Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 26
heldur ekki eins fjölmennt og nú og við hefðum aldrei látið bjóða okk- ur þau starfskjör sem þingmenn bjuggu þá við, hefðum við ekki haft þennan baráttuvilja og hugsjón sem við höfðum. Síðan hefur þetta breyst mjög mikið og starfsaðstaða þingmanna hefur að sama skapi breyst mikið. En um leið hefur það gerst að framkvæmdavaldið hefur í raun og veru tekið til sín allt ákvörð- unarvald.“ „Mér finnst Alþingi vera orð- ið eins og afgreiðslustofnun fyr- ir framkvæmdavaldið. Það er því miður alltof sjaldgæft að stjórnar- þingmenn taki krítískt á því sem ráðherrar þeirra hafa látið þá hafa til úrvinnslu. Mér finnst þetta hafa versnað og ég held að það sé mjög nauðsynlegt að aðskilja með skýr- ari hætti löggjafarvald og fram- kvæmdavald og auka vægi Alþingis meira en hefur verið gert.“ „Það ætti meðal annars að fel- ast í því að lengja starfstíma þings- ins, eins og frumvarpið hljóðar sem við þrjár, fyrrverandi þingflokksfor- menn, Rannveig Guðmundsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir og ég, höf- um flutt. Starfstími Alþingis er því miður ennþá miðaður við sauð- burð og réttir. Alþingi er ekki fjöl- skylduvænn vinnustaður þótt það hafi dregið úr kvöldfundum upp á síðkastið. Það er gríðarleg pressa á þingmenn að mæta á fundi í sínum kjördæmum á kvöldin og um helg- ar.“ „Þetta kjördæmafyrirkomulag er náttúrlega mjög ómanneskjulegt – Suðurkjördæmið nær til dæmis frá Hafnarfirði og austur fyrir Höfn í Hornafirði - og landsbyggðarþing- menn eru stöðugt á ferðalögum all- an þann tíma sem ég býst við að al- menningur haldi að þeir verji með fjölskyldum sínum. Landsbyggð- arþingmenn keyra tugi þúsunda kílómetra á hverju ári í kjördæmum sínum og mér fannst ég alltaf vera á akstri!“ bætir hún við og segir það hafa átt sinn þátt í því að þau hjón- in ákváðu að selja fallegt hús sitt á Stokkseyri. „Við vorum bæði orðin lúin af þessari keyrslu milli Stokkseyr- ar og Reykjavíkur í fimmtán ár en auk þess er húsið fyrir austan stórt og börnin farin að heiman. Við keyptum hins vegar ásamt systur Jóns Gunnars elsta húsið á Stokks- eyri, Sandprýði, sem var byggt árið 1898, og erum nú að koma okkur upp sælureit þar. Rætur mínar eru á Stokkseyri og þær er aldrei hægt að slíta alveg. En við vorum heppin að finna þetta hús í Kópavogi,“ segir hún og lítur í kringum sig. „Hér er umhverfið indælt og nágrannarnir yndislegir.“ Nauðsynlegt að breyta ímynd Alþingis Þótt við verjum núna smá stund í að hlusta á fuglasönginn og horfa á gróðurinn er hugur Margrétar Frí- mannsdóttur fjarri því að vera al- veg frá gömlu vinnufélögunum og vinnustaðnum. „Umræðan um alþingismenn er oft á neikvæðum nótum,“ seg- ir hún. „Gagnrýni á störf Alþingis er oft réttmæt en mjög oft er hún úr lausu lofti gripin. Sólveig Pét- ursdóttir reyndi sem forseti þings- ins að opna Alþingi og kynna starf- semina en það virðist því miður ekki hafa skilað nógu miklu. Þegar við fáum aftur og aftur niðurstöð- ur kannana sem sýnir að mjög lítill hluti þjóðarinnar ber virðingu fyr- ir störfum þingsins, þá verður nýtt þing sem kemur saman í haust að gefa sér tíma í að athuga hvað við erum ekki að gera rétt. Við erum að sýna einhverja ímynd sem fellur fólki ekki í geð. Menn eru stundum ómálefnalegir í sínum málflutningi og þá ratar það inn í fjölmiðla, en ég held að það sé eitthvað annað sem ræður ferðinni. En það er al- veg ljóst að starfsreglur þurfa að vera skýrari.“ Hún bendir á nokkur mál sem eru í sviðsljósinu þessa dagana og segir að það sé ákveðin tilhneiging til að draga stjórnmálamenn inn í neikvæða umræðu. „Ég hlustaði til dæmis í morgun á löng viðtöl á einhverri útvarps- stöðinni um eftirlaun þingmanna,“ segir hún. „Þar var fullyrt að allir þingmenn hefðu greitt frumvarpi um eftirlaunin atkvæði. Það er al- rangt. Það voru stjórnarliðar sem það gerðu og einn úr stjórnarand- stöðu. Við Jóhanna Sigurðardótt- ir fluttum frumvarp í vetur um að færa réttindi þingmanna að því sem tíðkast hjá opinberum starfsmönn- um. Núna ætla allir flokkar að af- nema stimpilgjöld, sem eru ein- hver óréttlátasti skattur sem til er. Ég held ég hafi flutt frumvarp um afnám stimpilgjalda fimm ár í röð án þess að það hafi verið afgreitt, hvað þá að það hafi verið áhugi fyrir því. Allt í einu núna hafa allir flokk- ar áhuga á þessu! Formaður Fram- sóknarflokksins talar hástöfum um þennan óréttláta skatt. Hvers vegna hjálpaði hann mér ekki í vetur að koma þessu máli í gegnum þing- ið?!“ „En það er alveg ljóst að Alþingi þarf að draga úr neikvæðu um- ræðunni, opna jafnvel störf þings- ins þannig að fólk geti fylgst með nefndarfundum nema þegar fjallað er um mál sem varða einstaklinga eða önnur trúnaðarmál.“ „Inni á þingi starfar upp til hópa gífurlega gott fólk og þingsalir eru ekkert oftar tómir hér en á öðr- um þjóðþingum. Alþingismenn starfa inni á skrifstofum sínum og í nefndum, en þeir eru alltaf bein- tengdir umræðunni í þingsal. Við fáum gríðarlegan fjölda fólks til okkar og það er einfaldlega hluti af starfi þingmannsins að hitta fólk. Ég hef aldrei neitað að taka á móti fólki og aldrei dottið í hug að taka nafnið mitt úr símaskránni. Þing- menn verða að taka á móti símtöl- um landsmanna - það heldur þeim í tengslum við það sem er að ger- ast.“ Með byr undir báðum vængj- um Hún er sennilega svolítið fegin að eiga ekki von á því að setjast í næstu ríkisstjórn. „Það er búið að henda út millj- Föstudagur 11. maí 200726 Helgarblað DV „Mig langar að takast á við eitthvað sem er krefj- andi. Heilbrigðismálin hafa heillað sem og fang- elsismálavinna með börn og unglinga. Mér finnst gaman að öllu kynningarstarfi þannig að tæki- færin eru óteljandi. Mér hefur dottið í hug að opna ráðgjafarstofu og aðstoða fólk við hvernig á að komast gegnum kerfið, enda þekki ég vel til þeirra mála eftir störf mín sem alþingismaður. Ef mér bjóðast ekki verkefni þá bý ég þau til.“ Framtíðin er björt margrét varð fyrst þingmaður árið 1987, þá fyrir alþýðbanda- lagið. Hún segir nú skilið við stjórnmálin, sátt eftir langan feril.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.