Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 6
„Menntakerfið var ekki tilbúið að
taka á móti okkur. Ég var á sautjánda
ári og var sett í 10. bekk í Austurbæj-
arskóla,“ segir Falasteen Abu Libdeh
sem kom til Íslands frá Palestínu árið
1995 með móður sinni og fjórum
systkynum sínum. Fjölskyldan ákvað
að leita á önnur mið í von um betri
framtíð og menntun.
Væntingar um menntun fyrir Fal-
asteen og systur hennar, sem elstar
eru af systkynunum fimm, reyndust
óraunhæfar. Menntaskólakerfið gat
ekki tekið á móti þeim eftir að þær
útskrifuðust úr 10. bekk Austurbæj-
arskóla. Þær fengu ekki inngöngu í
menntaskóla en að lokum komust
þær í Iðnskólann í Reykjavík þar sem
Falasteen skráði sig í rafvirkjun en
systir hennar í bifvélavirkjun.
„Verklega námið gekk vel en ekki
það bóklega því námsefnið var allt á
íslensku og engan stuðning að fá til
að komast í gegnum það,“ segir Fala-
steen sem ásamt um níu öðrum inn-
flytjendum í Iðnskólanum flosnaði
upp frá námi. Þrjú yngri systkyni Fal-
asteen komust inn í íslenskt mennta-
kerfi því þau voru á grunnskólaaldri
þegar þau komu til landsins. Hún
segir það hafa verið erfitt fyrir sig og
systur hennar, sextán og fimmtán ára
gamlar, að standa fyrir utan mennta-
kerfið. „Ég held að menntakerfið geti
ekki enn tekið við innflytjendum á
menntaskólaaldri.“
Fær ekki undanþágu
í Háskólann
Síðustu fjögur ár hefur Falasteen
sótt um undanþágu til þess að fá inn-
göngu í Háskóla Íslands án þess að
vera með stúdentspróf. Þær tilraun-
ir hafa engan árangur borið þrátt fyr-
ir að íslenskt menntakerfið hafi ekki
getað veitt henni þá menntun. „Ég
hef líka sótt um í Kennaraháskólan-
um en alltaf fengið nei þar líka. En ég
ætla að halda áfram að berjast fyrir
því að fá menntun og sækja um aft-
ur og aftur,“ segir Falasteen sem tal-
ar lýtalausa íslensku. Í dag vinnur
hún á Hagstofu Íslands en hún segir
bókalestur hafa hjálpað henni að ná
svona góðum tökum á íslenskunni
Neitað um ríkisborgararétt
Falasteen sótti um ríkisborgara-
rétt til allsherjarnefndar Alþingis árið
1998 eða eftir að hún var búin að vera
þrjú ár á Íslandi en hún fékk synjun
þrátt fyrir að vera ríkisfangslaus. En
þá var ferðaleyfið sem Ísraelsríki hafði
gefið út útrunnið og hún án ríkisfangs
þar sem hún hafði ekki sótt um end-
urnýjun í tæka tíð. Hún var því föst á
Íslandi.
Ástæður sem gefnar voru fyrir
synjuninni segir Falasteen hafa ver-
ið að hún hafi ekki verið nógu lengi á
Íslandi og væri ekki gift Íslendingi og
aðrir fjölskyldumeðlimir fengu sömu
svör. Falasteen finnst fáránlegt að
Lucia Celeste Molina Sierra, tilvon-
andi tengdadóttir Jónínu Bjartmarz,
hafi fengið ríkisfang eftir fimmtán
mánaða dvöl hér á landi þegar horft
er á reynslu annarra. „Ástæðan er
svo hún geti auðveldlega komið til Ís-
lands á sumrin,“ segir Falasteen sem
segir þetta vera dæmi um spillingu.
„Ég þurfti að sækja um dvalarleyfi
fyrir dóttur mína sem fæddist á Land-
spítalnum og á íslenskan föður. Það
var árið 1998 og ég komst að því þeg-
ar ég var að sækja um dvalarleyfi fyr-
ir mig sjálfa og spurði hvort ég ætti að
tilgreina dóttur mína, fimm mánaða
gamla, á pappírunum. Mér var svar-
að að ég þyrfti að sækja um dvalarleyfi
fyrir hana líka því annars yrði henni
vísað úr landi,“ segir Falasteen sem í
dag er kominn með ríkisborgararétt.
föstudagur 11. maí 20076 Fréttir DV
Hættuleg
Fjarðarheiði
„Bæði útlendingar og Íslend-
ingar eru smeykir við að aka
Fjarðarheiðina að vetri til,“ segir
Guðjón Sigurðsson, formaður
björgunarsveitarinnar Ísólfs á
Seyðisfirði. Sveitin hefur bent
ráðamönnum á að 82 prósent
útkalla komi frá Fjarðarheiðinni,
sem nær allt upp í 600 metra yfir
sjávarmál með þverhnípi á hvora
hönd. „Heilborun jarðganga á
Miðausturlandi myndi þjóna
öllum nærliggjandi byggðarlög-
um og auka öryggi ökumanna
um allan helming,“ segir Guðjón
og bætir við: „Ég hef sjálfur lent í
því að sitja í björgunarbíl sem var
upp á heiði í brjáluðu veðri og
var á leið út af veginum. Við viss-
um allir hvað var fyrir neðan.“
Enn á nagla-
dekkjum
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu stöðvaði þrjá ökumenn
á miðvikudaginn sem allir voru
á bílum á nagladekkjum, það er
með öllu óheimilt á þessum árs-
tíma. Nú ber að greiða 5 þúsund
krónur í sekt fyrir hvert nagla-
dekk og því kemur trassaskapur-
inn verulega við pyngjuna hjá áð-
urnefndum ökumönnum.
