Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
1003
Ný viðhorf í barna- og
unglingageðlækningum
- Evrópusamtök barna- og unglingageðlækna gefa út yfirlitsrit
um stöðu greinarinnar í 31 Evrópulandi, þar á meðal íslandi
Nú á haustdögum sótti
Helga Hannesdóttir þing
Evrópusamtaka barna- og
unglingageðlækna í Ham-
borg í Þýskalandi. Þessi þing
eru haldin á fjögurra ára
fresti en þau sækja barna-
og unglingageðlæknar úr
allri Evrópu og víðar að.
Kjörorð þingsins að þessu
sinni var: Ný viðfangsefni,
nýjar lausnir.
Að þessu sinni var hápunkt-
ur þingsins útkoma bókar þar
sem greint er frá stöðu barna-
og unglingageðlækninga í 31
Evrópulandi, þar á meðal ís-
landi en Helga skrifaði þann
kafla. Þar eru samankomnar á
einn stað miklar upplýsingar
um stöðu og skipulag þessarar
ungu sérgreinar í álfunni en
barna- og unglingageðlækn-
ingar hlutu viðurkenningu
sem sérgrein innan læknavís-
indanna árið 1993.
Helga sagði að það hefði
vakið athygli á þinginu að ís-
land væri eina Evrópulandið
þar sem ekki væri sjálfstæð
kennslustaða í barna- og ung-
lingageðlækningum. „Við
læknadeild Háskóla íslands
hefur verið auglýst 25% staða
lektors í þessari grein og því
fylgdi sú yfirlýsing að hún
yrði fjármögnuð með því að
taka fé frá kennslu í geðlækn-
ingurn fullorðinna. Þetta skýt-
ur skökku við það sem er að
gerast í öðrum löndum en þar
eru barna- og unglingageð-
lækningar ásamt fjölskyldu-
geðlækningum vaxtarbroddur
geðlækninga. Hér á landi er
þróunin allt önnur því hér eru
geðlækningar fyrir fullorðna
allsráðandi," sagði Helga.
Hún bætti því við að á ráð-
stefnunni hefði komið skýrt
fram hversu mikil gerjun og
breytingar væru að verða á
störfum barna- og unglinga-
geðlækna í álfunni.
„Annars vegar eru það
rannsóknir á sviði erfðafræði
sem setja mark sitt á þróun
greinarinnar. Þarna voru birtar
niðurstöður margra rannsókna
á samspili erfða og umhverfís
í þróun geðsjúkdóma.
Hins vegar eru uppi ný við-
horf til meðferðar geðsjúkra.
Þar er verið að auka sveigjan-
leika og og brjóta niður múra
milli sérgreina. Samvinna
hinna mörgu fagstétta sem
sinna þjónustu við geðsjúka er
að aukast og það eykur fjöl-
breytni meðferðarinnar sem í
boði er, auk þess sem hún
spornar gegn tvíverknaði og
sóun á kröftum og peningum,"
sagði Helga Hannesdóttir
barna- og unglingageðlæknir.
-ÞH
Áskrifendur Læknablaðsins
sem ekki greiða áskriftargjald með félagsgjaldi til LÍ
Einhverjir áskrifenda munu enn eiga ógreidda reikninga fyrir áskrift að
Læknablaðinu árið 1999. Eru þeir beðnir að greiða það hið fyrsta. Áskrift
innanlands er kr. 6.840 en fyrir áskrifendur erlendis kr. 6.0C0, þar sem
þeir greiða ekki virðisaukaskatt.
Reikningar fyrir áskrift ársins 2000 verða sendir út í janúar, enda reiknað
með því að áskrift sé greidd fyrirfram.