Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Síða 17
DV Helgarblað Föstudagur 11. maí 2007 17 fimm ár til viðbótar. „Það er þarna sem PEP International hefur náð hvað mestum árangri.“ Evrópuaðild er markmið Endanlegt markmið Sænsku þróunarsamvinnustofnunarinnar með starfi sínu í fyrrum Júgóslavíu er aðild þessara landa að Evrópu- sambandinu. „Kosturinn er að hér þurftum við aldrei að byrja alveg frá grunni. Vissulega var tímabil, bæði í stríðinu og eftir að átökunum lauk, þegar við þurftum að einbeita okkur að því að finna heimili fyrir fólk og bæta innviði samfélagsins. En þegar því lauk var til staðar samfélag sem hægt var að byrja að byggja upp.“ Umhverfismál, sjálfbær nýting á auðlindum, skilvirkari landbún- aður og mannréttindamál eru að þessu leyti aðalmálin í undirbún- ingi fyrir aðild að Evrópusamband- inu. „Í augnablikinu er mikilvægast að byggja upp landbúnaðinn. Um- hverfismálin tvinnast að sjálfsögðu þar saman við.“ Vasko segir að innan þessara málaflokka sé vitanlega bæði að finna baráttu fyrir jafnrétti kynj- anna og baráttu gegn fátækt. „Þetta eru mál sem alltaf þarf að reyna að ráða bót á, líka í samfélögum þar sem lýðræðið stendur styrkari fót- um. Við lítum á það sem lykilatriði að fólkið og stjórnvöldin geti unnið sjálf í sínum málum, án utanaðkom- andi aðstoðar.“ Breytum heilli þjóð Það að breyta hugarfari heillar þjóðar í garð lýðræðis og skilvirkr- ar stjórnsýslu tekur langan tíma og stöðuga vinnu. Auðunn Bjarni Ól- afsson segir sjálfur að löng reynsla sýni að hefðbundin þróunaraðstoð sem byggist á styrkjum og innfluttu vinnuafli hafi tilhneigingu til þess að teygjast út í hið óendanlega. „Á löngum tíma verður fólki svo ljóst að breytt vinnubrögð og hugarfar skila meiri árangri og skilvirkni,“ segir Vasko. „Nú þegar hafa heimamenn ver- ið þjálfaðir í að breiða út þessi við- horf og vinnubrögð. Fólkið sjálft get- ur haldið áfram að styrkja sitt eigið samfélag.“ Samtök sveitarfélaga í Makedóníu hafa verið efld í þeim tilgangi að þau geti tekið þessa hug- myndafræði og þróað hana áfram eftir að þróunarstarfinu lýkur. „Það kemur líka upp ákveðinn samkeppnisandi sem við teljum að sé hollur. Sveitarstjórnir sjá hve vel gengur hjá þeim sem Auðunn hef- ur verið að vinna með. Þau fyllast áhuga á að ná sama árangri. Við telj- um að þessi nálgun komi til með að skila miklum árangri. Þannig nýt- ist þessi vinna sem hér hefur verið unnin, jafnvel löngu eftir að verk- efninu lýkur. Langt inn í framtíðina,“ segir Vasko. Pólitíkin ræður „Það hefur verið mikil áskorun fyrir Sænsku þróunarsamvinnu- stofnunina að starfa í þessum hluta Evrópu. Það er gaman, bæði fyr- ir okkur sem styrktaraðila og þá sem eru úti að vinna með fólkinu, að fylgjast með árangrinum,“ segir Vasko. Hann segir hugmyndina um að vinna að aðild að Evrópusamband- inu vera mikilvægan þátt í uppbygg- ingunni. „Allt eru þetta lönd í Evr- ópu að sjálfsögðu. Þau misstu af hluta ferlisins vegna pólitískra að- stæðna. Nú er tími til þess að vinna þetta upp.“ „Starf okkar styrkir lýðræðishugs- un. Sveitarstjórnirnar gera sér núna grein fyrir því að fólkið í sveitinni er kjósendurnir og annað hvort verða þær að ná árangri í samvinnu við sitt fólk, ellegar verður þeim skipt út í næstu kosningum,“ segir Vasko. Hann segir ákveðna óvissu ríkja varðandi sænskt þróunarstarf. „Nú er ný ríkisstjórn í Svíþjóð og það kemur til með að hafa einhver áhrif. Við vinnum samkvæmt áætlun sem gildir til ársins 2010, en eftir það verða ugglaust einhverjar áherslu- breytingar. Það eru stjórnmála- mennirnir sem ákveða hvernig fénu er varið.