Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Síða 31

Læknablaðið - 15.12.1999, Síða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 965 æskileg tíðni á framköllun fæðinga (8). Miðað við algengi framköllunar fæðinga er ljóst að þörf er á virku og hagkvæmu lyfi til þessara nota. Mísóprostól var fyrst notað til fóstureyðinga í Þýskalandi 1987, gefið um munn, og leiddi til fósturláta hjá 20% kvenna (9). Síðan þá hafa birst fjölmargar greinar þar sem lýst er notkun mísóprostóls um leggöng til fóstureyðinga á fyrsta og öðrum þriðjungi meðgöngu (10,11). Mísóprostól er þá gjarnan notað samhliða mífepristóni (12,13). Þá hefur mísóprostól ver- ið gefið í munn og leggöng til að framkalla fæðingu þegar fóstur er dáið (14,15). Margulies frá Brasilíu lýsti fyrstur notkun mísóprostóls til framköllunar fæðingar í bréfi til Lancet (16). Fjölmargar rannsóknir um notkun mísóprostóls til framköllunar fæðingar hafa verið birtar þar sem mismunandi skammtar eru bomir saman við önnur prostaglandín efni og/ eða oxýtócín (3,5-7,17-20). Það er sammerkt flestum þessum rannsóknum að tíðni aukaverk- ana er í réttu hlutfalli við skammtastærð. Al- gengasta aukaverkunin er hraðtaktur í legvöðva, en athyglisvert er að sums staðar hefur verið sýnt fram á lægri tíðni keisaraskurða og minni notkun utanbasts- (epidural) deyfingar í fæðingu eftir notkun mísóprostóls samanborið við pro- staglandín E2 lyf (20). Mísóprostól hefur einnig verið notað til að framkalla fæðingu þegar leg- vatn er farið við fulla meðgöngu en sótt ekki hafin og þá verið borið saman við oxytócín (21). I þeim hópi þurftu 85,7% kvennanna aðeins einn 50 mcg skammt og enginn munur var á fæðing- armáta eða fylgikvillum bama. Hins vegar var tíðni hraðtakts í legvöðva tvöfalt algengari en hjá hinum sem fengu eingöngu oxýtócín (28,6 og 14%). I leit að heppilegasta skammti af mísópro- stóli og heppilegasta tímabili milli skammta gerðu Wing og félagar í Kalifomíu samanburð á 25 mcg mísóprostóls á þriggja klukkustunda fresti í allt að að átta skipti og 25 mcg á sex klukkustunda fresti í allt að fjögur skipti (22). Konur sem fengu 25 mcg á þriggja stunda fresti fæddu að meðaltali eftir 15 klukkustundir með- an þær sem fengu 25 mcg á sex stunda fresti fæddu eftir tæpan sólarhring og þurftu frekar á oxýtócíni að halda. Enginn munur var á tíðni fylgikvilla né afdrifum barna. Farah og félagar gerðu sambærilega rannsókn og komust að svipaðri niðurstöðu (23). I nýlegri yfirlitsgrein um mísóprostól frá Wing mælir hún með 25 mcg mísóprostólskammti um leggöng á fjög- urra klukkustunda fresti, þar til árangur næst (24). Mælt er með minnsta skammti sem gefur verkun, þó svo fæðing taki lengri tíma en ella, þar sem svörun við lyfinu er breytileg og ekki fyrirsjáanleg. Athyglisvert er að framleiðandi mísóprostóls telur þær rannsóknir sem fyrir liggja ekki nægilega umfangsmiklar til að leggja til grundvallar notkunar þess við fram- köllun fæðingar (24). Þegar þessi rannsókn var í undirbúningi var óskað eftir undanþágu til innflutnings á 100 mcg töflum til að hægt væri að nota 50 mcg skammta, en framleiðandi hafnaði óskinni. Of ónákvæmt þótti að fjórskipta hverri töflu og því var notaður 100 mcg skammtur. Síðar vitn- aðist að rannsóknaraðilar í Bandaríkjunum fjórskipta 100 mcg töflu til að fá 25 mcg skammt. Taflan er ekki með skoru og því má búast við 30-40% skekkju þegar búið er að kljúfa hana í fernt, þannig að hver skammtur er í raun á bilinu 15-35 mcg. Kramer og félagar notuðu 100 mcg skammt og fundu engan mun á tíðni barnabiks, óeðlilegu fósturhjartsláttarriti, Apgar einkunn bama og pH gildi úr nafla- strengsslagæð (19). Tíðni hraðtakts í legvöðva var 70% samanborið við 11% í samanburðar- hópnum. Við fengum einnig háa tíðni hraðtakts í legvöðva í samanburði við dínóprostón. Kramer og félagar voru með lægri tíðni keis- araskurða í mísóprostólhópnum eða 23% og 29% í samanburðarhópnum, sem er svipað og í okkar rannsókn. Hvorug rannsóknin hafði nægjanlegan fjölda þátttakenda til að ná mark- tækni hvað varðar tíðni keisaraskurða. Ef 10% munur er á tíðni keisaraskurða milli hópa (til dæmis 20 og 30%) þarf um það bil 300 þátttak- endur í hvorn rannsóknararm. Fletcher og fé- lagar notuðu einnig 100 mcg skammt og báru saman við lyfleysu (placebo) og fundu engan mun á tíðni fylgikvilla né útkomu barna (17). I rannsókn okkar var Apgar einkunn lægri eft- ir mísóprostólgjöf en dínóprostón, þó svo varla sé hægt að tala um klínískan mun á 8,5 og 9,1 í Apgar einkunn við fimm mínútur. Þetta bendir til streitu í fæðingu þegar mísóprostól er notað, þótt bömunum verði ekki meint af. Kramer (19), Gottschall (7) og Fletcher (17) notuðu einnig 100 mcg skammt og fundu engan mun á Apgar einkunn við eina og fimm mínútur. Ahyggjuefni var að 12 konur féllu úr rann- sókninni, þar af 11 úr mísóprostólhópnum. Þegar brottfall er mismunandi milli hópa raskast hendingarval, sem getur haft áhrif á niðurstöðu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.