Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 17

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 955 fylgdu tvær kviðspeglanir á því sama ári, ein til að athuga hvort eggjaleiðarar væru opnir, hin vegna gruns um utanlegsþykkt, sem ekki reyndist vera. Tveimur árum síðar var enn kviðspeglað til að at- huga hvernig ástand eggjaleiðara væri og því fylgdi endurtekin smásjáraðgerð með endurtengingu vinstra megin. Konan reyndist vera með utanlegs- þykkt í vinstri eggjaleiðara og fannst það ástand fyrir tilviljun við aðgerðina. Eins og í öllum öðrum utanlegsþungunum hennar var meinafræðisvar til staðfestingar. Hálfu ári síðar fannst utanlegsþykkt í hægri eggjaleiðara og nú var gerð smásjáraðgerð á honum aftur um leið og þykktin var fjarlægð. Tíu mánuðir liðu þar til þungun greindist á ný í hægri eggjaleið- ara. Þykktin var tekin úr leiðaranum, gert við eggja- leiðarann eftir föngum og samvextir losaðir frá þeim vinstri. Kviðspeglun 13 mánuðum síðarvegna gruns urn utanlegsþykkt reyndist neikvæð, en í sama mán- uði varð Ijóst að þykkt hlyti að vera í leiðaranum og reyndist svo vera hægra megin. Eggjaleiðarinn var nú tekinn alveg burt og lokað fyrir þann vinstri. Konan fór í allnokkrar glasafrjóvgunartilraunir, sem tókust 1989 og hún fædddi það ár heilbrigð tvíbura- börn með keisaraskurði. Síðan hefur eitt barn bæst við með sömu aðferð. Alls voru gerðar á 10 ára tíma- bili tvö útsköf, 12 kviðspeglanir, fimm kviðskurðir (laparotomia) og fjórir kviðskurðir með smásjárað- gerð. Sjúkratilfelli með þykkt samtímis í báðum eggjaleiðurum I þremur tilfellum reyndist kona hafa utanlegs- þykkt í báðum eggjaleiðurum samtímis. Tvö tilvik greindust 1989 með mánaðar millibili. Hjá báðum konunum leiddi grunur um utanlegsþykkt til aðgerð- ar. Fyrri konan var 32 ára, hafði fætt sex árum áður, en síðan átt við ófrjósemi að stríða. Þunganir f báð- unt eggjaleiðurum voru staðfestar með meinafræði- skoðun. Hin konan var 29 ára, með ófrjósemivanda- mál og varð þunguð eftir glasafrjóvgun. Utanlegs- þykkt var í báðum eggjaleiðurum og greining stað- fest með meinafræðiathugun. Þriðja konan kom árið 1994, þá 28 ára, án áhættu- þátta en hafði alið tvö börn og einu sinni misst fóst- ur. Við aðgerð vegna gruns um utanlegsþykkt fannst þungun í báðum eggjaleiðurum, sem voru staðfestar með meinafræðiskoðun. Eggjaleiðararnir voru ekki fjarlægðir og kona fékk endurtekna utanlegsþungun hálfu ári seinna. Þrír fóstursekkir samtímis Um var að ræða 32 ára konu sem ekki hafði fætt og átti við ófrjósemivandamál að stríða eftir eggja- leiðarabólgu. Hún hafði farið fjórum sinnum í að- gerðir á eggjaleiðurum, fyrst með venjulegum að- ferðum en síðan smásjáraðgerð án árangurs. Glasa- frjóvgun tókst eftir nokkrar tilraunir er settir voru upp þrír fósturvísar. Við ómskoðun vegna verkja í 13. viku sáust þrjú fóstur, tvö með hjartslætti en eitt virtist visnað. Annar sekkjanna með lifandi fóstri virtist hins vegar liggja í horni tvískipts legs eða utan þess. Gerð var kviðspeglun sem leiddi í ljós stóra utanlegsþykkt í vinstri eggjaleiðara og í framhaldi af því var eggjaleiðarinn og þykktin fjarlægð gegnum kviðskurð. Vefjarannsókn staðfesti eðlilega skapað fóstur sem svaraði til 13-14 viku meðgöngu f vinstri eggjaleiðara. Fóstrið sem var lifandi innan legsins þroskaðist eðlilega og konan fæddi heilbrigt barn. Utanlegsþykkt í leghorni sem tengt var aðal leginu með bandvefsstreng Tvítug frumbyrja kom við 12 vikur frá byrjun blæðinga. Við ómskoðun sást þykknuð slímhúð í legholi og sekkur, sem virtist liggja utan við legið vinstra megin. Við kviðspeglun sást hægri leghelm- ingur sem tengdist eðlilegum eggjaleiðara og eggja- stokk. Vinstra megin var 4x5 sm gúll, sem líktist legi og innihélt utanlegsþykkt, en upp af honum eðlileg- ur vinstri eggjaleiðari og eggjastokkur. Gúllinn tengdist hægri leghelntingnum með bandvefsstreng. Leghornið ásamt þykktinni var fjarlægt í gegnum lít- inn kviðskurð en hluti eggjaleiðarans og eggjastokk- urinn skilinn eftir. Vefjarannsókn staðfesti leghorn með fylgju og fósturvef. Konan fæddi síðar heilbrigt bam með keisaraskurði vegna sitjandastöðu. Þungun í eggjaleiðara samtímis eðlilegri þungun í legholi Konan kom í fyrstu þungun við 21 árs aldur með 14 vikna fósturlát og fór í útskaf. Því fylgdi eðlileg meðganga og fæðing. Nokkrum árum síðar kom hún við sex vikur frá upphafi blæðinga með sáran verk í kviðarholi. Omskoðun sýndi eðlilegan fóstursekk í legholi. Næstu tvær vikur lagaðist hún ekki og aum fyrirferð fannst aftan við legið við kvenskoðun. Við kviðspeglun var utanlegsþykkt í vinstri eggjaleiðara sem var fjarlægð með opinni skurðaðgerð. Konunni heilsaðist vel og fóstursekkurinn í legholinu þrosk- aðist eðlilega. Heilbrigt barn fæddist eftir eðlilega meðgöngu. Tvær kviðarholsþunganir Konan hafði fætt eðlilega eftir fyrstu þungun og var 22 ára þegar hún var skoðuð í heimabyggð vegna uppkasta í þungun. Ómskoðun gaf til kynna eðlilega

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.