“ sigtryggur@dv.is Föstudagur 4. maí 200716 Helgarblað DV Auðunn Bjarni Ólafsson hefur síðan haustið 1993 unnið hjálpar- og þróun-arstörf í löndum fyrrum Júgóslavíu á Balkanskaga. Hann á og rekur í dag stofnun sem heitir PEP International og stendur fyrir People Empowerment Project. Auðunn hefur, ásamt eiginkonu sinni Sigurjónu Högnadóttur og starfsfólki þeirra, staðið fyrir endur- byggingu á nærri sex þúsund hús- um, skólum og heimilum, í Króa- tíu, Bosníu, Albaníu, Makedóníu og Kosovo. Á átakatímum á Balkanskaga vann Auðunn einnig að því að koma fræjum og útsæði til fólks sem hafði einangrast, til þess að aðstoða við fæðuöflun. Á síðustu árum hefur stofnun hans einbeitt sér sérstak- lega að aðstoð við að styrkja stjórn- sýslu í smærri sveitum og bæjarfé- lögum. Árangurinn af þessu starfi er meðal annars sá að fólkið á þessum stöðum sýnir meiri áhuga á þátt- töku í lýðræðislegum ákvörðunum og samstarfi, nokkuð sem ekki var rík hef fyrir í ríkjum sem höfðu ver- ið undir kommúnísku skipulagi um langt árabil. Starfsemi PEP International hef- ur frá því árið 2001 verið fjármögn- uð af Sænsku þróunarsamvinnu- stofnuninni, SIDA. Auðunn Bjarni og stofnun hans hafa þegar velt yfir tíu milljörðum íslenskra króna í þessu þróunarstarfi. Árið 2004 voru um fjörutíu starfsmenn hjá PEP Int- ernational, í þremur löndum. Í dag vinna 26 manns hjá Auðuni, flestir í Makedóníu. Í viðtali við DV lýsir Auðunn reynslu sinni af því að flytja með fjölskyldu sína úr öryggi heima- haganna, inn á stríðshrjáð svæði og vinna að því að bæta lífsskilyrði fórnarlamba tilgangslausra stríðs- átaka sem enn hefur ekki fengist botn í hvers vegna urðu svo blóð- ug. Styrkjum lýðræðið Í dag fer megnið af starfsemi PEP International fram í Makedóníu og Albaníu. Hún felst fyrst og fremst í því að aðstoða sveitarstjórnir í hé- röðum Balkanskagans við að takast á við venjuleg verkefni eins og þau að afla fersks neysluvatns og því að sinna venjulegum skyldum sveitar- félaga. Áherslan er á því að sveitarfélög- in sinni þessum hlutum á eigin for- sendum og að eigin frumkvæði. Með þessu móti hefur reynst unnt að draga stórlega úr beinum fjárfram- lögum til sveitarfélaganna. Mark- miðið er að umbætur verði til fram- tíðar og fólkið í landinu verði sjálft fært um að leysa úr þeim vanda sem steðjar að á hverjum tíma. Í þessu starfi hefur Auðunn þróað nýjar vinnuaðferðir og stofnun hans hef- ur unnið frumkvöðlastarf á vett- vangi þróunaraðstoðar. Nú sér fyrir endann á starfi Auð- uns og stofnunar hans fyrir Sænsku þróunarsamvinnustofnunina. Nú þegar hafa borist fyrirspurnir frá öðrum löndum á svæðinu um sams konar aðstoð. „Við þurfum að selja þessa hugmynd einhverjum sem eru tilbúnir að fjármagna þetta starf. Það þarf ekkert endilega að vera SIDA, það gætu orðið hvaða sam- tök eða stofnun sem er,“ segir Auð- unn. Framtíðin er því að mörgu leyti óskrifað blað fyrir Auðun og eigin- konu hans, Sigurjónu Högnadóttur, sem nú búa í borginni Bitola í Make- dóníu. Kynding í kuldanum „Ég kom fyrst hingað út í byrj- un október 1993. Þá fór ég í þriggja mánaða verkefni, að framleiða og dreifa ofnum sem voru