Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 62
föstudagur 11. maí 200762 Síðast en ekki síst DV veðrið ritstjorn@dv.is laugardagurföstudagur sýndarmennska í jafnrétti Ragnhildur Sverrisdóttir fyrrver- andi blaðamaður Morgunblaðsins lýsir yfir megnri óánægju með meint ójafn- rétti í umfjöllun Morgunblaðs- ins um fyrir- liða karla- og kvennafótbolta- liða á bloggsíðu sinni. Fyrst lýsir hún yfir ánægju með að mynd af karlahópnum sé jafn stór mynd af kvennahópnum. En þegar kem- ur að umfjöllun um liðin breyt- ist tónninn. „Undir myndinni af körlunum tíu voru talin upp nöfn þeirra allra og liða þeirra. Undir myndinni af konunum átta stóð: Hér eru fyrirliðarnir hjá félögunum sem skipa Lands- bankadeild kvenna í knattspyrnu í sumar. Þetta er ekkert nema anskotans virðingarleysi og sýnir að „jafnt vægi“ í forsíðuumfjölluninni er ekkert nema sýndarmennskan,“ segir Ragnhildur frekar ósátt. afnema iPod-tollinn Apple á Íslandi sendi nýlega fyr- irspurn á alla flokka á landsvísu til að kanna afstöðu þeirra til tolla og vöru- gjalds á hinum sívinsæla iPod. Verð á iPod hér á Íslandi er að meðaltali 35% hærra en í ná- gránnaríkjum sökum þessara tolla. Spurning- in sem Apple varpaði fram var: „Hyggist þið endurskoða þessa frægu iPod-tolla komist þið í rík- isstjórn?“ Þeir sem svöruðu fyrirspurn Apple voru Birkir Jón Jónsson Framsóknarflokki, Guðlaugur Þór Þórðarsson Sjálfstæðisflokki, Magnús Þór Hafsteinsson og Sigurjón Þórðarson Frjálslynda flokknum, Jakob Frímann Magn- ússon Íslandshreyfingunni, Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingunni og Paul F. Nikolov Vinstrihreyf- ingunni - grænu framboði. Allir eru þessir ágætu menn á þeirri skoðun að afnema eigi þessa tolla eða skoða það að minnsta kosti vel. Menn eru þó með misjafnar hugmyndir varðandi málið. Til dæmis segir Paul Nikolov að á sama tíma og hann vilji afnema tollana vilji hann sjá Apple iPod- framleiðslu á Íslandi. Jakob Frí- mann segir orðrétt í svari sínu: „Ég hef beitt mér fyrir því að fá þessi gjöld felld niður allt frá ár- inu 2004 og mun halda því áfram. Þessi gjöld eru alger tímaskekkja og til þess eins fallin að beina viðskiptum úr landinu.“ Þá segist Magnús Þór Hafsteinsson vera mikill aðdándi iPod og að það sé merkasta nýjung í tónlistarmiðl- un síðan Emile Berliner fann upp grammófóninn árið 1887. Það ætti því að vera nokkuð öruggt að iPod-tollarnir verði felldir á kom- andi kjörtímabili ekki nema um- ræddir frambjóðendur séu á já- kvæðnifylleríi rétt fyrir kosningar. leitar ofbeldismanna Á blogsíðunni www.blog.central. is/blindur leitar ungur maður nokkurra ódæðismanna sem slógu hann með bjórglasi í andlit- ið á skemmtistað í miðbæ Reykja- víkur aðfaranótt sunnudagsins 29. apríl. Þar eru myndir sem eru mjög óskýrar úr ör- yggismynda- vélum stað- arins þar sem ódæðismönn- unum bregður fyrir. Hin slas- aði skarst illa á auga og telst lánsamur ef hann fær 50% sjón aftur á vinstra auga. Sandkorn Tengsl Eiríkur Hauksson á það sameiginlegt með... ...Ómari ragnarssyni að vera rauðhærður. ...