Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 25
DV Helgarblað Föstudagur 11. maí 2007 25 S ólin braust fram úr skýj- unum eftir þungbúinn dag. Dálítið táknrænt fyrir stundina sem Margrét Frí- mannsdóttir var að upp- lifa. Hún var að kveðja Alþingi á þann hátt sem er dæmigert fyrir hana, með því að bjóða starfsfólki Alþingis í óvissu- ferð. „Ég vissi ekki hvernig ég gæti betur kvatt starfsvettvanginn en með því að þakka starfsfólki Alþing- is sem eru einstakar manneskjur,“ segir Margrét þegar hún rifjar upp kveðjustundina fyrir rétt rúmum mánuði. „Ég bauð þeim í óvissu- ferð heim á Stokkseyri og þar sem við stóðum og horfðum út á sjóinn braust sólin fram úr skýjunum.“ Tilviljun eða ekki, en þá var sú stemning nákvæmlega fönguð í málverkinu „Byr undir báða vængi“, sem starfsfólkið færði Margréti í kveðjugjöf. Málverki, þar sem tvær kríur hefja sig til flugs á vit nýrra ævintýra. Framkvæmdavaldið með of sterk ítök Það er nákvæmlega það sem Margrét Frímannsdóttir gerir nú. Alsæl að rækta garðinn sinn í orð- ins fyllstu merkingu tekur hún á móti mér í glampandi sólskini fjór- um dögum fyrir kosningar. „Tilfinningin að vera ekki í fram- boði í kosningunum á morgun er góð þar sem ég tók sjálf ákvörð- un um að hætta,“ svarar hún fyrstu spurningunni. „Það er meira en ár frá því ég tók þessa ákvörðun, fyrst með sjálfri mér og svo með fjöl- skyldunni. Ég átti von á því að fá bakslag í haust þegar Alþingi kom saman, en það gerðist ekki. Ekki heldur þegar ég tilkynnti kjördæm- inu mínu að ég ætlaði ekki að gefa kost á mér aftur en mér þótti mjög vænt um að fá hátt í tvö þúsund tölvubréf þar sem ég var ýmist beð- in um að endurskoða hug minn eða sagt að mín yrði saknað.“ Margrét hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum frá því hún var tví- tug. Hún var oddviti á Stokkseyri, þar sem rætur hennar liggja, og frá árinu 1983 hefur hún starfað á Al- þingi. „Ég kom fyrst inn á Alþingi sem varamaður fyrir Garðar Sigurðsson en hef verið alþingismaður í tuttugu ár,“ segir hún. „Á þessum tíma hafa orðið miklar breytingar á þinginu og stjórnmálunum, sem kannski átti sinn þátt í því að ákvörðun mín um að hætta var ekki erfið. Mér hefur fundist í seinni tíð að almennt hafi verið lögð meiri áhersla á umbúð- irnar heldur en innihaldið,“ og bæt- ir við að rétt sé að taka fram að hún sé ekki að tala um einn stjórnmála- flokk umfram annan. „Ég held þó að menn hafi lagt heilmikla vinnu í stefnumótun fyrir þessar kosning- ar - alla vega Samfylkingin - en mér finnst framkvæmdavaldið hafa allt- of sterk ítök í starfsemi Alþingis.“ Skrýtið símtal Kvöldið áður en við hittumst fékk Margrét sérkennilegt símtal. Í hana hringdi maður sem meðal annars vildi forvitnast um hvað hún ætlaði að taka sér fyrir hendur. „Ég sagði honum eins og er, að ég hefði ekki ákveðið neitt. Þá sagði hann að það yrði ábyggilega erfitt fyrir mig að fá vinnu. Ég varð hvumsa, því þótt ég viti að kon- ur yfir fimmtugt séu ekki eftirsótt- ar á atvinnumarkaðnum tel ég mig góðan starfskraft. En þá sagði þessi ágæti maður mér í fullri hreinskilni að það væri erfitt fyrir fólk sem hefði fengið krabbamein að fá vinnu! Mér fannst þetta alveg ótrúleg fullyrðing og ótrúlegt að nokkur manneskja skuli hugsa svona um einhvern þann sem hefur átt við veikindi að stríða, hvort sem það er krabba- mein eða annar sjúkdómur. Í raun hef ég meira starfsþrek núna en fyr- ir fjórum árum. Þá var ég á fullu í kosningabaráttu nauðasköllótt og í lyfjagjöf.