Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 36
970 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 anburðar voru fundnar konur sem á sama tíma- bili höfðu gengist undir brottnám á legi, án brottnáms á eggjastokkum og hóparnir paraðir með tilliti til aldurs og þess hvenær aðgerð var gerð. Konur með illkynja sjúkdóma voru úti- lokaðar. Þátttakendur svöruðu 36 stöðluðum spurningum um tíðahvarfaeinkenni og voru beðnir um upplýsingar um hormónanotkun og reykingar. Þyngdarstuðull (body mass index, BMI) var ákvarðaður, mældur blóðþrýstingur og teknar blóðprufur til mælinga á heildarkól- esteróli, HDL- (high density lipoprotein: há- þéttni lípóprótín) og LDL- (low density lipo- protein: lágþéttni lípóprótín) kólesteróli og þrí- glýseríðum og kalsíumi í sermi. Samtímis var mælt kalsíum og kreatínín í þvagi. Beinþéttni var mæld í lendaliðbolum, vinstri mjöðm og lærleggshálsi. Niðurstöður: Þrjátíu og fjórar konur og jafnmargar konur til viðmiðunar fundust. Alls samþykktu 50 konur þátttöku, en tvær mættu ekki til rannsóknar. Tilfellin voru því 26 og viðmið 22. Meðalaldur var 43,3 ár í rannsókn- arþýði og 43,5 í viðmiðunarhópi þegar aðgerð var gerð. Ekki kom fram munur á hópunum með tilliti til hormónanotkunar (1 1,6 ár og 8,9 ár). í spurningum um tíðahvarfaeinkenni kom fram munur á hópunum í einu atriði, en miðað við aðrar niðurstöður og miðað við fjölda spurninganna er líklegt að munurinn sé tilkom- inn fyrir tilviljun. I engum mælingum sem gerðar voru kom fram munur á hópunum. Alyktanir: Þær konur sem gengust undir brottnám á eggjastokkum fyrir 47 ára aldur og fyrir meira en 15 árum, virtust ekki vera í meiri hættu á að verða fyrir langtímaafleiðingum estrógenskorts, en konur sem haldið hafa eggjastokkunum. Hormónanotkun var almenn í báðum hópum og getur það hafa haft áhrif á að ekki var munur á milli hópanna. Inngangur Meðalaldur kvenna við tíðahvörf hefur hald- ist nokkuð stöðugur í margar aldir, en þó farið örlítið hækkandi og er nú talinn vera um 50 ár (1). Fyrir tíðahvörf myndast estrógen að lang- mestu í eggjastokkum (um 95%), en um 5% koma frá umbreyttum andrógenum sem eiga uppruna sinn í nýrnahettum. Eftir tíðahvörf er estrógenframleiðsla í eggjastokkum lítil, en myndun andrógena frá eggjastokkum og frá nýrnahettum er að mestu óbreytt (2,3). Estró- gen hafa ýmis vemdandi áhrif, þar á meðal gegn beinþynningu og hjarta- og æðasjúkdóm- um og eru talin hafa jákvæð áhrif á andlega og líkamlega líðan (4-6). Þegar konur gangast undir brottnám á báðum eggjastokkum fyrir tíðahvörf minnkar estrógen í líkamanum fyrr en þegar konur fara í eðlileg tíðahvörf. Ovíst er hvort hin litla estrógenframleiðsla og nær óbreytt andrógenframleiðsla, sem heldur áfram í eggjastokkum eftir tíðahvörf, hefur þýðingu fyrir heilsu og vellíðan (7). Brottnám á legi er ein af algengari skurðað- gerðum sem konur gangast undir og á undan- förnum áratugum hafa um það bil 150-200 konur gengist árlega undir slíka aðgerð á Kvennadeild Landspítalans. I mörgum tilvik- um hafa eggjastokkar einnig verið fjarlægðir í leiðinni til að koma í veg fyrir illkynja sjúk- dóma í þeim síðar (8). Ef konur eru komnar yfir tíðahvörf þegar aðgerð er gerð er líklegt að það hafi ekki mikil áhrif á heilsu þeirra, en ef tíða- hvörfum er flýtt með aðgerð, getur estrógen- skortur haft neikvæð áhrif á heilsu þeirra (9,10). Þá er óvíst hvaða ráðleggingar þessar konur hafa fengið um hormónanotkun og hve vel þær hafa fylgt þeim eftir. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort það hefði áhrif á heilsu kvenna, og eink- um lífsgæði, fituefnaskipti og beinþéttni, ef eggjastokkar eru fjarlægðir við brottnám legs og aðrar kviðarholsaðgerðir fyrir væntanleg tíðahvörf. Efniviður og aðferðir Aðgerðabækur Kvennadeildar Landspítalans voru skoðaðar frá 1.1.1977 til 31.12.1984 og þær konur valdar sem á þessum tíma höfðu gengist undir brottnám á báðum eggjastokkum og verið 47 ára eða yngri þegar aðgerðin átti sér stað (tilfelli). Til viðmiðunar voru valdar konur sem á sama ári höfðu gengist undir brott- nám á legi, en höfðu báða eggjastokka þegar rannsóknin var gerð (viðmið). Parað var með tilliti til þess hvenær aðgerðin átti sér stað og aldurs (±2,5 ár) á þeim tíma sem aðgerð var gerð. Konur með illkynja sjúkdóma eða aðra langvinna alvarlega sjúkdóma voru ekki teknar með. Alls komu 68 konur til greina. Konunum var sent bréf með upplýsingum um rannsókn og þeim boðin þátttaka. Því var fylgt eftir með símtali. Unnt var að hafa samband við 59 kon- ur, en 48 konur samþykktu að taka þátt í rann- sókninni, sem skiptist þannig að tilfelli voru 26 (hópur A) og viðmið 22 (hópur B).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.