Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 993 Háskóli íslands Ég sé ekkert neikvætt við að fyrirtæki kosti kennarastöður við skólann - segir Páll Skúlason háskólarektor Páll Skúlason háskólarektor með málverk eftir Karl Kvaran í baksýn. Fyrir skömmu var frá því greint í fréttum að lyfjafyr- irtækin Pharmaco og Isaga hefðu tekið höndum saman um að kosta stöðu prófess- ors í svæfinga- og gjörgæslu- lækningum við læknadeild Háskóla íslands. Við það tækifæri kom fram að slík- um kostunarsamningum hef- ur fjölgað talsvert á undan- förnum árum og hafa orðið til þess að 14 nýjar kennara- stöður hafa orðið til við skól- ann, þar af rúmur helming- ur við læknadeild eins og fram kemur í meðfylgjandi yfirliti. Viðbrögð margra við þess- um fréttum voru þau að velta fyrir sér hvort Háskóli Islands væri kominn út á hála braut með slíkum samningum, hvort hann væri að stefna í voða sjálfstæði sínu og vísindanna. Einnig var spurt um siðferði- lega stöðu þeirra kennara sem stöðunum gegna. Læknablað- ið bað því Pál Skúlason há- skólarektor að svara nokkrum spumingum um þetta efni og varð hann góðfúslega við því. Fyrsta spurningin var á þá leið hvernig svona kostunar- samninga ber að. Er Háskól- inn sérstaklega á höttunum eftir styrktaraðilum eða er að- sókn eftir því að kosta kenn- arastöður þar? „Nei, við berum okkur ekki sérstaklega eftir því að koma á svona samningum. Þetta kem- ur yfirleitt upp í samskiptum einstakra kennara eða deilda við fyrirtæki. Það er ekki stefna Háskóla Islands að afla slíkra samninga með skipu- lögðum hætti. Þessir samning- ar geta verið með ýmsum hætti, bæði þessir beinu kost- unarsamningar og eins hitt að fyrirtæki styrki tiltekin verk- efni en á móti lætur Háskólinn búa til stöðu.“ Eins og allar aðrar stöður - Hvaða skilyrði setur Há- skóli Islands þeim fyrirtækj- um sem kosta kennarastöður? „Fyrirtækin hafa engin af- skipti af því hvemig ráðið er í þessar stöður. Þær em auglýst- ar eins og allar aðrar stöður og ráðið í þær samkvæmt gildandi reglum um dómnefndir og hæfnismat. Fyrirtækin koma hvergi nálægt því. Þessir kennarar hafa sömu stöðu og aðrir kennarar við skólann enda eru þeir starfsmenn Háskólans en ekki þessara fyrirtækja. Þegar fyrirtæki setur fram óskir um að kosta stöðu í til- tekinni grein þá er fyrst athug- að hvort sú staða og þær rann- sóknir og fræðsla sem henni fylgja tengist einhverju öðra sem við erum að gera. Hún verður að vera í samhengi við þá starfsemi sem fyrir er og talin æskileg af viðkomandi fræðasviði. Styrkur Háskólans er sá að á hverju sviði er hópur af fólki að vinna saman. Við erum ekki að ráða einstaklinga sem vinna á þröngu sviði án tengsla við annað sem er að gerast. Tengslin milli manna skipta öllu máli.“ - En hvernig bregst skólinn við ósk fyrirtækis um að stofna stöðu á einhverju sviði sem þið teljið ekki þörf á?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.