Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 21

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 957 urteknar utanlegsþykktir urðu mun algengari. Atta staðfestum utanlegsþykktum hjá sömu konu hefur ekki verið lýst áður svo við vitum. Sá fjöldi aðgerða sem gerður var hjá þeirri konu áður en henni tókst að eiga barn með tækni- frjóvgun er einnig lýsandi dæmi um hversu langt var seilst á stundum til að gera konum kleift að láta draum um bameign rætast. Eftir utanlegsþykkt eykst verulega áhætta á að ný þungun lendi utan legs, einkum ef konan hefur áður fengið sýkingu í eggjaleiðara, en ef konan nær að verða þunguð á eðlilegan hátt aftur þá lækkar tíðni endurtekinna þykkta (21). Viðhorf eru nú að færast í þá átt að eftir tvær utanlegs- þykktir hafi aðgerðir á eggjaleiðurum takmark- að gildi og betra sé að fara út í glasafrjóvgun (20,21). Fóstureyðingar auka hins vegar ekki áhættu á utanlegsþykkt (22,23), enda sýkingar- hætta eftir þær aðgerðir lítil. Meðalaldur íslensku kvennanna var aðeins hærri en áður hafði verið lýst (7). Ef tímabilinu var skipt upp í tvö fimm ára tímabil sást, að aldurshópurinn 25-29 ára var tiltölulega fjöl- mennastur á fyrra tímabilinu (mynd 3), en ald- urshópurinn 30-34 ár var aðeins fjölmennari á árunum 1990-1994, sem að einhverju leyti var vegna fleiri endurtekinna utanlegsþykkta. Eggjaleiðarabólga er sjúkdómur yngri kvenna, á aldrinum 15-25 ára. I rúmum þriðj- ungi tilfella var klamýdíusmit orsökin hér á landi milli 1982 og 1984 (24). Klamýdía er einn aðal orsakavaldur skemmda á eggjaleiður- um (16,21). Byrjað var að leita að klamýdíu- smiti á íslandi árið 1982 (4,24,25). Eftir slíkar sýkingar má búast við fjölgun utanlegsþykkta 5-10 árum síðar (1,2,9,16,26), eins og virðist hafa orðið hér. Með endurteknum sýkingum eykst áhættan (26). A síðasta áratug hefur dreg- ið úr þessum bólgusjúkdómum hjá ungum kon- um og klamýdía er orðin óalgengari (27) sem kann að endurspeglast í lægri tíðni utanlegs- þykkta undanfarin ár, hér og erlendis (28). Sýnt hefur verið fram á tengsl milli fyrri klamýdíusýkinga og utanlegsþykktar þar sem byggt var á jákvæðum mótefnamælingum (26,29,30). Um 1984 var því reynt að hvetja til þess að leitað væri klamýdíu í leghálsi hjá öll- um konum sem komu inn á Kvennadeildina með utanlegsþykkt, en oft fórst fyrir að sýni væri tekið. Jákvætt svar um klamýdíusmit fannst hjá innan við 1% þeirra kvenna sem greindust með utanlegsþykkt, en þetta lága hlutfall skýrist sennilega af því að leit að sýkl- inum var löngu orðin óraunhæf þegar sýnið var tekið. Sígarettureykingar hafa einnig verið nefndar sem áhættuþáttur í 10-20% tilfella (1,30), en reykingar gætu tengst meiri líkum á áhættuhegðun varðandi kynlíf. Öflug leit að klamýdíusmiti og viðeigandi meðferð hefur sennilega fyrirbyggjandi áhrif gagnvart síðari utanlegsþykkt (4,25,26,28). Ófrjósemiaðgerðum fjölgaði á rannsóknar- tímanum og breyttust þannig að í stað brennslu með eða án þess að klippt væri á eggjaleiðara kom ásetning sílíkonhringja og málmklemma, sem eru taldar öruggari aðferðir. í þessari rann- sókn fundust aðeins 26 tilfelli af utanlegsþykkt eftir ófrjósemiaðgerð. Hlutfall utanlegsþung- ana eftir ófrjósemiaðgerðir var 11 af 1000, sem er aðeins hærra en lýst hefur verið nýlega (31). Konur sem fara í ófrjósemiaðgerð ungar að aldri og þar sem eggjaleiðurum er lokað með brennslu virðist hættara en öðrum (31), en þekkt er að utanlegsþykkt getur orðið mörgum árum eftir aðgerðina (32) eins og sást í þessari rannsókn. Fistill getur myndast á eggjaleiðar- anum, sem sáðfrumur komast út um. Notkun á klemmum til að loka eggjaleiðurum virðist betri aðgerð en brennsla og klipping að þessu leyti. Lykkjunotkun virtist vera nokkuð algeng meðal kvenna með utanlegsþykkt. Alls fundust 212 tilfelli (22% af heildarfjölda). Miðað var við að konurnar væru með lykkjuna þegar þær urðu þungaðar. Flestar höfðu haft lykkjuna um nokkurn tíma, gjaman eitt til tvö ár og ekki virtist skipta máli hvaða tegund lykkju var not- uð. Víða í Evrópu er lykkjunotkun algeng hjá 25-30% kvenna líkt og á íslandi, gagnstætt því sem er í Bandaríkjunum þar sem aðeins 1% kvenna nota lykkjuna (18). Notkun í lengri tíma (yfír þrjú ár) fylgir aukin hætta á utan- legsþykkt, sennilega vegna einkennalítilla sýk- inga í eggjaleiðurum. Þess verður þó að gæta að við lykkjunotkun verða þunganir í heild mjög fáar, þó hlutfall utanlegsþykkta meðal þeirra verði tiltölulega hátt. Lykkja ver konur vel fyrir þungun í legholi, en verr fyrir utan- legsþykkt og sennilega ekki fyrir þungun sem sest á eggjastokka (7,33). Sjaldgæft er að utanlegsþykkt setjist á eggja- stokk (7). Til að greina slfkt verða fjögur skil- yrði Spiegelbergs, sem eru orðin um 100 ára gömul, að vera til staðar (10). Tengsl eru milli notkunar lykkju og utanlegsþykktar á eggja- stokk (7). Á 15 árum, 1968 til 1982, fundust

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.