Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 56
föstudagur 11. maí 200756 Helgarblað DV TónlisT Spilar á Íslandi staðfest hefur verið að Norah Jones komi til með að halda tónleika í Laugardalshöll þann 2. september. söngkonan er nú á tónleikaferðalagi til að fylgja eftir þriðju breiðskífu sinni, Not too Late, sem kom út í janúar og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Ásamt söngkon- unni mun einvalalið tónlistarmanna í hljómsveitinni the Handsome Band spila undir. Það eru Hr. örlygur og fL group sem standa fyrir tónleikunum en nánari upplýsing- ar um miðasölu verða veittar á næstunni. Tónlistarakademía DV segir Hlustaðu á þessa! Everybody með the sea and Cake Our Earthly Pleasures með maximo Park the Boy With No Name með travis american doll Posse með tori amos One man revolution með the Nightwatch man Óviðeigandi brúðkaupslög! Dead Kennedys - Too Drunk To Fuck Það er eins gott að brúðhjónin drekki ekki of mikið af kampavíni þar sem þetta er algengt vandamál sem maður vill ekki að komi upp á brúðkaupsnótt- inni. textinn er ekki sérlega ástúðlegur heldur: „But in my room Wish You were dead, You ball like the baby in Eraserhead.“ Joy Devision - Love Will Tear Us Apart mjög óhuggulegt svona í kjölfar brúðkaupsins þar sem hin nýgiftu eru búin að hrauna ástarjátningunum yfir hvort annað að syngja um það að ástin muni samt slíta þau í sundur. Ted Nugent - Thunder Thighs mjög óviðeigandi að spila lag sem fjallar um ást manns á feitum konum. textinn er svohljóðandi: „she sets me free when she sits on me!“ Ekki smart! Dolly Parton - Divorce Það er eitthvað ekki að virka að fara strax að syngja um skilnað í brúðkaup- inu. „Our d-I-V-O-r-C-E becomes final today.“ frekar öfugsnúið! Grinderman - No Pussy Blues Ólíklegt að það falli í kramið hjá fjölskyldu brúðarinnar að heyra sungið um þá eymd að hafa ekki stundað samfarir í langan tíma. Guns N‘ Roses - Used To Love Her (So I Had To Kill Her) „and I Can still Hear Her Complain,“ er texti sem nýgiftur kvenmaður vill ekki heyra og hvað þá að lagið fjalli um ást sem slokknaði! Cannibal Corps - I Cum Blood slæm skilaboð til brúðarinnar sem hefur verið að spara sig fram að giftingu. Líklegt að faðir brúðarinnar mundi taka nokkur stór andköf þegar einstaklega ógeðfelldur textinn (sem er of grófur til að vera endurtekinn hér) hljómar í brúðakupspartíinu. „Þetta verður fimmta árið í röð sem ég stend fyri svona Eurovision- partíi á NASA,“ segir söngvarinn og fyrrum Eurovision-farinn Páll Ósk- ar Hjálmtýsson en í ár eru einmitt tíu ár síðan hann tók þátt. „Þetta kemur alltaf aftur eins og jólin,“ segir Palli kíminn um hin geysi- vinsælu partí sem hann segir vera gríðarlega vel sótt. „Í þessu partíi sést best hvað Íslendingar eru mik- il og einlæg Eurovision-þjóð sem hefur fylgst með keppninni bæði leynt og ljóst frá upphafi og þetta er í rauninni eini staðurinn fyrir okkur til að mæta á og gjörsamlega sleppa fram af okkur Eurovision- beislinu.“ Palli segir að fólkið sem mæti í partíið syngi með gjörsam- lega öllum lögunum og stemning- in sé alltaf góð. „Það er svo skrítið að það virðist einhvern veginn ekki skipta neinu máli hvernig okkur gengur í keppnini sjálfri því stemn- ingin í partíinu er alltaf æðisleg hvort sem okkur gengur vel eða illa.“ Hlakkar alltaf til Eurovision Á hverju ári fær Palli til liðs við sig nokkrar af skærustu Euro- vision-stjörnum landsins til að skemmta í partíinu og eru þær ekki af verri endanum í ár. „Silvía Nótt mætir náttúrulega á svæðið, sem er reyndar eins gott fyrir hana þar sem hún er nú einu sinni fyrr- verandi kærastan mín. Svo kemur Selma Björns, Helga Möller, Pálmi Gunnarsson og Friðrik Ómar en það er bara tímaspursmál hvenær hann fer út og keppir fyrir okk- ar hönd.“ Palli segist ekki geta sett fingurinn á það hvaða aldur það sé aðallega sem mæti í partíið. „Eitt er þó víst að þarna er að finna alla lit- ina á litaspjaldinu. Þetta er í raun- inni allt litrófið sem mætir þarna til að dansa og skemmta sér.“ Palli hlakkar alltaf mikið til þessa tíma árs og að hans sögn er hann búinn að sitja heima á hnján- um með heyrnartól á eyrunum hlustandi á gamlar Eurovision- plötur. „Þetta er fimmtíu ára gömul keppni svo af nógu er að taka. Það er náttúrulega um níutíu prósent af öllum Eurovision-lögum sem er bara algjört drasl og það sem er svo skemmtilegt við þetta er að leita að klassísku gullmolunum sem leyn- ast inn á milli og skilja þannig gull- ið frá draslinu.“ Persónulegt met Palli ætlar að byrja að spila stundvíslega klukkan ellefu á laug- ardagskvöldið og spila samfleytt til klukkan sex um morguninn. „Ég er að fara að setja persónulegt met í skífuþeytingum með því að spila nánast stanslaust í sjö klukku- tíma. Það eru bara aumingjar sem nenna ekki að vinna sem þurfa alltaf að taka sér sífelldar pásur,“ segir söngvarinn og hlær. „Eina pásan sem ég fæ er í þennan hálf- tíma sem stjörnurnar stíga á svið Síðustu fimm árin hefur Páll Óskar staðið fyrir geysivinsælu Eurovision- partíi á NASA. Hann segir Íslendinga vera mikla og einlæga Eurovision-þjóð sem syngi með öllum lögunum. og skemmta. Það verður svona hápunktur kvöldsins og reikna ég með þvi að það hefjist um hálf tvö leytið.“ Palli segir að þrátt fyrir það að hér sé um að ræða Eurovision- partí verði einnig spiluð fleiri klass- ísk partílög. Sjálfur segist Palli horfa á Euro- vision í ró og næði í góðra vina hópi þar sem bannað sé að láta í sér heyra meðan lögin eru í gangi. „Þetta er háalvarlegt Eurovision- partí því við viljum heyra hvern einasta tón. Ég gleymi því ekki þeg- ar ég neyddist til að horfa á Einar Ágúst og Telmu syngja Tell Me á bar í Þýskalandi þar sem ég hvorki heyrði neitt né sá. Það var alveg glatað,“ segir partí-planarinn Páll Óskar að lokum og lofar gargandi stemningu á NASA á laugardag- inn. krista@dv.is Skilur gullið frá draslinu Páll Óskar setur persónlegt met á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.