Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 22
958 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 hér 26 slík lilfelli (af 759 utanlegsþykktum) og í 81% tilvika voru konurnar með lykkju. Tíðnin var óvenjulega há hér, eða allt að því fimm sinnum hærri heldur en í ilestum öðrum lönd- um. I þessari rannsókn fundust aðeins átta til- felli (0,63%) en í 37,5% þeirra var konan með lykkju við greiningu. Þetta er samt mikil fækk- un frá fyrri áratug þegar 3,4% utanlegsþykkta voru á eggjastokk, flestar hjá konum með lykkju. Aðeins eitt slíkt tilfelli fannst á tímabil- inu 1960-1969 og það var hjá konu, sem var með lykkju. Aukning varð í notkun lykkju á tímanum eftir 1968, en með meiri notkun á koparlykkjum, sem eru öruggari getnaðarvörn en eldri plastlykkjur, kann að hafa dregið úr því að utanlegsþykkt festist annars staðar en í eggjaleiðara. Veruleg breyting hefur orðið á aðgerðum sem notaðar eru þegar utanlegsþykkt greinist. Milli fimm ára tímabilanna varð fimmtánföld aukning á þeim aðgerðum þar sem kviðsjáin ein var notuð og sú þróun hefur haldið áfram. A árinu 1998 voru 65% aðgerðanna einungis gerðar með kviðsjá á Kvennadeild Landspítal- ans, sem var tvöföldun frá tímabilinu 1990- 1994. Á fyrri hluta tímabilsins var vani að kviðsjárspeglun væri gerð fyrst í sömu svæf- ingu til að greina sjúkdóminn og meta hvort gera þyrfti opna aðgerð. Nú er aðgerðin oftar en ekki gerð sem hrein kviðsjáraðgerð sem hef- ur mikla kosti hvað varðar líðan sjúklings eftir aðgerð, tíma fram að fullum bata og til lækkun- ar á heildarkostnaði. Með tilkomu ómunar og kviðspeglana hefur líka dregið úr útskafsað- gerðum til að meta hvort ummerki um utan- legsþykkt sjáist við smásjárskoðun á legslím- húð eða til að varna blæðingu úr legholi eftir aðgerðina. Eftir að utanlegsþykkt hefur verið fjarlægð losnar legslímhúðin af sjálfu sér og blæðing hefst með nánast eðlilegum hætti. í nokkrum tilfellum upp úr 1995 hefur verið gefið metótrexat til að eyða utanlegsþungun og ómun og beta-hCG prófum beitt til að fylgjast með að utanlegsþykkt hyrfi (Þórður Óskarsson, munnlegar upplýsingar). Ómskoðun er orðin nauðsynlegur þáttur í greiningu nú og þá eink- um ómun um leggöng. Á rannsóknartímanum voru flestar ómskoðanir gerðar um kvið og svonefnd falskt neikvæð svör voru algeng. Þrátt fyrir betri tækni verður að meta niður- stöðu ómskoðunar í ljósi klínískra einkenna, sögu og annarra rannsókna. Aðeins tvö tilfelli fundust þar sem þungun var staðsett í kviðarholi. Þetta er óvenjuleg staðsetning og talin algengari í þróunarlöndum. Langt gengin kviðarholsþungun er gjarnan skilgreind þannig að um þungun sé að ræða eftir 20 vikur í kviðarholi. Fylgjan festist á líf- himnu yflr afturvegg kviðarhols, á bugaristil, eggjastokka og eggjaleiðara. Tíðnin er frá 1:1000-5000 þungunum og flest fóstrin deyja í móðurkviði. Mæðradauði getur nálgast 18% (34). Báðar íslensku konurnar lifðu. Lýst hefur verið utanlegsþykktum eftir að legnám var gert, en slíkt fannst ekki hér. Aðeins hefur verið lýst um 30 tilfellum af utanlegsþykkt eftir legnám frá 1895 (35) og er oftast talið að frjóvgað egg hafi verið búið að taka sér bólfestu í eggjaleið- ara þegar aðgerðin var gerð. Aukin tíðni utanlegsþykkta á undanförnum árum hefur verið áhyggjuefni þó aukningin virðist hafa stöðvast allra síðustu ár, hugsan- lega í kjölfar færri tilfella klamýdíusmits og eggjaleiðarabólgu (27), en líka vegna heldur færri þungana hjá hverri konu (36). Utanlegs- þykkt getur orðið lífshættuleg. Konur deyja enn víða í heiminum vegna þessa sjúkdóms og það hefur gerst hér á landi, þótt um aldarfjórðungur sé nú síðan. Tafarlaus tilvísun á sjúkrahús þar sem hægt er að greina sjúkdóminn með ná- kvæmum hætti og gera skurðaðgerð er nauð- synleg, ef grunur vaknar um utanlegsþykkt. Þegar konan er langt frá sjúkrahúsi þarf fylgd læknis sem getur brugðist við lostástandi vegna blóðmissis. Meðgöngulengd skiptir þar ekki máli. Nýrri tækni við skurðaðgerðir þarf að beita þegar kostur er og gera má tilraun til að bjarga eggjaleiðara eftir fyrstu utanlegsþung- un, en þegar konan hefur fengið sjúkdóminn oftar verður tæknifrjóvgun betra úrræði til barneigna. Forvarnir hjá ungu fólki með tilliti til kynsjúkdómasmits þarf að efla til að koma í veg fyrir sjúkdóm sem hefur veruleg áhrif á frjósemi og getu til barneigna. Þakkir Jóhanni H. Jóhannssyni lækni er þökkuð að- stoð við leit að vefjagreingarsvörum, Erni Ól- afssyni stærðfræðingi er þökkuð aðstoð við töl- fræðireikninga, Auðólft Gunnarssyni yfirlækni ráðgjöf vegna handrits, Helgu Tryggvadóttur og Önnu Björgu Jónsdóttur aðstoð við vélritun og leit að gögnum og Huldu Friðþjófsdóttur aðstoð við öflun gagna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.