ætlað- ir til þess að fólk gæti kynt heim- ilin og eldað mat. Þetta var í gegn um Hjálparstarf kirkjunnar, en var á vegum Lútherska heimssambands- ins,“ segir Auðunn. Þetta verkefni var fjármagnað af UNHCR, Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóð- anna. Auðunn hafði þá verið sveitar- stjóri, fyrst á Súðavík árið 1980 og seinna á Hellissandi í nokkur ár. Það var ævintýraþrá sem hafði dregið athygli hans að Hjálparstarfi kirkj- unnar. Upphaflega sótti hann um að komast til Súdan, en aldrei varð neitt úr því. „Við fluttum út til Zagreb í Króa- tíu. Þar fóru yngri börnin okkar tvö, sem þá voru á táningsaldri, í banda- rískan skóla og undu hag sínum vel.“ Bæði Auðunn og Sigurjóna segja tímann í Zagreb hafa verið jákvæða upplifun. „Borgin var talsvert ólík því sem hún er í dag. Það voru fáir á ferðinni og nánast engir bílar á göt- unum,“ segir Auðunn. Í dag er fátt í Zagreb sem minnir á styrjöld. Borg- in er lífleg borg með litríku mannlífi og ferðaþjónusta sækir í sig veðrið. Tengslin byggð „Þegar við vorum að framleiða VITUNDARVAKNING ER VERÐMÆTARI EN PENINGAR Auðunn Bjarni Ólafsson Sigurjóna Högnadóttir DV Helgarblað Föstudagur 4. maí 2007 17 og dreifa þessum ofnum, þá fór ég inn á nánast hvern einasta bæ sem einhverju nafni nefnist í Bosníu. Þetta var árið 1993. Stundum fylgdi ég bílalestunum sem fluttu ofnana fyrir okkur, en oftast nær var ég bara einn að þvælast.“ Á þessum tíma byggði Auðunn upp mikið tengsla- net á svæðinu og öðlaðist mikla þekkingu á því sem brýnast var að bæta úr. Verkefnið gekk vel og þegar upp var staðið hafði Auðunn dreift ofn- um inn á fimmtíu þúsund heim- ili á Balkanskaga. „Á þessum tíma var ég verkefnisstjóri fyrir þetta til- tekna verkefni hjá Lútherska heims- sambandinu. Í kjölfarið vildu þeir hækka mig í tign og ég var gerður að verkefnastjóra fyrir allt svæðið,“ segir Auðunn. Hann segir að enda þótt þörfin fyrir kyndingu á heimilunum hafi verið brýn hafi ofnarnir ekki verið vinsæl vara á þessum tíma. Þeir hafi tekið mikið pláss í flutningum, pláss sem fólk hafi jafnvel frekar viljað sjá notað undir matvæli. Matvæli fyrir hrjáða Næsta verkefni sem rak á fjörur Auðuns var að dreifa útsæði fyrir korn, hveiti, kartöflur, lauk og fleira inn á svokallað Bihac-svæði í Bosn- íu. Víglína lá í gegn um héraðið og íbúarnir áttu erfitt með aðföng. Það var því brugðið á það ráð að flytja útsæði á svæðið til þess að íbúarn- ir gætu frekar bjargað sér með eigin framleiðslu. „Þetta var vorin 1994 og 1995. Við fluttum nánast allt sem þurfti inn á þetta svæði nema náttúrulega áburð, en hann var bannvara vegna þess að hann má nota til þess að framleiða sprengiefni,“ segir Auð- unn. Auðunn stóð jafnframt að því að byggja upp fiskeldi til þess að fram- leiða matvæli fyrir sjúkrahúsin í Bosníu. „Við vorum með fiskeldis- stöð í bæ sem heitir Kojnic í Bosníu. Við sáum um að útvega þeim seiði og fóður í framleiðsluna.