“ Lækning í garðvinnu Þá hlífði hún sér ekkert, segist í raun gera það meira núna og segist meta lífið öðruvísi eftir að vinkona hennar Rut Gunnarsdóttir, sem lést í fyrra, benti henni á mikilvægu hlutina. „Ég fer öðruvísi með mig núna. Ég er ein af þessum konum sem læt- ur aldrei gott samviskubit framhjá sér fara og ég var svolítið á kafi í því að finnast ég vera að svíkjast undan í vinnunni ef ég var ekki alls staðar. Allar helgar og öll kvöld voru und- irlögð af vinnu en eftir að ég veikt- ist lærði ég að forgangsraða. Núna nýti ég betur stundirnar sem ég hef með fjölskyldunni og ein með sjálfri mér. Rut vinkona mín tók mig svo- lítið í gegn með það að rækta sjálfa mig og fólkið mitt. Hún gat verið ein með sjálfri sér í löngum göngu- túrum eða að semja sína tónlist og sín ljóð. Ég yrki reyndar ekki, en mér finnst gott að vinna úr mínum hugsunum með mér sjálfri áður en ég ber þær á borð fyrir aðra.“ Það gerir Margrét gjarnan með því að fara í gönguferðir í fjörunni eða vinna í garðinum. „Mér finnst ákveðin lækning felast í því að sinna blómum,“ seg- ir hún. „Mamma var einn af frum- kvöðlunum í garðrækt á Stokkseyri, þar sem voru, að mig minnir, ekki nema fjórir garðar þegar ég var að alast upp. Menn höfðu enga trú á að á Stokkseyri væri hægt að rækta nokkuð, en mamma afsannaði þá kenningu. Þar lærði ég að umgang- ast blóm og síðar í lífinu fékk ég að vinna sem sjálfboðaliði í garðyrkju- stöð sem Ingibjörg Sigmundsdóttir vinkona mín á í Hveragerði. Þangað fór ég gjarnan eftir að þinginu lauk og kúplaði mig frá erli umheims- ins.“ Samfylkingarfuglar í garðinum Garðurinn við húsið sem Mar- grét og Jón Gunnar Ottósson mað- ur hennar keyptu fyrir fimm árum í Kópavogi minnir á suðrænar slóðir. Við gosbrunninn vappa einhverjir styggustu fuglar sem sögur fara af, auðnutittlingar. „Þeir vekja okkur eldsnemma á morgnana,“ segir Margrét brosandi og bendir á að ekki sé verra að fugl- inn sé með merki Samfylkingarinn- ar á höfðinu! „Við gefum þeim sól- blómafræ og á daginn skipta þeir tugum sem setjast hér að snæðingi. Garðvinna er ástríða hjá mér sem og það að vera kringum blóm. Mér er auðvelt að vera ein með sjálfri mér og ég næ friði innra með mér inn- an um blómin þótt fullt sé af fólki í kringum mig. Ég held að fólk geri of lítið af því að vera eitt með sjálfu sér og hugsunum sínum. Þannig er best að vinna úr vandamálum sem upp koma, því vandamál eru ekkert annað en verkefni.“ Hún er ótrúleg garðyrkjukona. Það sést þegar gengið er um falleg- an garðinn. Þar sem áður voru bara runnar og birki eru nú óteljandi tegundir blóma. „Og mosagrjót og vatn, sem mér finnst algjör nauðsyn að hafa í garði,“ segir hún. „Núna er ég að rækta mörg afbrigði af liljum sem mér finnst yndisleg blóm. Ég held að fólk hafi ekki alveg áttað sig á að liljur eru fjölærar og flestir hafa ein- göngu eldliljur í görðum. Ég átti lilj- ur í garðskálanum og einhvern tíma þegar þær höfðu blómstrað