Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 10
RáðheRRaRniR skRifa upp á tæpa 6 milljaRða Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa skrifað undir samninga upp á 5,8 milljarða króna á síðustu tveimur mánuðum. Þeirri upphæð er náð með 26 samningum sem verðmetn- ir eru inni á vef ráðuneytanna og þar að auki er um að ræða fjölda samn- inga þar sem heildarverðmæti hefur ekki verið metið. Á sama tímabili í fyrra eru samningar á vegum ráðu- neytanna hverfandi. Í flestum til- vikum er verið að deila út pening- um til þarfra mála og fáir sem deila á að fjármagni sé veitt til þeirra. Það vekur athygli að ekki er gert ráð fyr- ir nærri helmingi þessara samninga í fjárlögum, að heildarverðmæti tæplega tveir milljarðar. Fyrir vikið eru ráðherrarnir að lofa peningum, utan fjárlaga, sem næsta ríkisstjórn þarf að sækja samþykki fyrir til Al- þingis. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra skrifaði undir verð- mætasta samn- inginn á tímabilinu er hann skrifaði undir 2,3 milljarða króna samning um kaup á nýrri flugvél fyrir Land- helgisgæsluna. Það er eini verðmetni samningurinn sem skrifast á reikn- ing dómsmálaráðherra. Mennta- málaráðuneyti, fjármálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti koma næst með samninga að heildarverðmæti nærri milljarði hvert ráðuneyti. Fé- lagsmálaráðuneyti nálgaðist hálfan milljarð á tímabilinu, iðnaðarráðu- neyti 225 milljónir, forsætisráðuneyti 137 milljónir og utanríkisráðuneyti tæpar 73 milljónir. Landbúnaðar- ráðuneyti og samgönguráðuneyti skrifuðu hvorugt undir verðmetinn samning á þeim tíma sem skoðað- ur var. Eina ráðuneytið sem skrifaði ekki undir neinn samning á tímabil- inu er umhverfisráðuneytið. Pólitísk útspil Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, segir ýmis fordæmi fyrir því að ríkisstjórnir og sveitarstjórnir geri samninga nærri kosningum. Óneit- anlega telur hann ákveðna lykt af pólitískum út- spilum þegar svo er. „Við höfum séð um nokkurt skeið að fyrir hverjar kosn- ingar fara ráðherrar ríkisstjórnarinn- ar um allt land og lofa bót og betrun. Oft hefur verið unnið að málunum til lengri tíma en beðið með undir- skriftina sem útspil fyrir kosningar. Þrátt fyrir að um langtímaverkefni sé að ræða er þetta líka pólitískt út- spil,“ segir Baldur. „Þetta þekkist vel hjá ríkisvaldinu og líka hjá sveitar- stjórnum. Menn nýta sér stöðu sína og vald til að sýna verk sín á síðustu metrunum. Það muna auðvitað ekki allir kjósendur hvað hefur gerst á kjörtímabilinu og því er freistandi að minna á sig fyrir kosningarnar. Verkefnin eru sjálfsagt góð og gild, og í raun ekkert óeðlilegt að minna á sig. Hluti af þessu getur líka ver- ið sá að ráðherrarnir séu að taka til í skúffunum hjá sér og keppast við að efna kosningaloforðin. Oftast teng- ist þetta þó gjarnan kosningunum.“ Ekki endilega spilling Vinstri grænir vilja banna und- irskriftir ráðherra, sem fela í sér fjárhagslegar skuld- bindingar, þrem- ur mánuðum fyr- ir kosningar. Birgir Guðmundsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskólann á Akureyri, er ekki sannfærður um að það sé rétta leiðin. „Hægt er að velta því fyrir sér í hve mörgum tilfellum ráðherrarn- ir stíla samninga inn á kosn- ingabaráttuna. Mín tilfinn- ing er sú að tilhneiging ráðherra er að stíla verkferli sín í ráðuneytinu þannig að vinsælar aðgerðir raðist nið- ur á síðari hluta kjörtímabilsins. Það er pólitískt klókt að bjóða ekki upp á óvinsælar aðgerðir á þeim tíma og ráðherrarnir treysta á að minni kjósenda nái ekki langt aftur,“ segir Birgir. „Það sem hér gerist iðulega er að menn stilla því þannig upp að vera sem mest sýnilegir fyrir kosningarn- ar með því að gera verðmæta samn- inga sem leiða til úrbóta. Það er svo aftur sérmál hvort hægt sé að flokka þetta sem misnotkun á almannafé eða spillingu. Tímasetningin vek- ur aftur á móti spurningar og útlit er fyrir að ráðherrarnir hafi sum- ir haldið í sér fram á þennan tíma. Auðvitað sér almenningur að ráð- herrarnir eru sumir að stíla upp á það að vera tengdir við góða hluti rétt fyrir kosningar.“ Fullgáfaðir kjósendur Ingvi Jökull Logason samskipta- fræðingur telur að til lengri tíma hafi þessi útspil ráðherranna óveru- leg áhrif á kjósendur. Hann segir mestu áhrifin vera Föstudagur 11. maí 200710 Helgarblað DV TrausTi haFsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Íslensk stjórnsýsla ætlar ráðherrunum ekki að haga sér svona.“ Margir úTgjaldaliðir siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra skrifaði undir samninga sem hljóma upp á tæpan milljarð síðustu tvo mánuði fyrir kosningar. TvEir sTórir Árni mathiesen fjármálaráðherra hefur undirritað tvo stóra samninga, annan um framlög í jöfnunarsjóð og hinn til kaupa á st. Fransiskuspítala í stykkishólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.