“ Hús fyrir heimilislausa Á þessum tíma voru spjótin far- in að beinast að því að byggja upp húsnæði. Mikið af fólki, þjóðarbrot- um og minnihlutahópum á hverjum stað, hafði hrakist frá heimilum sín- um, sem ýmist höfðu verið sprengd eða brennd til grunna. „Þetta starf okkar byrjaði í fjalla- héruðum í grennd við Dubrovnik í Króatíu. Megnið af þeim húsum var friðuð hús og sögulega merkileg. Það hafði í för með sér að við þurft- um, lögum samkvæmt, að endur- byggja þessi hús eins og þau voru upprunalega smíðuð,“ segir Auð- unn. Verkefnið í endurbyggingu húsa vatt upp á sig enda var þörfin mik- il. „Þegar lokaátökin stóðu yfir, áður en skrifað var undir Dayton-friðar- samkomulagið, seinnihluta ársins 1995, þá hröktust þaðan tvö til þrjú hundruð þúsund Serbar sem fóru á vergang. Þetta fólk var að flýja und- an átökunum og var á leið norður til Serbíu. Það gerðist þarna að þetta fólk kom inn á svæði sem var þétt- setið af Króötum. Króatarnir hrökt- ust þá frá heimilum sínum og úr urðu mestu hörmungar.“ Það beið þeirra Auðuns, Sig- urjónu og strafsfólks þeirra því að vinna hörðum höndum við að finna byggingarefni og leiðir til að koma því inn á svæðið til þess að hægt væri að gera híbýli fólksins vatns- og vindheld. Einnig var unnið við að tryggja aðgang að vatni og raf- magni. „Á sama tíma var verið að reyna að finna lausnir til þess að finna framtíðarhúsnæði fyrir allt þetta fólk. Þetta var á seinni hluta ársins 1995 og fram á árið 1996.“ Ætlaði að hætta „Þegar þarna var komið sögu hafði ég tekið ákvörðun um að hætta. Þetta hafði ég ákveðið að hluta til vegna þess að mér þótti ég ekki fá nógu mikið sjálfstæði til þess að gera það sem ég taldi að þyrfti að gera. Ég hafði orðið vitni að ýmsu og tekið eftir hlutum sem ég taldi að væri brýnt að bæta úr.“ Auðunn og fjölskylda hans héldu því heim til Ís- lands og voru þar í níu mánuði. „Þegar ég var heima fórst þáver- andi yfirmaður Lútherska heims- sambandsins í Bosníu í bílslysi. Hann hafði verið byrjaður á því að huga að verkefnum með SIDA. Þessar hugmyndir snérust um að fara í stórt uppbyggingarverkefni í Bosníu. Það voru ekki margir inn- an Lútherska heimssambandsins sem þekktu þetta svæði og það varð úr að ég var fenginn til þess að fara með Svíunum og skoða þetta. Sví- arnir gerðu það á endanum að skil- yrði fyrir þessari aðstoð að ég myndi stýra henni,“ segir Auðunn. Þetta verkefni snérist um að endurbyggja þorp í sveitum Króatíu og Bosníu og aðstoða minnihluta- hópa við að flytja aftur heim til sín. Þetta reyndist oft á tíðum erfitt starf og mætti mikilli andstöðu sveitar- stjórna á þessum svæðum. „Þetta voru minnihlutahópar sem sumir voru hreinlega ekki velkomnir aft- ur heim til sín. Serbarnir vildu alls ekki sjá múslimana koma til baka, og öfugt. Sveitarstjórnirnar unnu stíft gegn því að þessir flutningar ættu sér stað. Þannig að vinna fólst bæði í því að endurbyggja húsin og líka í því að auðvelda fólkinu flutningana með viðræðum við sveitarstjórnirn- ar. Í þessu vorum við að vinna árin 1997, 1998 og fram á árið 1999, þeg- ar Kosovo-deilan kraumaði að nýju og allt sauð up úr með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem komu í kjölfarið.“ Fyrstur til Kosovo Auðunn segist hafa verið með þeim fyrstu sem komu inn í Kos- ovo, um mitt ár 1999. „Þarna vorum við brautryðjendur í því að byggja hús og endurbyggðum heilu þorp- in. Við vorum farin að byggja hús í Kosovo löngu áður en aðrir aðilar voru farnir að flytja inn efni til bygg- ingar. Þetta var fyrst og fremst vegna þeirrar þekkingar sem við höfðum orðið af svæðinu og þeim tengslum sem við höfðum byggt upp við birgj- ana. Þess vegna gekk okkur betur en öðrum að koma byggingarefni inn á svæðið,“ segir Auðunn. Um þetta leyti tók Auðunn að stýra sambærlegu uppbygging- arverkefni í Bosníu. Hann varði því helmingnum af tíma sínum í Kosovo og hinum helmingnum í Bosníu. „Þarna var ég titlaður sem sérstakur tæknilegur ráðgjafi í upp- byggingunni og starfaði á vegum ACTA, sem eru eins konar regnhlíf- arsamtök kirkna í hjálparstarfi.