ákvað ég að prófa að setja laukana út. Og viti menn, þær komu upp ári síð- ar og fjölguðu sér. Núna er ég með tólf eða þrettán tegundir af liljum... Garðvinnan veitir mér mikla hvíld og ég gerði það ævinlega eftir að ég kom heim úr vinnunni af þing- inu að verja minnst hálftíma í garð- inum. Veðrið hefur aldrei skipt mig máli og mig langar mest út að ganga þegar það er kafaldsbylur. Einhvern tíma sagði ég tengdaföður mínum heitnum Ottó Jónssyni af þessari löngun minni og þá kom í ljós að hann upplifði alveg það sama. Mér finnst gott að finna veðrið á andlit- inu.“ Barnabörn óskast „Hæ!“ er kallað glaðlega frá göt- unni og Margrét svarar kallinu glað- lega. Falleg stelpa flýgur framhjá á hjólaskónum sínum. „Þetta er hún Guðbjörg Lofts- dóttir vinkona mín,“ segir Mar- grét hlýlega. „Við erum ekki aðeins heppin með húsið heldur líka ná- grannana. Börnin í götunni reynd- ust mér einstaklega vel í veikind- um mínum. Þrjú börn okkar Jóns Gunnars eru búsett í útlöndum, tvö hér heima.“ Barnabörnin tvö eru í Roskilde í Danmörku, Margrét Sól, tólf ára, og Matthías Máni, átta ára. „Ég var nú reyndar búin að ákveða að vera með þeim kvöldið sem Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva færi fram,“ segir Mar- grét sem viðurkennir að hún sé mikill Eurovision-aðdáandi. „En svo áttaði ég mig á að söngvakeppnin fer fram sama dag og alþingiskosningarnar svo það verður bara að vera símaveðmál að þessu sinni. Börnin okkar Jóns Gunnars eiga hins vegar von á bréf- um frá mér, því einhvern tíma sagði ég að þegar ég hætti á þingi vildi ég verða margra barna amma. Nú er sú stund að renna upp!“ Afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið Hún segist lítið skipta sér af hvernig arftaki hennar í Suðurkjör- dæmi Björgvin G. Sigurðsson stýri kosningabaráttunni, en sé þó til taks ef á þurfi að halda. „Mér finnst eðlilegt að nýr leið- togi í Suðurkjördæmi ráði ferðinni og er á móti því þegar fólk eins og ég, sem hefur verið lengi á þingi og leitt lista, hagar sér eins og heima- ríkir hundar. Með því minnkar það svigrúm sem nýr einstaklingur hef- ur til að móta sínar baráttuaðferðir og áhersluatriði. Ef skoðanakann- anir benda til niðursveiflu hjá Sam- fylkingunni fæ ég vissulega smá sting í hjartað en gleðst að sama skapi þegar tölurnar fara upp.“ Henni finnst umræðan um al- þingismenn síður en svo alltaf sanngjörn en hefur kannski ekki fyrr en nú verið í aðstöðu til að tjá sig um það. „Þegar ég kom inn á þing var þar efri og neðri deild og sameinað Al- þingi. Við vorum fáir þingmenn Alþýðubandalagsins á þeim tíma og þurftum að vinna mikla nefnd- arvinnu. Þá var starfslið Alþingis Tár mín „Mér hefur fundist í seinni tíð að almennt hafi verið lögð meiri áhersla á umbúðirnar heldur en innihaldið. Ég held að menn hafi lagt heilmikla vinnu í stefnumótun fyrir þessar kosningar en mér finnst framkvæmdavaldið hafa alltof sterk ítök í starfsemi Alþingis.“ Framhald á næstu síðu Kvíðir ekki framtíðinni “Ef mér bjóðast ekki verkefni bý ég þau til,” segir margrét Frímannsdóttir sem flýgur nú á vit nýrra ævintýra eins og kríurnar á málverkinu sem hún fékk í kveðjugjöf frá starfsfólki þingsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.