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu ítrekar þau tilmæli til
eigenda og umráðamanna öku-
tækja sem eru búin nagladekkj-
um að gera þar bragarbót á.
Mun fleiri kjósa utan kjörfundar nú en fyrir fjórum árum:
Um níu þúsund búin að kjósa
„Það hefur verið mikil utankjör-
fundaratkvæðagreiðsla það sem af er,“
segir Þórir Hallgrímsson, kjörstjóri við
utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá
embætti sýslumannsins í Reykjavík
sem fram fer í Laugardalshöll þessa
dagana. Að sögn Þóris höfðu 8.335
manns kosið utan kjörfundar í gær og
eru þar með talin innsend atkvæði úr
öðrum kjördeildum. Þetta er töluverð
aukning frá alþingiskosningunum árið
2003 þegar 5582 höfðu kosið á sama
tíma.
Þórir bendir á að í raun geti allir
kjörgengir menn kosið í Laugardaln-
um. „Þeir sem eru á kjörskrá utan
embættis sýslumannsins í Reykjavík,
geta kosið í Laugardalshöll en það er
á þeirra ábyrgð að koma atkvæðinu
til skila fyrir lokun kjörfundar á kosn-
ingadag,“ segir Þórir og segir eng-
ar viðurkenndar leiðir séu til þess að
koma atkvæði til skila. Kjósendur verði
einfaldlega að koma atkvæðinu, á einn
eða annan hátt, í sína kjördeild fyrir
lokun hennar, hvort sem það er með
pósti eður ei. Þórir leggur þó áherslu á
að kjósendur sem eru á kjörskrá emb-
ættis sýslumannsins í Reykjavík, sem
telur Mosfellsbæ, Seltjarnarnes, Kjós
og að sjálfsögðu Reykjavík, verði ætíð
að kjósa á kjörstað í eigin bæjarfélagi.
Opið er í Laugardalnum í dag og á
morgun frá klukkan 10 að morgni til
10 að kvöldi og bendir Þórir kjósend-
um á að koma í fyrra kastinu, enda geti
verið ansi margt um manninn seinni
partinn. Einnig verður opið frá 10 að
morgni kjördags til klukkan 6 síðdegis
en þó einungis fyrir þá kjósendur sem
eru kjörgengir utan embættis sýslu-
mannsins í Reykjavík.
Atkvæði greidd í Laugardalshöll um fjögur þúsund fleiri höfðu greitt utan
kjörfundar í gær en á sama tíma fyrir fjórum árum.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Falasteen Abu Libdeh er 27 ára kona sem flutti til Íslands frá Palestínu árið 1995, þá á
sautjánda ári, í von um betri framtíð og menntun. Hún fékk litla sem enga menntun þeg-
ar hún kom til landsins og hefur ekki enn fengið almennilegan aðgang að menntakerf-
inu. Allsherjarnefnd Alþingis veitti henni ekki ríkisborgararétt eftir þriggja ára veru á
Íslandi þrátt fyrir að hún hafi verið ríkisfangslaus.
BErst Fyrir mEnntun
Hjördís rut sigurjóNsdóttir
blaðamaður skrifar: hrs@dv.is
„ég þurfti að sækja um
dvalarleyfi fyrir dótt-
ur mína sem fæddist á
landspítalnum og á ís-
lenskan föður.“
Áhyggjur af
partýstandi
Lögreglan á Ísafirði hefur
lýst yfir áhyggjum af væntan-
legu partýstandi 10. bekkinga
á laugardaginn kemur. Þá fara
fram kosningar til Alþingis
og Söngvakeppni sjónvarps-
stöðva og því miklar líkur á að
foreldrar hópi sig saman til
skemmtana í heimahúsum.
„Við verðum með fleiri
á vakt eins og um stórhelgi
sé að ræða og við munum
fylgjast sérstaklega með 10.
bekkingum,“ segir Kristján
Ásvaldsson, lögreglumaður á
Ísafirði. Kristján mælir með
því að foreldrar bjóði frekar
unglingum til skemmtana
með sér, svo hægt sé að hafa
eftirlit með þeim.
Sviptur á
ofsahraða
Ökumaður var tekinn fyrir
of hraðan akstur á Sandgerð-
isvegi í fyrrinótt. Hann mæld-
ist á 136 kílómetra hraða þar
sem hámarkshraði er níutíu
kílómetrar á klukkustund.
Hafði hann fyrir verið sviptur
ökuréttindum ævilangt.
Annar ökumaður var
stöðvaður í gærmorgun á
Reykjanesbrautinni. Sá ók á
176 kílómetra hraða þar sem
hámarkshraði er níutíu kíló-
metrar á klukkustund. Öku-
maðurinn var sviptur ökurétt-
indum til bráðabirgða.
d
v
m
yN
d
s
te
Fá
NFalasteen Abu Libdeh Þurfti að sækja um
dvalarleyfi fyrir dóttur sína sem fæddist á
Landspítalnum og á íslenskan föður til að eiga
ekki á hættu að henni yrði vísað úr landi.