Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 16
Föstudagur 11. maí 200716 Helgarblað DV
Lönd fyrrum Jógóslavíu á Balkanskaga hafa geng-ið í gegnum byltingar-kenndar breytingar, frá
miðstýringu kommúnismans í átt
til frelsis og borgaralegra réttinda.
Vasko Hadzievski, starfsmaður
Sænsku þróunarsamvinnustofnun-
arinnar, segir þessar breytingar ekki
hafa komið sársaukalaust.
Eftir styrjöld sem geisaði á Balk-
anskaga um árabil og lauk með um-
deildum loftárásum NATO á Kos-
ovo-hérað í mars árið 1999 kom í
ljós samfélag fólks sem ekki var vant
að takast á við þá ábyrgð sem fylgir
frelsinu.
Vasko er frá Makedóníu, býr í
höfuðborginni Skopje og vinnur í
sænska sendiráðinu þar. Hann seg-
ir að Sænska þróunarsamvinnu-
stofnunin, SIDA, ásamt verktökum
hennar hafi flýtt fyrir umbótum á
Balkanskaga. Markmiðið er aðild að
Evrópusambandinu.
Lærum á frelsið
„Við höfum þurft að læra að vera
sjálfstæð þjóð. Í dag er ekki neinn yf-
irboðari í Belgrad sem sendir pen-
inga og gefur skipanir. Bæði ríkis-
stjórn og sveitarstjórnir hafa þurft að
læra að fara með vald í eigin málum
og taka ábyrgð í samræmi við það.
Ég er að tala um ábyrgðina sem fylg-
ir frelsinu og hún byrjar hjá einstakl-
ingnum,“ segir Vasko.
Hann segir að í valdatíð Títós hafi
almenningur aldrei haft góða til-
finningu fyrir lýðræði, enda hafi það
ekki verið til staðar. „Nú verður hver
og einn að taka ábyrgð. Í þessu felst
mikil áskorun og við verðum líka að
átta okkur á því að þetta er ferli sem
tekur tíma,“ segir Vasko. Hann seg-
ir að með markvissri vinnu af hálfu
stofnana á vegum SIDA hafi ver-
ið hægt að flýta fyrir breytingum til
hins betra.
Sjálfstæðar stofnanir
Sænska þróunarsamvinnustofn-
unin hefur í gegnum tíðina notast við
sjálfstæðar stofnanir til að vinna að
þróunarstarfi fyrir sína hönd. Þannig
sér SIDA um að marka stefnuna og
fjármagna verkefnin, ásamt því að
sinna eftirliti með framkvæmdinni.
SIDA hefur verið stærsti aðilinn í þró-
unarstarfi á Balkanskaga, en bæði
Hollendingar og Bandaríkjamenn
hafa líka unnið mikið starf á svæð-
inu.
Meðal þeirra sjálfstæðu stofnana
sem starfa fyrir SIDA á Balkanskaga
eru samtökin Kvinna till kvinna. Tak-
mark þeirra er að stuðla að jafnrétti
kynjanna á svæðinu ásamt því að
reyna að koma í veg fyrir ofbeldi gegn
konum. Olof Palme-stofnunin hefur
einnig lagt hönd á plóginn, en vinnur
nú fyrst og fremst að lýðræðismálum
í Írak. Sænska Helsinkinefndin hef-
ur unnið mikið starf í öllum löndum
Balkanskaga og víðar. Sænska Hels-
inkinefndin vinnur fyrst og fremst að
því að efla mannréttindi.
Íslenska stofnunin PEP Inter-
national hefur starfað náið með SIDA
að verkefnum á Balkanskaga frá því í
ársbyrjun 2001. Auðunn Bjarni Ólafs-
son leiðir PEP International.
Minni spilling
Vinna Auðuns Bjarna og PEP
International hefur á síðustu árum
beinst að því að styrkja lýðræðis-
hugsun og bæta stjórnsýslu í sveit-
um og smærri bæjum. Í þessari við-
leitni skapaði Auðunn nýja aðferð í
þróunarstarfi, þar sem áherslan var
færð frá peningastyrkjum í átt til vit-
undarvakningar meðal íbúanna og
sveitarstjórnanna.
