Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85: 947-8 947 Ritstjórnargrein Kvennadeild á nýjum tímum í byrjun janúar á þessu ári voru liðin 50 ár frá því að fyrsta konan lagðist inn á Kvennadeild Landspítalans og fæddi þar barn. A 40 ára af- rnæli deildarinnar voru þau mæðginin með okkur, en nú á 50 ára afmælinu var lögð áhersla á að minnast þeirra sem lagt höfðu hönd á plóg- inn í 50 ár og horfa til framtíðar. Kvennadeild Landspítalans, sem áður hét Fæðingadeildin, varð til fyrir framsýni manna á borð við Guð- mund Thoroddsen og Pétur H. J. Jakobsson. Þeir og margir fleiri sáu hve mikil þörf var á stað þar sem unnt yrði að sinna hinum sérstöku heilbrigðisvandamálum kvenna og draga úr mæðra- og ungbarnadauða með því að færa fæðingar og umönnun veikra þungaðra kvenna inn á sérstaka deild. Fleiri deildir hafa fylgt í kjölfarið, svo sem á Akureyri, Akranesi, Kefla- vík og Selfossi, en forystuhlutverkið hefur allt- af verið á hendi langstærstu deildarinnar, Kvennadeildar Landspítalans. A 50 árum höf- um við fylgt þróuninni erlendis, aukið tækni- væðingu og dregið úr tæknivæðingu, tekið upp nýjar aðferðir og stundum horfið frá þeim aftur, en alltaf í besta ásetningi og í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Með tengslum við Háskóla Islands var akademísku starfi rudd braut innan Kvennadeildar Landspítalans. Það hefur smám saman vaxið og átt stóran þátt í að efla deildina og tryggja forystuhlutverk hennar í íslensku samfélagi. Fæðingahjálpin hefur breyst í fæðingafræði og fósturgreiningu og umönnun kvensjúkdóma skipst í undirgreinar; æxlunar- og frjósemilækningar, fjölskylduáætlun og getnaðarvarnaráðgjöf, krabbameinslækningar kvenna, fræðin um kviðsjáraðgerðir í grindar- holi kvenna og almennar kvensjúkdómalækn- ingar. Samheiti allra þessara þátta er kvenna- heilbrigði eða „reproductive health“ á ensku. Tímarnir hafa breyst og skilningur á því á hvað beri að leggja áherslu hefur einnig verið að taka breytingum hér á landi sem erlendis. Tvö af hverjum þremur bömum á landinu fæðast nú á Kvennadeild Landspítalans. Öll tæknifrjóvgun fer þar fram og allar krabba- meinslækningar innan kvensjúkdóma. Flestallar sérhæfðustu aðgerðir, bæði í fæðingafræði, í fósturgreiningu og kvensjúkdómum eru gerðar á deildinni og það er eðlilegt að svo sé. Deildin er okkar íslenska tilvísunarsjúkrahús og bak- hjarl hinna deildanna á landinu, minni sjúkra- húsa og heilbrigðisstofnana og heilsugæslu- stöðva um landið allt. Við viljum gott samstarf en einnig væntum við mikilla gæða af vinnu okkar sjálfra og samstarfsfólks á öllu landinu. En jafnvel þótt deildin sé sterk þá getum við ekki allt og höfum því reynt að byggja upp net víðtæks samstarfs í nágrannalöndunum, eink- um í Evrópu, og einnig vestanhafs. Innanlands hefur einnig þróast samstarf við Krabbameins- félag íslands, sem hefur verið grundvallandi þáttur í starfi deildarinnar síðastliðin 30-40 ár. Mikið samstarf við vökudeild Barnaspítalans stendur á gömlum merg. í nóvemberhefti Læknablaðsins var grein um þróun krabbameinsleitar í landinu (1). Þar er um að ræða þróun og rannsóknaniðurstöður sem vakið hafa athygli um víða veröld. Læknar Kvennadeildar hafa gegnt lykilhlutverki í krabbameinsleit hjá konum á Islandi og munu gera það áfram. I þessu hefti Læknablaðsins birtast nokkrar greinar um kvensjúkdóma og fæðingafræði frá læknum deildarinnar og sam- starfsmönnum, sem sýna að fræðastarf á deild- inni á þessum sviðum er einnig mikilvægt. Ut- anlegsþykktir eru viðfangsefni einnar greinar- innar, framköllun fæðinga annarrar, hormóna- breytingar hjá konum þeirrar þriðju, fjölbura- fæðingar í þeirri fjórðu og loks er grein um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.