Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 60
990 Fórnarlömbum pyntinga hjálpað Aldarfjórðungsstarf lækna gegn pyntingum LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Leikvangurinn í Santiago í Cliile eftir valdarán hersins í september 1973. Þúsundir manna voru lokaðar inni á leikvanginum á fyrstu dögum valdaránsins. Fagfólk innan heilbrigðisgeirans í Chile ácetlar að á fyrstu mánuðum herforingjastjórnarinnar hafi um 150 þúsund manns verið liandteknir og á 17 ára valdaferli herforingjanna liafi um 100 þúsund verið pyntaðir. Um þessar mundir er þess minnst að 25 ár eru liðin frá því að læknar hófu á skipuleg- an hátt að meðhöndla fórnar- lömb pyntinga. Upphafið má rekja til lækna í Danmörku sem starfað höfðu innan vé- banda Amnesty International, en í september 1974 mynduðu 10 þeirra fyrsta formlega læknahópinn innan Ainnesty. Árið 1974 voru fyrstu flóttamennirnir frá Chile að koma til Danmerkur, margir hverjir mjög illa farnir eftir pyntingar í fangelsum Pino- chet-stjórnarinnar. Það var fyrst og fremst reynslan af meðferð þessara einstaklinga sem hvatti læknana til dáða. Fyrsta markmiðið sem þeir settu sér var að aðstoða ein- staklinga sem höfðu verið pyntaðir til að sanna að þeir hefðu í raun verið pyntaðir - að fórnarlömbin hefðu ekki hlaupið á vegg, ekki kastað sér niður stiga, barið höfðinu við vegg, skorið sig sjálf með hníf, rakvélarblaði eða öðru áhaldi, brennt sig sjálf með sígarettu eða nauðgað sér sjálf. Það hafði oftlega komið fyrir að fórnarlömb pyntinga sem leituðu réttar síns fyrir dómstólum fengu að heyra að þau væru sjálf ábyrgð fyrir eigin skaða. Pyntarar hafa til- hneigingu til að neita glæpn- um eins og ileiri glæpamenn, og hvað gera dómarar þá: orð gegn orði? Sönnunarbyrðin gat verið fómarlömbum pynt- inga býsna erfið. Annað markmið lækna- hópsins var að leggja fram áætlanir um það hvernig vinna mætti gegn líkamlegum og sálrænum afleiðingum pynt- inga og hjálpa fórnarlömbum þeirra til lífsins á ný. Læknahópurinn litli stækk- aði fljótt, ekki síst fyrir til- stuðlan danska læknisins Inge Genefke sem hvatti kollega sína til að leggja hönd á plóg- inn. Allar götur síðan hefur Inge starfað að meðferð og endurhæfingu fórnarlamba pyntinga. Árið 1977 gaf danski læknahópurinn út bók- ina Vitnisburður um pynt- ingar (Evidence of torture) og leiddi útgáfa bókarinnar til þess að ámóta læknahópar voru myndaðir í fleiri Evrópu- löndum, Bandaríkjunum og Kanada. Árið 1984 var opnuð í Dan- mörku Endurhæfingarstöð fyrir fórnarlömb pyntinga (Rehabilitationscenter for tor- turofre), sú fyrsta sinnar teg- undar í heiminum. Að baki stöðinni standa samtökin International Rehabilitation Center for Torture Victims. Starfið hefur orðið sífellt um- fangsmeira í tímans rás og nær nú til hátt í 100 landa í öllum heimsálfum, þar sem komið hefur veirð á fót yfir 200 endurhæfingarmiðstöðv- um og meðferðaráætlunum. Skipuleg læknisfræðileg skilgreining á pyntingum og afleiðingum þeirra hefur gert kleift að meðhöndla og end- urhæfa einstaklinga sem hafa verið pyntaðir. Þar þarf að beita læknisfræðilegum, sál- fræðilegum og félagsfræði-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.