Vasko segir árangurinn af þessu
starfi augljósan. Hann hafi byrjað
að birtast á undanförnum þremur
árum. „Ég hef orðið var við það alveg
frá grasrótinni hversu árangursríkar
þessar aðferðir Auðuns hafa verið.
Þetta hefur reynst okkur ómetanleg
hjálp við að losna undan miðstýr-
ingunni. Ekki má þó gleyma því að
það hefur tekið talsverðan tíma fyrir
þessar breytingar að skila sér í sýni-
legum árangri. Ég er reyndar sann-
færður um að þessi tími hafi verið
bæði óhjákvæmilegur og nauðsyn-
legur. Árangurinn liggur fyrst og
fremst í hugarfarsbreytingum hjá
fólkinu, sem síðan skila sér í betri
stjórnsýslu og minni spillingu,“ seg-
ir Vasko.
Auðunn Bjarni gerði grein fyrir
starfsemi PEP International í ítar-
legu viðtali við DV um síðustu helgi.
Hlutverk almennings
Vasko segir að oft sé almenn-
ingi ekki ennþá ljóst hver sé réttur
hans og skyldur. „Fólk veit til dæm-
is ekki alltaf hvaða stofnanir það
getur nálgast til þess að hafa áhrif
á tiltekin mál. Það er mín tilfinning
að Makedóníu veitti ekki af nokkr-
um árum til viðbótar af starfi á borð
við það sem PEP International hefur
verið að vinna.“
Hann segir að þannig væri hægt
að vinna með mun fleiri sveitarfé-
lögum. Íbúarnir myndu skilja bet-
ur hlutverk stjórnvalda, hvernig þau
virka og ekki síst myndi fólk skilja
betur hvað er svona mikilvægt við
að stjórnsýslan sé gagnsæ og að-
gengileg.
„Því miður gerir SIDA ekki ráð fyr-
ir að fjármagna fleiri svoleiðis verk-
efni hér í bili. Auðunn Bjarni og hans
stofnun eru að öllum líkindum á för-
um héðan í nóvember. Það er reynd-
ar ekki hægt að útiloka að önnur ríki
eða stofnanir muni fjármagna svipað
starf,“ segir Vasko.
Hann telur að raunveruleg þörf
sé fyrir að halda þessu starfi áfram í
Lönd fyrrum Júgóslavíu þurftu að læra á frelsið og skilja þá ábyrgð sem því fylgir. Vasko Hadzievski,
starfsmaður Sænsku þróunarsamvinnustofnunarinnar í Makedóníu, segir að hefðbundin þróunaraðstoð
hafi tilhneigingu til þess að teygjast út hið óendanlega. Með nýjum aðferðum megi hins vegar skilja eftir
samfélög sem halda áfram að eflast eftir að þróunarstarfi lýkur. Markmið starfsins á Balkanskaga er aðild
að Evrópusambandinu.
LÆRUM AÐ FARA
MEÐ FRELSIÐ
Vasko Hadzievski
sænska þróunarsamvinnustofnunin, sIda, er stærsti aðilinn í þróunarstarfi á
Balkanskaga. Vasko Hadzievski, starfsmaður stofnunarinnar segir frá því hvernig
lönd fyrrum Jógóslavíu þurftu að læra að fara með frelsi og lýðræði. Hann segir þá
tegund þróunarstarfs sem íslenska stofnunin PEP International hefur mótað hafa
haft meiri áhrif til framtíðar á Balkanskaga en flestir gera sér grein fyrir. markmið
sIda er að undirbúa löndin undir aðild að Evrópusambandinu.
„Starf okkar styrkir
lýðræðishugsun. Sveit-
arstjórnirnar gera sér
núna grein fyrir því
að fólkið í sveitinni er
kjósendurnir og annað
hvort verða þær að ná
árangri í samvinnu við
sitt fólk, ellegar verð-
ur þeim skipt út í næstu
kosningum.“