Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
965
æskileg tíðni á framköllun fæðinga (8). Miðað
við algengi framköllunar fæðinga er ljóst að þörf
er á virku og hagkvæmu lyfi til þessara nota.
Mísóprostól var fyrst notað til fóstureyðinga
í Þýskalandi 1987, gefið um munn, og leiddi til
fósturláta hjá 20% kvenna (9). Síðan þá hafa
birst fjölmargar greinar þar sem lýst er notkun
mísóprostóls um leggöng til fóstureyðinga á
fyrsta og öðrum þriðjungi meðgöngu (10,11).
Mísóprostól er þá gjarnan notað samhliða
mífepristóni (12,13). Þá hefur mísóprostól ver-
ið gefið í munn og leggöng til að framkalla
fæðingu þegar fóstur er dáið (14,15).
Margulies frá Brasilíu lýsti fyrstur notkun
mísóprostóls til framköllunar fæðingar í bréfi til
Lancet (16). Fjölmargar rannsóknir um notkun
mísóprostóls til framköllunar fæðingar hafa
verið birtar þar sem mismunandi skammtar eru
bomir saman við önnur prostaglandín efni og/
eða oxýtócín (3,5-7,17-20). Það er sammerkt
flestum þessum rannsóknum að tíðni aukaverk-
ana er í réttu hlutfalli við skammtastærð. Al-
gengasta aukaverkunin er hraðtaktur í legvöðva,
en athyglisvert er að sums staðar hefur verið
sýnt fram á lægri tíðni keisaraskurða og minni
notkun utanbasts- (epidural) deyfingar í fæðingu
eftir notkun mísóprostóls samanborið við pro-
staglandín E2 lyf (20). Mísóprostól hefur einnig
verið notað til að framkalla fæðingu þegar leg-
vatn er farið við fulla meðgöngu en sótt ekki
hafin og þá verið borið saman við oxytócín (21).
I þeim hópi þurftu 85,7% kvennanna aðeins einn
50 mcg skammt og enginn munur var á fæðing-
armáta eða fylgikvillum bama. Hins vegar var
tíðni hraðtakts í legvöðva tvöfalt algengari en
hjá hinum sem fengu eingöngu oxýtócín (28,6
og 14%).
I leit að heppilegasta skammti af mísópro-
stóli og heppilegasta tímabili milli skammta
gerðu Wing og félagar í Kalifomíu samanburð
á 25 mcg mísóprostóls á þriggja klukkustunda
fresti í allt að að átta skipti og 25 mcg á sex
klukkustunda fresti í allt að fjögur skipti (22).
Konur sem fengu 25 mcg á þriggja stunda fresti
fæddu að meðaltali eftir 15 klukkustundir með-
an þær sem fengu 25 mcg á sex stunda fresti
fæddu eftir tæpan sólarhring og þurftu frekar á
oxýtócíni að halda. Enginn munur var á tíðni
fylgikvilla né afdrifum barna. Farah og félagar
gerðu sambærilega rannsókn og komust að
svipaðri niðurstöðu (23). I nýlegri yfirlitsgrein
um mísóprostól frá Wing mælir hún með 25
mcg mísóprostólskammti um leggöng á fjög-
urra klukkustunda fresti, þar til árangur næst
(24). Mælt er með minnsta skammti sem gefur
verkun, þó svo fæðing taki lengri tíma en ella,
þar sem svörun við lyfinu er breytileg og ekki
fyrirsjáanleg. Athyglisvert er að framleiðandi
mísóprostóls telur þær rannsóknir sem fyrir
liggja ekki nægilega umfangsmiklar til að
leggja til grundvallar notkunar þess við fram-
köllun fæðingar (24).
Þegar þessi rannsókn var í undirbúningi var
óskað eftir undanþágu til innflutnings á 100
mcg töflum til að hægt væri að nota 50 mcg
skammta, en framleiðandi hafnaði óskinni. Of
ónákvæmt þótti að fjórskipta hverri töflu og
því var notaður 100 mcg skammtur. Síðar vitn-
aðist að rannsóknaraðilar í Bandaríkjunum
fjórskipta 100 mcg töflu til að fá 25 mcg
skammt. Taflan er ekki með skoru og því má
búast við 30-40% skekkju þegar búið er að
kljúfa hana í fernt, þannig að hver skammtur er
í raun á bilinu 15-35 mcg. Kramer og félagar
notuðu 100 mcg skammt og fundu engan mun á
tíðni barnabiks, óeðlilegu fósturhjartsláttarriti,
Apgar einkunn bama og pH gildi úr nafla-
strengsslagæð (19). Tíðni hraðtakts í legvöðva
var 70% samanborið við 11% í samanburðar-
hópnum. Við fengum einnig háa tíðni hraðtakts
í legvöðva í samanburði við dínóprostón.
Kramer og félagar voru með lægri tíðni keis-
araskurða í mísóprostólhópnum eða 23% og
29% í samanburðarhópnum, sem er svipað og í
okkar rannsókn. Hvorug rannsóknin hafði
nægjanlegan fjölda þátttakenda til að ná mark-
tækni hvað varðar tíðni keisaraskurða. Ef 10%
munur er á tíðni keisaraskurða milli hópa (til
dæmis 20 og 30%) þarf um það bil 300 þátttak-
endur í hvorn rannsóknararm. Fletcher og fé-
lagar notuðu einnig 100 mcg skammt og báru
saman við lyfleysu (placebo) og fundu engan
mun á tíðni fylgikvilla né útkomu barna (17).
I rannsókn okkar var Apgar einkunn lægri eft-
ir mísóprostólgjöf en dínóprostón, þó svo varla
sé hægt að tala um klínískan mun á 8,5 og 9,1 í
Apgar einkunn við fimm mínútur. Þetta bendir
til streitu í fæðingu þegar mísóprostól er notað,
þótt bömunum verði ekki meint af. Kramer (19),
Gottschall (7) og Fletcher (17) notuðu einnig
100 mcg skammt og fundu engan mun á Apgar
einkunn við eina og fimm mínútur.
Ahyggjuefni var að 12 konur féllu úr rann-
sókninni, þar af 11 úr mísóprostólhópnum.
Þegar brottfall er mismunandi milli hópa raskast
hendingarval, sem getur haft áhrif á niðurstöðu.