Ómar á það sameiginlegt með Margréti Vilhjálmsdóttur að vera rauðhærður. Margrét á það sameiginlegt með steingrími J.sigfússyni að vera rauðhærð. steingrímur J. á það sameiginlegt með sólveigu arnarsdóttur að vera rauðhærður. sólveig á það sameiginlegt með agli Helgasyni að vera rauðhærð. Egill á það sameiginlegt með Þór- unni sveinbjarnardóttur að vera rauðhærður. Þórunn á það sameiginlegt með Halldóri gylfasyni að vera rauð- hærð. Halldór á það sameiginlegt með lillý Valgerði Pétursdóttur að vera rauðhærður. lillý Valgerður á það sameiginlegt með Eiríki Haukssyni að vera rauðhærð. Veður til að kjósa „Það bendir allt til þess að á laug- ardag verði hér nokkuð svöl NA-átt ríkjandi,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Hitinn ekki nema 2 til 5 stig norðan- og austanlands, en syðra mun sólin sýna sig og hitastigið verður því 7 til 10 stig yfir miðjan dag- inn. Norðaustan- og austan til er gert ráð fyrir rigningu, en slyddu eða snjó- komu á heiðum og til fjalla. Sem segt fremur svalur kjördagur, ekki ósvip- aður undanförnum dögum. Á kjördag fyrir fjórum árum, 10. maí 2003, var veður ágætt á landinu, milt og vorlegt. Reyndar rigning suð- austanlands. Kjörsóknin var þá 87,7% eða mun betri en í kosningunum 1999. Í þeim kosningum var þátt- taka sú lélegasta í alþingiskosn- ingum frá stofnun lýðveldisins eða 84,1%. Það merkilega var að á kjördag það ár (8. maí) var veðrið jafngott eða ívið betra en 2003. Að vísu rigndi lítilsháttar í höfuðborginni yfir miðjan dag- inn,“ segir Einar. „Ég held að veðrið á kjör- dag hafi lítil áhrif á það hvað menn kjósi og eins hver kjörsóknin verður á endanum. Það hefur verið kosið á þessum árstíma til Alþingis, það er síðari hlutann í apríl eða um og fyrir miðjan maí alveg frá 1983. Þar á undan var kjör- dagur yfirleitt síðasta sunnu- dag í júní. Væri kosið um það leyti nú væri ég ansi hræddur um að sumarferðalög landans bitnuðu á kjörsókn og þá sér í lagi samfara góðu veðri og mikl- um ferðahug.“ Mæðradagurinn er á sunnudaginn og margar mömmur geta átt von á því að fá kaffi í rúmið og jafnvel fallegan blómvönd. Börnin á íslenskum heimilum eru færri nú til dags en þau voru hér áður fyrr en samt eru konur enn að eignast fleiri en eitt og fleiri en tvö börn. Til dæmis hún sigrún thorlacius. „Ég á fjórar dætur, sú elsta er átján ára, sú næstelsta er níu ára, sú næst- yngsta fimm ára og sú yngsta er eins árs,“ segir Sigrún og tekur fram að mæðradagurinn sé ekki haldinn há- tíðlegur á heimilinu. „Það er engin hefð fyrir því í minni fjölskyldu að halda upp á þennan dag. Vissulega kysstum við systurnar mömmu ef við mundum eftir deginum og nú eftir að við urðum fullorðnar hringjum við í hana. En vissulega er þetta skemmti- legur siður og vel þess virði að fara að taka hann upp.“ Stelpugenið er ráðandi í fjölskyldu Sigrúnar sem sjálf er miðjubarnið í fimm systra hópi. „Við erum ekki allar jafndugleg- ar að framleiða stelpur, tvær yngri systur mínar eru barnlausar, elsta systirin á eitt barn og sú næstelsta á fjögur börn. Við erum því tvær sem sjáum aðallega um barneignirnar. Annars stóð aldrei til að ég eignað- ist mörg börn en nú þegar þau eru öll komin í heiminn er ég ekki í vafa um að ekkert sé skemmtilegra en að eiga mörg börn. Í gamalli kerl- ingabók stendur: Eitt sem ekkert, tvö sem tíu, og þá er átt við það að ef að börnin eru orðin tvö þá skipti ekki máli hversu mörg fylgi í kjölfar- ið því þeim fylgdi alltaf sama vinn- an. Ég er alls ekki sammála þessu. Eftir því sem börnunum fjölgar því meiri tíma þarf maður að eiga fyrir fjölskylduna því öll börn þurfa á at- hygli og hlýju að halda.