Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 80

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 80
1006 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Lyfjamál 81 Frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og landlækni Notkun hclstu flokka meltingarfæra- og efnaskiptalyfja (ATC- A) 1989-1999. Tölur fyrir 1999 eru fyrir fyrstu níu mánuði ársins, en hinar eru fyrir heil ár. Heildar- notkun fór minnkandi fram til 1995 og hefur haldist nokkuð stöðug sfðan. Eftir nokkuð stöðugt tímabil til 1995 eru lyf við sársjúkdómi (A02) nú aft- ur á uppleið og liggur aukn- ingin nær eingöngu í ómepra- zóli og lanzóprazóli, nýjustu og dýrustu lyfjum í flokknum. Allmikið er um umsóknir um auknar ávísunarheimildir (100 daga skammt í stað 30 daga, sem aðalregla heimilar) og er meginábending í þeim tilfell- um bakflæðisvandamál. Notk- un lyfja við sykursýki (A10) hefur vaxið nokkuð stöðugt allt tímabilið og munar þar mestu ört vaxandi notkun á metformíni og glíklazíði, en notkun insúlíns er einnig vax- andi. Eftir nokkuð stöðugt tímabil fram til 1997 hefur kostnaður nú farið vaxandi ár frá ári. Vegur þar þyngst ómeprazól og lanzóprazól og er líklegt að kostnaður vegna lyfja við sár- sjúkdómi verði yfir 200 millj- ónum króna hærri í ár en 1997. Kostnaður stoppandi lyfja (A07) verður líklega um 100 milljónir króna í ár, en var 64 milljónir 1995. Sykursýkilyf voru 89 milljónir króna 1997 en verða líklega um 110 millj- ónir í ár. Síðast en ekki síst skal nefna nýtt „lífstflslyf1, megrunarlyfið orlistat, sem fékk markaðsleyfi hér 1. júlí síðastliðinn. Miðað við sölu þess fyrstu þrjá mánuðina má búast við að söluverðmæti þess á árinu fari yfir 20 milljónir króna. Að fullnægðum ákveðnum skilyrðum er TR heimilt að samþykkja greiðslu- þátttöku í kostnaðinum og nú berast um 5-10 umsóknir um slíkt á hverjum degi. Milljónir króna 198919901991 19921993199419951996199719981999 □ A01 Munn- og tannlyf □ A02 Lyf við sársjúkdómi o.fl. □ A03 Krampalosandi lyf □ A06 Hægðalyf □ A07 Stoppandi lyf o.fl. ■ A10 Sykursýkilyf □ A11 Vítamín | A12 Málmlyf Heildarverðmœti meltingarfœra- og efnaskiptalyfja með virðisaukaskatti var 924 milljónir króna árið 1998 og stefnir í 1030 milljónir 1999.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.