Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1999, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.12.1999, Qupperneq 65
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 995 telji sig hafa skyldum að gegna við það fyrirtæki sem kostar stöðuna. Astæðan fyrir styrknum er sú að fyrirtækið vill að kennarinn hafi frum- skyldu sína við hið fræðilega markmið. Annars gæti það bara ráðið mann til að stunda rannsóknir á sínum vettvangi. En fyrirtækið vill að hann starfi innan Háskólans og það merkir að hann sé frjáls og lúti einungis þeim reglum sem þar giida. Eg hef heldur ekki orðið var við að fyrirtækin hafi áhuga á að hafa áhrif á fræðistörf kennara. Það er annað sem vakir fyrir þeim. 1 fyrsta lagi vita þau að það er ávinningur þeirra að þekkingin blómstri á því fræðasviði sem um er að ræða. í öðru lagi eru þau óbeðin að leggja eitthvað af mörkum sem er af hinu góða og það er jákvætt fyrir þau sjálf. Þau fá ekkert annað í staðinn en virðingu og viður- kenningu fyrir að gera þetta. Þetta er það sem heitir öðru nafni auglýsing eða ímyndar- sköpun eins og það er kallað. Og í þessu tilviki er hún af hinu góða því að baki ímynd- inni er raunveruleiki.“ Hrein viðbót við fjárveitingar Tvær af þeim kennarastöð- um sem kostaðar hafa verið í læknadeild eru styrktar af lyfjafyrirtækjum. Páll var spurður hvort hann væri ekk- ert ragur við að fara inn á hið ofurviðkvæma samband lækna og lyfjafyrirtækja. „Ef ég tek sem dæmi nýj- asta samninginn við Pharm- aco og Isaga þá hafa þessi tvö fyrirtæki yfirgnæfandi mark- aðsstöðu á sviði svæfinga- og gjörgæslulækninga. Þau þurfa því ekki að tryggja sig neitt, þau selja allt sem þau vilja og eru ekki að keppa við neinn. Þetta skiptir fyrirtækin því ekki máli og er mjög gott dæmi um það sem áður sagði um ímyndarsköpun. Það kann að vera að hinn almenni lækn- ir sé oft undir æði miklum þrýstingi frá lyfjafyrirtækjun- um en það held ég að eigi ekki við kennara í læknadeild.“ - En ertu ekkert hræddur um að Háskóli íslands verði háður þessu fjármagni og geti því glatað sjálfstæði sínu þeg- ar fram í sækir? „Nei, þetta er í svo litlum mæli að þótt þessum stöðum fjölgaði um helming myndi það ekki hafa mikil áhrif á starfsemi skólans. Við Há- skóla Islands eru um 400 kennarastöður svo þessar 14 sem við erum að ræða um eru mjög lílill hluti þeirra. Þetta fé kemur sem viðbót og auðgar og styrkir þau fræðasvið sem þess njóta. Það skapar tengsl og samskipti milli þessara fyrirtækja og Háskólans sem eru af hinu góða. Það er heldur ekki hætta á því að ríkið dragi úr fjárveit- ingum sem svarar þessum styrkjum. Við erum með samning við ríkið um fjárveit- ingar til kennslu svo þetta er hrein viðbót. Þess vegna er það einmitt hvatning fyrir okkur að sækjast eftir þessum styrkjum því þeir hafa ekki áhrif á fjárveitingarnar.“ Almenningur vill að Háskólinn blómstri - Það er ekki á þér að heyra að þú setjir spurningamerki við þessa þróun. „Eg sé ekkert neikvætt við hana. Ég er heldur ekki á því sem sumir óttast að sum fræðasviðin verði útundan af því enginn hafi áhuga á þeim. Það er engin ástæða til að ætla annað en að fyrirtæki fái áhuga á að styrkja kennara- stöður í heimspeki, tungu- málum, félagsfræði eða sál- fræði eins og innan lækna- deildar. Vissulega eru sum fræðasvið í nánari tengslum við atvinnulífíð en önnur, en mikilvægi fræðastarfs fyrir þjóðfélagið er orðið fólki aug- ljóst. Við finnum að fólk í þjóðfélaginu og atvinnulífinu vill að Háskóli Islands blómstri og styrkist og er til- búið að leggja sitt af mörkum til þess. Viðhorf stjórnenda í at- vinnulífinu hafa verið að breytast. Ég get nefnt sem dæmi að þegar við ákváðum að setja á stofn námsbraut í hagnýtri íslensku fengum við mjög miklar undirtektir hjá útgáfufyrirtækjum og öðrum sem sáu sér hag í því að styrkja svona starfsemi. Það er líka ómetanlegt fyrir okkur að fá ráðleggingar, ábendingar og gagnrýni frá atvinnulífinu á það sem við erum að gera. En ég held ekki að þetta sé ógnun við hið akademíska frelsi. Mönnum er ljóst að það eru engir aðrir en vísinda- menn sem geta stýrt þekking- arleitinni og að þeir verða að vera frjálsir til að geta rann- sakað það sem þeir vilja. Mér finnst miklu meiri ástæða til að óttast afskipti stjórnmáiamanna af skipulagi rannsókna og fræðslu. Þeir koma yfirleitt úr öðru um- hverfi en fyrirtækjunum þar sem þekkingarinnar er þörf og eru oftar en ekki bara að beita því valdi sem þeir hafa,“ sagði Páll Skúlason háskólarektor. -ÞH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.