“ Nútímamóðir Sjálf er Sigrún hin dæmigerða nú- tímamóðir, hún er í fullu starfi sem aðstoðarforstöðumaður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. „Starfið mitt er svolítið árstíða- bundið. Á þessum árstíma er mikið að gera en það er rólegra á veturnar. Það koma toppar og dalir í vinnutörnun- um og þá er um að gera að nota dalina til þess að vinna upp toppana þegar ég er mikið í burtu frá heimilinu. Elsta dóttirin hefur verið ótrúlega dugleg að hjálpa mér í gegnum tíðina og gert mikið af því að passa yngri systur sín- ar. En nú er hún auðvitað á allt öðru þroskastigi en þær. Ég þekki þetta vel sjálf, það er mikill aldursmunurinn á okkur systrunum og það komu tíma- bil þegar maður fjarlægist þær sem voru yngri og eldri en maður sjálfur. Í dag, þegar við erum orðnar fullorðnar erum við allar góðar vinkonur.“ Ástæðulaus ótti Sigrún var ekki nema tvítug þeg- ar hún eignaðist fyrstu dótturina þótt hún hafi verið ákveðin í því að geyma barneignir þangað til hún væri orðin töluvert eldri. „Þegar ég eignaðist hana hafði ég efasemdir um sjálfa mig og ég verð að viðurkenna að ég var hrædd um að vera ekki þessu starfi vaxin. En ég komst fljótt að því að sá ótti var ástæðulaus, ég hef alltaf ráðið vel við móðurhlutverkið og finnst það alveg frábært. Þegar ég varð ófrísk aftur átti ég fyrir þessa einu dóttur, sem ég elsk- aði út af lífinu, og þá læddist að mér sú hugsun að það væri örugglega ómögu- legt að elska annað barn jafnmikið. Þessi hugsun olli mér samviskubiti. En svo hef ég komist að því að það bæt- ist alltaf við ástina, maður getur elskað öll börnin sín jafnmikið, maður deilir ekki ástinni sem fyrir er, heldur bætist stöðugt í ástarbrunninn.“ Margir sem hafa alist upp með mörgum systkinum öfunda þá sem eiga fá eða engin systkini. Vilja fá að sitja ein að ást og aðdáun foreldranna. Sigrún kannast ekki við slíkar hugsan- ir. „Mér fannst alltaf frábært að eiga svona margar systur. Við vorum og erum samheldinn hópur og við hitt- umst oft með börnin okkar. Elsta syst- ir mín á líka stelpu sem er átján ára og við höfum átt börnin okkar í „settum“. Yngri börnin þrjú eru á svipuðum aldri og dætur mínar og börnin okkar eru öll ótrúlega góðir vinir. Elstu dæturnar hafa alltaf haldið saman og eru miklar vinkonur. Foreldrar mínir eru duglegir við að bjóða öllum hópnum heim. Þau eru miklar barnagælur og kunna að meta þennan stóra barnahóp. Nú er bara að bíða eftir næstu kynslóð og sjá hvort hún haldi barneignamerkinu uppi. Ég hlakka mikið til að verða amma og held að það hljóti að vera mjög skemmtilegt hlutskipti,“ segir Sigrún að lokum. Hver veit nema hún fái kaffi í rúmið á sunnudaginn. 7 4 7 2 3 4 3 7 5 15 1 6 4 2 7 65 7 7 7 7 7 1 1 7 7 4 7 3 3 7 6 8 10 5 3 4 3 7 Bætist stöðugt í ástarbrunninn sigrún thorlacius. „Ég hlakka mikið til að verða amma og held að það hljóti að verða mjög skemmtilegt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.