“ Þessi vinna stóð fram á vorið 2000, þegar válegir atburðir breyttu stefnunni í lífi Auðuns og fjölskyldu hans um tíma. Hryggbrotnaði í bílslysi „Ég hryggbrotnaði í alvarlegu bílslysi í Bosníu, vorið 2000. Það er í raun ótrúlegt hversu vel ég hef náð mér og ég er heppinn að hafa ekki lamast. Það brotnuðu tveir hryggjarliðir.“ Auðunn var á leið til Íslands í páskafrí þegar slysið varð og Sigurjóna kona hans var þegar á heimleið. Sigurjóna frétti af slysinu skömmu eftir að hún lenti í Keflavík og gerði strax ráðstafanir til þess að halda út aftur. Sigurjóna segir þessa reynslu sennilega með því skelfilegasta sem hún hafi upplifað. „Það var leigð sjúkraþota sem flaug með okkur frá Bosníu til Genf og Auðuni var rúll- að inn á spítalann. Mér var sagt að ég yrði látin vita af því hver staðan á honum væri og myndi svo vera send á hótel. Nóttin leið á sjúkra- húsinu og ég heyrði ekkert af hon- um tímunum saman og bjargaði mér á endanum, hálförmagna inn á hótel,“ segir Sigurjóna. Í Genf var Auðunn undirbúinn fyrir flutning til Íslands og nokkr- um dögum seinna var hann kom- inn í heimahagana. „Eftir þetta var ég heima í endurhæfingu og þvíum- líku í níu mánuði. Þetta ástand ent- ist mér út árið 2000. Þá gafst tími SIDA sænska þróunarsamvinnustofnunin, sIda, hefur fjármagnað þau verkefni sem PEP International hefur unnið að. sIda ákveður í grófum dráttum til hvaða hluta fjármagninu er varið og gegnir síðan eftirlitshlutverki með framkvæmdinni. sjálfstæðar stofnanir og verktakar sjá um sjálfa framkvæmdina. Framhald á næstu opnu Auðunn Bjarni Ólafsson stofnun auðuns, PEP Inter- national, hefur unnið þróunar- starf og að uppbyggingu í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu síðan árið 2001. Áður starfaði auðunn á svæðinu fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og Lútherska heimssambandið. Frá því árið 1993 hefur auðunn komið að endurbyggingu 6.000 húsa ásamt því að vinna að því að styrkja stjórnsýslu og lýðræðisframkvæmd í þorpum og sveitum á Balkanskaga. Auðunn og Sigurjóna „Við höfum alltaf leitast við að vera ekki of lengi í sundur í einu. Hættan er að ef maður leyfir því að viðgangast þá búi makinn sér til lífsmynstur sem hinn aðilinn passar ekki endilega lengur inn í. Við höfum unnið saman og búið saman í fjöldamörg ár og það hefur gert okkur náin.“ LÆRUM AÐ FARA MEÐ FRELSIÐ DV, 4. maí 2007 í viðtali við dV í síðasta helgarblaði lýsti auðunn Bjarni Ólafsson starfi stofnunar sinnar, PEP International. um það leyti sem styrjöldinni í fyrrum Júgóslavíu lauk vann auðunn að uppbyggingu á húsakosti á Balkanskaga. Þegar sá fyrir endann á því starfi fór auðunn að velta því fyrir sér hvort hægt væri að vinna að umbótum sem skildu eitthvað annað og meira eftir sig en hús og vegi. Þar með fæddist hugmyndin um að bæta stjórnsýsluna og fá sveitasamfélögin til þess að bera sjálf ábyrgð á eigin þróun og velferð. VERÐA HÁÐ ÞRÓUNARAÐSTOÐ Lacar Kotevski, bæjarstjóri í Novaci í Makedóníu, segir þjóðir verða háðar þróunaraðstoð og upplifi timburmenn þegar að- stoðinni lýkur. Hann telur að byggja þurfi upp samfélögin þannig að þau verði sjálfbjarga. Hann vill að Makedónía taki Ísland sér til fyrirmyndar. „Þegar fólkið venst á nær- veru hjálparstofnana sem gefa fé og byggja hús, þá verður það háð þessari innspýtingu. Svo þegar stofnanirnar hverfa á braut upplifa samfélögin nokkurs konar timbur- menn.