lyfjakostnaður við hverja framköllun fæðingar eins og fram fór í rann- sókn okkar 28 krónur. Árið 1998 voru 357 framkallaðar fæðingar og gera má ráð fyrir að allt að þriðjungur hafi haft einhverja frábend- ingu fyrir notkun mísóprostóls. Ef tveir þriðju hlutar þessa hóps hefðu fengið mísóprostól í stað dínóprostóns hefði mátt lækka lyfjakostn- að um 1,3 milljónir króna. En kostnaður við framköllun fæðingar felst ekki aðeins í lyfja- kostnaði, kostnaður eykst einnig vegna lang- dreginnar dvalar á fæðingargangi ef framköllun fæðingar tefst úr hófi. Mísóprostól á eftir að tryggja sér fastari sess innan fæðingalæknisfræðinnar vegna ótvíræðra kosta við framköllun fæðinga. Þá er notkun þess ekki síður mikilvæg við framköllun fóst- urláta á fyrsta og öðrum þriðjungi meðgöngu. Á Kvennadeild Landspítalans munum við halda áfram að stunda klínískar rannsóknir á þessu sviði. Þakkir Sérstakar þakkir eru færðar ljósmæðrum á fæðingagangi Kvennadeildar Landspítalans fyrir þeirra þátt í rannsókninni og Erni Olafs- syni stærðfræðingi fyrir tölfræðilega úrvinnslu. HEIMILDIR 1. Brindley BA, Sokol RJ. Induction and augmentation of labor. Basis and methods for current practice. Obstet Gyne- col Survey 1988;43:730-43. 2. Sanchez-Ramos L, Kaunitz AM, Del Valle GO, Delke I, Schroeder PA, Briones DK. Labor induction with the pro- staglandin E1 methyl analogue misoprostol: A Randomised Trial. Obstet Gynecol 1993; 81: 332-6. 3. Graves G, Baskett T, Gray JH, Luther ER. The effect of vaginal administration of various doses of prostaglandin E2 gel on cervical ripening and induction of labor. Med J Obstet Gynecol 1985; 151: 178-81. 4. Wing DA, Jones MM, Rahall A, Goodwin TM, Paul RH. A comparison of misoprostol and prostaglandin E2 gel for preinduction cervical ripening and labor induction. Am J Obstet Gynecol 1995; 172: 1804-10. 5. Wing DA, Rahall A, Jones MM, Goodwin TM, Paul RH. Misoprostol: an effective agent for cervical ripening and labor induction. Am J Obstet Gynecol 1995; 172: 1811-6. 6. Gottschall DS, Borgida AF, Mihalek JJ, Sauer F, Rodis JF. A randomized clinical trial comparing misoprostol with prostaglandin E2 gel for preinduction cervical ripening. Am J Obstet Gynecol 1997; 177: 1067-70. 7. Bishop EH. Pelvic scoring for elective induction. Obstet Gynecol 1964; 24: 266-8. 8. Royal College of Obstetricians and Gynecologists. Induc- tion of labour. Guideline 16. London: RCOG; 1998. 9. Rabe T, Basse H, Thuro H, Kiesel L, Runnebaum B. Effect of PGEl methyl analog misoprostol on the pregnant uterus in the first trimester. Gebursthilfe Frauenheilkd 1987; 47: 324-31. 10. El-Rafaey H, Calder L, Wheatley DN, Templeton A. Cervi- cal priming with prostaglandin E1 analogues, misoprostol and gemeprost. Lancet 1994; 343: 1207-9. 11. Jain JK, Mishell DR. A comparison of intravaginal miso- prostol with prostaglandin E2 for termination of second trimester pregnancy. N Engl J Med 1994; 33: 290-3. 12. Norman JE, Thong KJ, Baird DT. Uterine contractility and induction of abortion in early pregnancy by misoprostol and mifepristone. Lancet 1991; 338: 1233-6. 13. El-Rafaey H, Templeton A. Early induction of abortion by a combination of oral mifepristone and misoprostol admini- stered by the vaginal route. Contraception 1994; 49: 111-4. 14. Bugalho A, Bique C, Machungo F, Aundes A. Induction of labor with intravaginal misoprostol in intrauterine fetal death. Am J Obstet Gynecol 1994; 171: 538-41. 15. Bugalho A, Bique C, Machungo F, Bergström S. Vaginal misoprostol as an altemative to oxytocin for induction of labor in women with late fetal death. Acta Obstet Gynecol Scand 1995; 74: 194-8. 16. Margulies M, Campos-Perez G, Voto LS. Misoprostol to induce labour [letter]. Lancet 1992; 339: 64. 17. Fletcher HM, Mitchell S, Simeon D, Frederick J, Brown D. Intravaginal misoprostol as a cervical ripening agent. Br J Obstet Gynaecol 1993; 100: 641-4. 18. Varaklis K, Gumina R, Srubblefield PG. Randomized con-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.