Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 26

Læknablaðið - 15.12.1999, Side 26
962 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 ingar með mísóprostóli og dínoprostóni gefið um leggöng. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað tuttugu og þrjár konur, sem náð höfðu fullri meðgöngu, höfðu með ábendingu fyrir framköllun fæðing- ar, óþroskaðan legháls og heila belgi fengu með hendingarvali dínóprostón eða mísópro- stól um leggöng. Einn skammtur af mísópro- stóli, 100 mcg, var settur aftan við legháls (posterior fornix vaginae). Dínóprostón, 3 mg, var sett aftan við legháls á átta tíma fresti, að hámarki tvisvar sinnum. Niðurstöður: Fimmtíu og ein kona fékk mísóprostól og 60 fengu dínóprostón. Tólf konur duttu út úr rannsókninni eftir hendingar- val, þar af 11 úr mísóprostólhópnum, vegna þess að legháls var of hagstæður (n=9) eða leg- vatn var farið (n=2). Meðaltími frá gangsetn- ingu að fæðingu var 548 mínútur í mísóprostól- hópnum og 1.087 mínútur í dínóprostónhópn- um (p<0,05). Þörf reyndist á frekari örvun fæð- ingar með oxýtócíni hjá 40% kvenna í mísó- prostólhópnum og 71% kvenna í dínóprostón- hópnum (p<0,05). Ekki var marktækur munur á fæðingarmáta milli hópanna, það er keisara- skurði eða fæðingu um leggöng. Tíðni keisara- skurðar var 21,6% meðal kvenna sem fengu mísóprostól en 25% meðal þeirra sem fengu dínóprostón. Ekki var marktækur munur á milli hópanna á tíðni fósturstreitu svo sem hægingu, hröðun á hjartslætti eða seinum dýfum. Tíðni barnabiks í legvatni var 41% í mísóprostól- hópnum og 20,5% í dínóprostónhópnum (p=0,056). Tíðni oförvunar legs var 59,6% hjá mísóprostólhópnum og 18,6% hjá dínóprostón- hópnum (p<0,05). Hjá börnunum var meðal Apgar stig eina mínútu eftir fæðingu 6,7 í mísóprostólhópnum og 7,6 í dínóprostónhópn- um, (p=0,048) en fímm mínútum eftir fæðingu var meðal Apgar stig 8,5 í mísóprostólhópnum og 9,0 í dínóprostónhópnum (p=0,04). Ef ein- göngu voru athuguð þau börn sem fæddust um leggöng fannst ekki munur á Apgar stigi eftir eina eða fimm mínútur frá fæðingu (p=0.11 og 0,21). Alyktanir: Mísóprostól og dínóprostón, gefíð um leggöng, eru bæði áhrifarík lyf til framköllunar fæðingar þegar legháls er óþrosk- aður. Fæðing er helmingi hraðari þegar mísó- prostól er gefið samanborið við dínóprostóni og minni þörf er á frekari örvun fæðingar með oxýtócíni. Þrátt fyrir að oförvun legs væri al- gengari eftir mísóprostól en dínóprostón þá endurspeglaðist það þó ekki í lakari útkomu barnanna né aukinni tíðni keisaraskurða. Lyfja- kostnaður við framköllun fæðingar með mísó- prostóli er 200 sinnurn lægri en með dínópro- stóni og er þá ótalinn sparnaður vegna minni notkunar oxýtócíns og styttri veru á fæðingar- gangi. Ekki er enn ljóst hvað er heppilegasti skammtur af mísóprostóli til framköllunar fæð- ingar. Inngangur Kjörlyf til framköllunar á fæðingu þegar leg- háls er langur og lokaður (óþroskaður, óhag- stæður) er enn ófundið. Þau lyf sem mest eru notuð í dag eru prostaglandín E2 afleiður, eink- um dínóprostón. Því er fylgt eftir með belgja- rofi og síðan oxýtócíni þegar legháls fer að opnast. Framköllun fæðingar getur verið langt og strangt ferli ef legháls er mjög óhagstæður í upphafi. Þá er hætta á að framköllun fæðingar heppnist ekki og fæðing með keisaraskurði verður algengari en ella (1). Nýlega hefur verið sýnt fram á að syntetískt prostaglandín E1 (mísóprostól) er virkt til framköllunar fæðingar þegar legháls er óþroskaður (2). Mísóprostól er mjög ódýrt lyf, með gott geymsluþol og má geyma við stofuhita, gagnstætt dínóprostóni sem er dýrt, með stuttan fyrningartíma og þarf að geyma í frysti. Öll prostaglandín efni geta framkallað of mikla legsamdrætti, sem getur haft skaðleg áhrif á móður og ófætt barn hennar (3). Mísóprostól er framleitt í 100 og 200 mcg töflum og skráð til notkunar samhliða bólgu- eyðandi lyfjum (NSAID) til varnar myndunar magasárs. í Evrópu eru eingöngu markaðssett- ar 200 mcg töflur af mísóprostóli en í Banda- ríkjunum fást einnig 100 mcg töflur. Heppileg- ur skammtur af mísóprostóli til framköllunar fæðingar er ekki enn þekktur, en lýst hefur ver- ið notkun 25, 50 og 100 mcg í senn (2,4-6). Lyfið er þá ýmist gefið sem einn stakur skammtur eða í litlu magni á þriggja til fjög- urra tíma fresti, allt að átta sinnum, eða há- marki 600 mcg (2,4-6). Eingöngu er hægt að fá 200 mcg töflur hér á landi og við töldum þann skammt vera of stóran. Hér á landi hefur dínó- prostón verið notað til framköllunar fæðingar í meira en 20 ár og hefðbundin gjöf er tveir 3 mg stílar með átta klukkustunda millibili. I þessari rannsókn var hefðbundin dínóprostóngjöf bor- in saman við 100 mcg eða hálfa töflu af mísó- prostóli sem gefin var í eitt skipti.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.