Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 42
976 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Fjöldi tvíbura var 239, 298 og 423 í hverjum hópi og tíðni tvíbura því 1:103, 1:85 og 1:55, þegar borið var saman við heildarfjölda fæð- inga. Þrí- og fjórburafæðingar voru fjórar, níu og 21 og sambærileg tíðni þeirra því 1:6127, 1:2803 og 1:1116. Aukning á tíðni þrí- og fjór- burafæðinga var meiri en á tvíburafæðingum. Af 103 börnum sem voru í þrí- og fjórbura- hópnum dóu fjögur á burðarmálstíma og því var burðarmálsdauði 38,8%c meðal þeirra. Meðgöngulengd var frá 27-37 vikur og að með- altali 33,3 vikur. Öll börnin voru tekin með keisaraskurði. Fyrst fæddur þríburi var að með- altali þyngstur og síðast fæddur léttastur. Með- alþyngd hins síðast fædda var nálægt tveimur staðalfrávikum undir meðallagi einbura miðað við sömu meðgöngulengd. Ályktanir: Tíðni fleirburafæðinga hefur aukist á íslandi á þessu tímabili og sérstaklega á síðasta þriðjungi þess. Þessi aukning virðist falla saman við tímabilið þegar glasafrjóvgun- armeðferðir urðu árangursríkari. Inngangur Undanfarin ár hafa birst nokkrar rannsóknir sem benda á vaxandi fjölda þungana með fleiri en tveimur fóstrum (1-5). Helsta skýringin á aukinni tíðni erlendis hefur verið talin með- ferðir vegna ófrjósemi með kröftugum egglos- framkallandi lyfjum og einnig glasafrjóvgun (in vitro fertilisation - IVF) (1-3,6). Hér á landi hafði þrí- og fjórburafæðingum stöðugt fækkað undanfarin 100 ár (7). Þetta er sennilega einkum vegna færri fæðinga hjá hverri konu hin síðari ár, en meðal helstu orsaka fyrir fjölburameðgöngum hefur jafnan verið talinn aldur konu og fjöldi fyrri fæðinga (7,8). Á þeim árum sem voru til athugunar voru fimmfalt meiri líkur á að kona sem var að fæða í fimmta sinn eða oftar fæddi fjölbura samanborið við frumbyrjur (7). Tíðni tvíburafæðinga hafði minnkað frá 1:57 árin 1881-1890 í 1:113 1971- 1980. Þrí- og fjórburafæðingum hafði einnig fækkað úr 1:3080 árin 1901-1920, þegar þær voru flestar, í 1:8078 á árunum 1961-1980. Hin síðari ár hefur fjölburafæðingum aftur farið fjölgandi þrátt fyrir færri fæðingar hjá hverri konu og er ekki ólíklegt að skýringin sé fleiri og árangursríkari meðferðir við ófrjósemi eins og reynslan er erlendis. Fjölburameðgöngur hafa í för með sér aukna hættu á ýmsum fylgikvillum meðgöngu, bæði fyrir móður og fóstur. Fleirburameðgöngur hafa meiri áhættu t för með sér en tvíburameð- göngur. Fylgikvillarnir eru þeir sömu og við tvíburameðgöngur en hafa tilhneigingu að koma fyrr á meðgöngunni. Meðgöngulengd styttist til dæmis um tvær til þrjár vikur að meðaltali fyrir hvert fóstur sem bætist við. Fyrirburafæðing er alvarlegasti fylgikvillinn en einnig er tíðni meðgöngueitrunar, vaxtarseink- unar fóstranna, lifrartruflunar, og blæðingar aukin (9,10). Til að kanna nánar hvernig tíðni fleirbura- fæðinga hefur breyst frá því rannsókn Gunn- laugs Snædals og félaga (7) var gerð, var tíðni fleirburafæðinga borin saman við tvíburafæð- ingar og einnig heildarfjölda fæðinga frá árinu 1982 tilársins 1998. Efniviður og aðferðir Upplýsingar voru fengnar úr fæðingartil- kynningum hjá fæðingarskráningunni fyrir árin 1982-1998 að báðum meðtöldum. Skráð var: aldur móður, fjöldi fyrri fæðinga, meðgöngu- lengd, fæðingarþyngd og lengd og Apgar stiga- gjöf. Einnig voru skráðar sjúkdómsgreiningar móður og bams. Einungis voru teknar með greiningar sem taldar voru skipta máli varðandi útkomu meðgöngunnar og lífslíkur barnanna. I öllum meðgöngum var stuðst við ómskoðun til ákvörðunar á meðgöngulengd. Nefnari fyrir burðarmálsdauða var reiknaður þannig að öll andvana fædd böm eftir 28 vikna meðgöngu og/eða lOOOg að þyngd voru talin ásamt nýbur- um, dánum í fyrstu viku, miðað við 1000 fæð- ingar. Þar sem fleirburafæðingar á hverju ári eru fáareru nokkur ár tekin saman. Glasafrjóvganir hófust 1988 og því var tímabilinu skipt upp í tíma fyrir og eftir glasafrjóvgun og seinna tímabilinu skipt í tvennt fyrir og eftir mitt ár 1993. Við þetta komu fram þrír nokkuð jafn stórir hópar heildarfæðinga. Upplýsingar voru fengnar með leyfi for- svarsmanna fæðingarskráningarinnar á Islandi. Niðurstöður Fjöldi fæðinga kemur fram í töflu I. Fæð- ingum hefur heldur farið fækkandi undanfarin ár og síðustu fjögur árin nær fæðingafjöldinn aldrei meðaltalinu fyrir tímabilið sem var 4.304 fæðingar. Hins vegar fjölgaði fjölburafæðing- um og aukningin í fjölda fleirbura var nokkuð stöðug á tímabilinu (tafla II). Heildarfjöldi þrí- og fjórburafæðinga var 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.