Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 74

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 74
1002 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Sveppir verða víða á vegi fólks liér á landi og engin furða að alþýða manna liafi reynt að liagnýta sér þá til lœkninga áður fyrr. A mynd- inni sjást nokkrir vœnir lerkisveppir sem tíndir voru í Oskjuhlíðinni. verið að leggja hann við hæl- særi: „Físisveppur var notaður við eymsli á fótum, og sár sem komu á hæla á unglingum, sem oft voru blautir í fætur meðan íslensku leðurskórnir voru í brúki, ekki um annað að ræða þá. Þótti gefast vei að leggja físisveppinn við hælana og eymslin á fótunum. Voru þeir hirtir af túninu á sumrin, safnað saman og geymdir til vetrarins í þessu augnamiði, og ef þeir fundust í heyi á vetrum, voru þeir hirtir. Voru þeir klofnir í miðju, ef þeir voru heilir og lagðir við hæl- ana man ég, eftir að þeir voru mjúkir viðkomu er þeir voru lagðir við sárin og græddu fljótt skeinur, þótti illa gengi með önnur smyrsl, en varast var að láta rjúka úr þeim í augu manna,“ segir Skaftfellingur sem fæddur var árið 1884. Sumir tóku það fram að það væri sérstaklega gott að nota dustið úr físisveppunum á brunasár og enn aðrir sögðu það vera sérlega gott ráð við vörtum. Að bera fíflamjólk á vörtur og sá dusti úr púður- kerlingu yfir þótti sérlega vænlegt til árangurs. Dæmi voru um að menn notuðu kerl- ingarpúður sem talkúm á ungabörn og þá þótti það einnig gott til að geyma í málmhluti. Heimildarmaður úr Austur- Húnavatnssýslu segir eftirfar- andi um þetta: „Þurr físisveppur var líka kallaður kerlingareldur, hylk- ið og gróin. Hann var einatt hirtur og geymdur. Þótti gott að setja hann í sár og skeinur til að stöðva blóðrás. Hann var og hafður til að geyma í honum smáhluti úr járni, sem verja þurfti ryði. Gamall barnakennari, Frímann Guð- mundsson, geymdi stálpenna sína í kerlingareldi. Ryki kerl- ingareldur í augu manns var hætta á ferðum, því hann gat valdið blindu. Þurfti því var- lega að fara með hann.“ Að lokum er hér ein saga um notkun á sykri til sára- lækninga sem fylgdi með í svörum um sveppalækning- arnar en nú á dögunum sagði mér gömul kona að hún hefði notað púðursykur með góðum árangri til að lækna fótasár. Það hafði hún reyndar gert að ráði hámenntaðs læknis: „En svo höfðu líka sumir tröllatrú á kerlingareldi til að skella honum ofan í sár, eink- um ef mikið blæddi. Þótti hann stilla vel blóðrás og líka vera græðandi. Enga reynslu hef ég samt af því meðali. En ég sagaði eitt sinn, alveg inn í bein á einum fingri mínum, svo að ég fann vel að tennur sagarinnar svörruðu í beininu. Þetta var Ijótt sár og blæddi mjög. Ég var að vinna langt frá bæ og vafði óhreinum vasaklút um fingurinn. og vann svo til kvölds. Er heim kom um kvöldið þvoði ég sár- ið vel upp og lét skafa yfir það hrúgu af toppasykri. Svo vafði ég trafi um fingurinn og renn- bleytti svo trafið í brennivíni. Morguninn eftir fór ég til vinnu minnar (girðingarvinnu) og hafði með mér brennivín á smáglasi og hélt trafinu röku með því allan daginn. Svo tók ég trafið af eftir 2 sólarhringa og var þá sárið alveg skinng- að. Ég hef aldrei reynt betra sárameðal. Brennivínið bragð- aði ég ekki þá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.