Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 37

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 971 Til að meta lífsgæði svöruðu þátttakendur lista af fullyrðingum, sem var þýddur úr ensk- um spurningalista, The Women’s Health Ques- tionnaire, en hann samanstendur af 36 krossa- spurningum um almenna líðan og þætti sem tengjast tíðahvörfum (11). Þar sem þátttakend- ur í þessari rannsókn höfðu gengið í gegnum tíðahvörf fyrir nokkuð mörgum árum voru valdar þær spurningar sem helst áttu við lang- varandi afleiðingar hormónaskorts. Spurningar þessar tóku til líkamlegra einkenna eins og þreytu og tíðra þvagláta, vitrænna þátta eins og minnis og einbeitingar, andlegra þátta eins og álags, kynlífs, „vasomotor“ einkenna eins og nætursvita og loks til svefnerfiðleika. Spurningunum var svarað með því að krossa við eina af eftirfarandi fullyrðingum: Á mjög mikið við, á talsvert við, á frekar lítið við, á alls ekki við. Fyrir svörin voru síðan gefin stig. Væri spurningin neikvæð fyrir þátttakandann voru stigin, miðað við röðina hér á undan, 3, 2, 1 og 0. Væri spurningin jákvæð fyrir þátttak- andann snerist röðin við, þannig að hár stiga- fjöldi var alltaf neikvæður og lágur stigafjöldi jákvæður. Hámarksstigafjöldi fyrir hvert svar var þrjú. Konurnar voru boðaðar í viðtal, skoðun og sýnatökur á göngudeild Kvennadeildar Land- spítalans í apríl og maí 1998. Konurnar komu fastandi að morgni og blóðprufur voru teknar til mælinga á heildarmagni kólesteróls, HDL- (high density lipoprotein: háþéttni lípóprótín) og LDL- (low density lipoprotein: lágþéttni lípóprótín) kólesteróli (útreiknað), þríglýseríð- um og kalsíumi í sermi. Hæð, þyngd og blóð- þrýstingur voru mæld. Konurnar tæmdu þvag- blöðru að morgni rannsóknardags og síðan aft- ur eftir komu á göngudeildina. Síðari þvagpruf- an, það er þvag framleitt í fastandi ástandi, var fengin til mælinga á kalsíumi og kreatíníni og hlutfall þessara efna reiknað. Mælingar voru gerðar á rannsóknadeild Landspítalans. Lípíð voru mæld með ensímatískri aðferð í tæki af gerðinni Cobas Fara (Hoffman La Roche, Sviss). HDL-kólesteról var mælt eftir að LDL-kólesteról og VDL- (very low density lipoprotein) kólesteról höfðu verið felld út með magnesíumklóríði. LDL-kólesteról var fundið sem mismunur á heildarkólesteróli og HDL- kólesteróli sem má gera þar sem VDL-kólester- ól er í mjög litlu magni. Þríglýseríð voru mæld með því að kljúfa fitusýrur frá og mæla síðan glýserólið. Kalsíum og kreatínín voru mæld í tæki af gerðinni Vittros 750 frá Kodak (John- son & Johnson). Kalk var mælt með litarað- ferð, svonefndri komplexómetríu og kreatínín með ensímatískri aðferð. Beinþéttnimæiingar voru gerðar á Sjúkra- húsi Reykjavíkur og var stuðst við DEXA, dual energy X-ray absorptiometry, en þessi aðferð mælir magn steinefna, aðallega kalsíums, á flatareiningu g/cm2. Notað var tæki af gerðinni Hologic QDR-2000 og mælingar gerðar í lenda- liðbolum (L:II-L:IV) aftari/fremri og vinstri mjöðm og lærleggshálsi ef hægt var, en gott samræmi er milli vinstri og hægri hliðar. Beinþéttni (bone mineral density) var mæld sem magn steinefna, aðallega kalsíums, í g/cm2. Z-gildi vísar til þess hve góða beinþéttni við- komandi einstaklingur hefur miðað við meðal- tal sama aldurshóps kvenna. Mælt er í prósent- um hversu mikið beinmagn viðkomandi ein- staklings er miðað við meðaltal aldurshóps hans = 100%. Við samanburð á hópunum, hvað varðar reykingar og hormónanotkun, var notað kí- kvaðratspróf, varðandi aðra þætti var notað óparað t-próf og Mann-Witney próf. Mark- tækni miðaðist við p<0,05. Fengið var leyfi siðanefndar Landspítalans til að gera rannsóknina. Niðurstöður Meðalaldur þátttakenda var um 43 ár og meðaltími frá aðgerð um 17 ár (tafla I). í til- fellahópnum höfðu 22 konur gengist undir brottnám á báðum egjastokkum og legi en hjá fjórum konum höfðu aðeins eggjastokkar verið Tafla I. Pörun hópa, tímalengd hormónanotkunar og þyngdarstuðull. Hópur A Hópur B t-próf n Meðaltal (SD)* n Meðaltal (SD) t-gildi p-gildi Meðalaldur við aðgerð (ár) 26 43,3 (3,1) 22 43,5 (3,1) n.s.*** Meðalaldur í dag (ár) 26 60,2 (4,3) 22 60,0 (4,5) 0,182 n.s. Meðaltímalengd frá aðgerð (ár) 26 17,7 (2,5) 22 16,9 (2,4) n.s. Meðaltímalengd honnónanotkunar (ár) 19 11,3 (6,10) 12 8,9 (6,60) 1,033 n.s. Þyngdarstuðull** kg/hæð:(m) 26 30,5 (5,45) 22 28,2 (6,78) 1,248 n.s. * SD = standard deviation = staðalfrávik ** Body mass index = BMI ***n.s.=p>0,05

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.