Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 64
994 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 „Það hefur komið fyrir að fyrirtæki hafi óskað eftir að styrkja starf á tilteknu fræða- sviði en viðkomandi deild taldi heppilegra að það væri á öðru sviði. Þá hefur fyrirtækið farið eftir því.“ - Flestir þessara samninga eru tímabundnir. Hvað tekur við eftir að samningarnir renna út? „Já, það er rétt að samning- arnir gilda yfírleitt í þrjú til fimm ár. Hvað svo tekur við getur verið með ýmsum hætti. I sumum tilvikum hverfur við- komandi kennari að öðrum verkefnum en einnig er lil í dæminu að fundin sé önnur leið til að fjármagna stöðuna áfram.“ - En getur þetta fyrirkomu- leg ekki orðið til þess að stýra rannsóknum í ákveðinn far- veg? „Eins og ég sagði þá er það á valdi hvers fræðasviðs að meta hvort óskir fyrirtækjanna samræmast þörfum og óskum fræðasviðsins eða ekki. Þau tilvik hafa komið upp að óskir fyrirtækja falla ekki að þörf- um viðkomandi deildar og þá er þeim einfaldlega hafnað." Frumskylda kennara er við skólann - En hver er staða viðkom- andi kennara gagnvart fyrir- tækinu sem kostar stöðuna? Er ekki hætta á að hann lagi starf sitt að hagsmunum þess? „Kennarar við Háskóla ís- lands, prófessorar, dósentar og lektorar, hafa frumskuld- bindingu sína við Háskólann og það fræðasvið sem þeir starfa á. Þetta er inntak starfs- ins og það vita allir sem eru ráðnir hingað til starfa. Eg hef aldrei orðið þess var að menn teldu sig hafa einhverjar aðrar skyldur. Skyldan er fyrst og Kostaðar kennarastöður við Háskóla Islands Alls hafa 14 stöður við Háskóla íslands verið kostaðar af fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum utan skólans. Hér fylgir listi yfir þessar stöður og hver kostaði þær. Staða Lœknadeild dósent í klínískri ónæmisfræði dóseni í öldrunarlækningum prófessor í heimilislækningum dósent í augnsjúkdómum prófessor í lyílæknisfræði prófessor í heilbrigðisfræði dósent í heilbrigðisfræði prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum Raunvísindadeild prófessor prófessor Verkfrœðideild prófessor dósent Félagsvísindadeild lektor (1/2 staða) Guðfrœðideild prófessor Styrktaraðili Astra Öldrunarsjóður Félag íslenskra heimlislækna* Ríkisspítalar Ríkisspítalar Tryggingastofnun Tryggingastofnun Pharmaco/ísaga Járnblendifélagið* U mh verfi sráðuney tið Hitaveita Reykjavíkur Landsvirkjun Hugvit hf. Biblíufélagið * Háskólinn hefur yfirtekið kostnað við þessi störf þar sem kostunarsamn- ingar eru útrunnir. Auk þess sem að ofan er talið leggur fjöldi fyrirtækja og stofnana, bæði innlendar og erlendar, fram styrki til Háskól- ans sem ver þeim til að ráða fólk til rannsóknarstarfa. Það vekur athygli við þennan lista að einungis jirjár af þessum stöðum eru kostaðar af einkafyrirtækjum. I öðrum tilvikum er um að ræða félagasamtök eða fyrirtæki og stofn- anir í eigu hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga. fremst við fræðigreinina þar sem viðkomandi á að vera virkur og það er gengið út frá því sem vísu að hann sé það. Auðvitað er alltaf hugsanlegt að menn gegni ekki sínum störfum eins og vera ber, það er þekkt í öllum starfsgrein- um. Um slfkt eru eflaust dæmi hér við Háskóla íslands eins og annars staðar. Önnur skylda kennara er við nemendur sína. Mönnum ber að sinna þeirri fræðslu sem tengist rannsóknum þeirra. Mér finnst ótrúlegt að menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.