Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 14
952 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Mynd 2. Hlutfall utanlegsþykkta miðað viðJjöldaþungana/1.000 og fjölda kvenna áfrjósemiskeiði/10.000jyrir árin 1985-1994. Aukn- ing á rannsóknartímabilinu sýndi sömu tilhneigingu með báðum nefhurum. Y-ásinn sýnir % umfram aukningu á algengi. ana (bil 4567-5597) og fjölda kvenna á frjó- semiskeiði (bil 54.814-60.428) var stöðugt eða um 11 (bil 10,7-12,0) fyrir hvert áranna frá 1985-1994. Því skipti ekki máli hvor nefnarinn var notaður til að lýsa breytingunni. Aukning á utanlegsþykktum varð meiri en sem nam aukn- ingu á þungunum (eða konum á frjósemialdri), með öðrum orðum algengið jókst. Línuleg aukning frá árinu 1970 var marktæk í heildina (línuleg leitniprófun x2i=280,13; p<0,001) og hlutfall utanlegsþykkta miðað við heildarfjölda þungana hjá konum á frjósemialdri fór úr 10 af 1000 á árunum 1970-1984 upp í 20-30 af 1000 á árunum 1985-1994. Hlutfallið fór hæst í 30 af 1000 árin 1989, 1991 og 1992. Utanlegsþykkt varð í fyrstu þungun hjá 12,9% á fyrra tímabilinu 1985-1989 en af þeim voru 40% í aldurshópnum 20-24 ára, 38% í hópnum 25-29 ára og 18% yfir þrítugt. Á seinna fimm ára tímabilinu voru utanlegsþykktir í fyrstu þungun 15,8% og skipting í sömu ald- ursflokka 31%, 35% og tæplega 25%. Meðalaldur við greiningu á rannsóknartíma- bilinu var 29,9 ár. Yngsta konan var 15 og sú elsta 48 ára. Þegar leiðrétt var fyrir fjölda kvenna á frjósemiskeiði í fimm ára aldurshóp- um, var hvorki marktækur munur á heildartíðni utanlegsþykkta (kí-kvaðratspróf, n.s.), né í fyrstu þungun (kí-kvaðratspróf, n.s.) milli tímabilanna 1985-1989 og 1990-1994. Enda þótt tilhneiging virtist í þá átt, þá var fjölgunin aðeins að litlu leyti bundin við eldri konur (mynd 3). Þeim tilfellum fjölgaði hins vegar í heildina á öllu tímabilinu þar sem utanlegsþykkt var fyrsta þungun konunnar, frá því að vera um 10 á ári 1985-1986 í um 22 (hæst 25) á árunum eftir 1990. Línuleg tímaleitni (time trend ana- lysis) sýndi vaxandi hlutfall miðað við fjölda þungana (leitniprófun x2i=8,11; p fyrir leitni =0,004) og fjölda kvenna á frjósemialdri (leitniprófun x:i=9,65; p fyrir leitni =0,002). Utanlegsþykkt í annarri þungun varð hjá 21 konu 1985 og fór í 42 árið 1992. Fjölgun hjá þeim var einnig marktæk miðað við heildar- fjölda þungana og heildarfjölda kvenna 15-44 ára. Endurtekning utanlegsþykktar varð hjá 167 konum (16,5%). Þar af voru 104 konur með utanlegsþykktir tvisvar, 44 þrisvar, 14 fjórum sinnum og tvær fimm sinnum. Ein kona hver fékk utanlegsþykkt samtals sex, sjö og átta sinnum. Alls fengu 63 konur utanlegsþykkt að minnsta kosti þrisvar og fimm konur lentu í slíkri þungun fimm til átta sinnum. Fyrra tíma- bilið voru alls 146 tilvik þar sem kona greindist með þykkt eftir að hafa áður haft þykkt einu sinni eða oftar. Seinni fimm árin var talan 257. Fjöldi endurtekinna utanlegsþykkta breyttist ekki eftir 1987. Flestar konur með endurtekna utanlegsþykkt voru á aldrinum 30-34 ára (90 konur alls 190 sinnum), en næstalgengast var að fá endurtekna utanlegsþykkt í aldurshópnum 35- 39 ára. Aðeins þrjár konur yfir fertugt höfðu haft endurtekna utanlegsþykkt og ein innan við tví- tugt. í hópi kvenna 30-34 ára fengu 10 konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.