“ Þetta segir Lacar Kotevski, bæjarstjóri í Novaci í Makedóníu. Novaci er höfuðstaðurinn í Novaci-sýslu í Makedóníu. Ís- lenska stofnunin PEP Internation- al hefur unnið að þróunarstarfi í þorpum og bæjum Novaci frá því árið 2005. Peningar rata í þéttbýli „Mest af því fjármagni sem hef- ur komið til landsins með erlend- um stofnunum og frá erlendum ríkisstjórnum hefur ratað til þétt- ari byggða. Ef á að byggja brú, þá er hún að sjálfsögðu frekar byggð handa 50 þúsund manns en fyrir fimm þúsund,“ segir Kotevski. Hann segir að þrátt fyrir þessa tilhneigingu erlendra ríkja og stofnana til þess að vinna ein- göngu í þéttbýli hafi íslenska stofnunin PEP International náð að sinna dreifbýlinu með undra- verðum hætti. „Þessi stofnun er kannski sú eina sem hefur sinnt fámennari byggðarlögum og náð miklum árangri. Það er venjulega séð til þess að peningunum sem koma frá þessari stofnun er vel varið, enda eiga íbúarnir sjálfir venjulega þátt í að ákveða hvernig þeim er varið,“ segir hann. Möguleikar í fátækt Kotevski segir að við fyrstu sýn haldi fólk gjarnan að Novaci sé ríkt hérað. Héraðið þekur 760 ferkíló- metra lands þótt þar búi aðeins um 4.000 manns. Þar er að finna drýgstu kolanámur í Makedóníu og fyrir vikið er þar kolaraforku- ver sem framleiðir rafmagn fyrir 85 prósent Makedóníu ásamt því að selja raforku til nágrannanna í Grikklandi. Í Novaci er einnig að finna talsvert af verðmætum stein- efnum í jörðu. „Við erum þó fjarri því að vera rík. Það hefur náttúrulega háð okkur í gegnum tíðina að ríkið hef- ur tekið til sín allan hagnað. Nú er þessari miðstýringu að ljúka og ríkið gerir minni og minni kröfur, en um leið þurfum við frekar að bjarga okkur sjálf,“ segir Kotevski. Ísland er fyrirmynd Bæjarstjórinn segir það vera áríðandi fyrir héraðið að laða að sér erlenda fjárfesta. Novaci hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að rannsaka og nýta mörg þeirra steinefna sem þar sé að finna. „Hér hafa þegar verið Íslendingar á ferð sem vilja bora eftir steinefnum til lyfjaframleiðslu. Það var fólk frá fyrirtækinu Milestone sem kom hingað í félagi við hérlent fyrirtæki sem heitir Segin,“ segir hann. Kotevski segir nauðsynlegt að hlúa að tækifærum sem þessum. Þannig sé mögulegt að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf í fátæku hér- aði sem byggir afkomu sína fyrst og fremst á landbúnaði. „Við höfum oft litið til Íslands sem fyrirmyndar. Það er land sem á örskömmum tíma þróaðist frá því að vera óþekkt smáríki yfir í að vera gildandi land með sterk- an efnahag og öflug fyrirtæki. Þeir þingmenn sem ég hef rætt við hér í Makedóníu eru allir á einu máli um að Ísland sé skólabókardæmi um land sem eigi að vera fyrir- mynd okkar,“ segir Kotevski. sigtryggur@dv.is Bæjarstjórinn Lacar Kotevski er bæjarstjóri í Novaci. Það er fátækt en stórt hérað í makedóníu sem byggir afkomu sína á landbúnaði. Kolaorkuverið Landið er ríkt af verðmætum efnum. í Novaci er stærsta kolaorkuver í makedóníu. Verið framleiðir rafmagn fyrir 85 prósent landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.