Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 38
föstudagur 11. maí 200738 Helgarblað DV Væg en Víðtæk truflun Það er merkilegt þetta með sjúkdóm- ana. Stundum er eins og allir séu að kljást við sama vandamálið. Fólk í kringum þrítugt man eftir því að þegar þau voru börn fóru amma þeirra og „allar vinkonur hennar“ í gallblöðru- töku. Í fyrra hitti maður varla þá konu sem ekki var nýkomin úr slíkri aðgerð eða á leið í hana. Nú þekkir maður engan sem er að fara að láta fjarlægja úr sér gallblöðruna. Það er kominn nýr tískusjúkdómur. É g er ekki þunglynd- ur, ég er með bípól- ar,“ segja stjörnurn- ar. Tónlistarfólkið Robbie Williams og Sinéad O‘Connor hafa stigið fram og tjáð sig um veikindi sín og það sama hafa þeir gert leikararnir Ben Stiller, Robert Downey Jr. og Richard Dreyf- uss. Mikil áhersla virðist lögð á það hjá þeim frægu að taka skýrt fram að þau séu hvorki manísk né þunglynd, heldur „bípólar“. Sem er hvað? Ein- ar Guðmundsson geðlæknir hefur haft til meðferðar hundruð manns sem væntanlega eru haldin þessari röskun. „Bípólar er tiltölulega nýtt sjúk- dómsheiti, en þó ekki nýr sjúkdóm- ur,“ segir Einar. „Það er talað um „bipolar spectrum“, eða bípólar-lit- rófið, því fólk getur verið að sveiflast andlega lítið og sjaldan upp í mikið og oft. Því er talað um bipolar I og bipolar II. Það hefur verið reynt að þýða þetta orð yfir á íslensku, en ég er ekki alls kostar sáttur við þá þýð- ingu, „tvíhverf lyndisröskun eitt og tvö“, og kýs að kalla þetta geðhvörf I og geðhvörf II.“ Einar segir að einkenni geð- hvarfa I séu þau sem flestir þekki sem „manic-depressive“ en ein- kenni þeirra sem greinast með geð- hvörf II séu ekki eins áberandi. „Menn byrjuðu að átta sig á þessum sjúkdómi fyrir hundrað árum, en hann var ekki tekinn al- varlega eða rannsakaður af fullri alvöru fyrr en fyrir tuttugu og fimm, þrjátíu árum. Heiti sjúkdómsins var ekki skráð í bandarísku sjúkdóma- skrána fyrr en fyrir rúmum áratug. Í geðhvörfum I eru geðsveiflurn- ar sýnilegri öðrum, en geðhvörf II eru meira einkamál viðkomandi. Sú manneskja finnur kannski fyr- ir innri óróa og framkvæmdaþörf í uppsveiflunum; finnur til meiri bjartsýni, hugurinn fer á fleygiferð og viðkomandi fer að gera áætl- anir en finnst þær svo óraunhæf- ar skömmu seinna. Sjúkdómurinn birtist hins vegar oftast ekki öðrum nema að því leyti að fólk tekur eft- ir því að viðkomandi talar óvenju mikið einn daginn, eða fær kaup- æði eða þrifnaðaræði. Geðhvörf I geta hins vegar verið það stjórnlaus að aðrir verða varir við breytingu á persónuleika og hegðun viðkom- andi. Geðhvörfum I fylgja miklu meiri sveiflur og þunglyndið er oft- ast alvarlegra og sýnilegra. Geð- hvörf II eru sjaldnar sýnileg öðrum, nema að því leyti að það er algengt að sá hópur leiti í áfengi eða vímu- efni til að reyna að bæta líðan sína. Það fólk notar vímuefni, þar með talið áfengi, til að vinna gegn sveifl- unum, en þá verða vandamálin um leið sýnilegri.“ Geta ekki notið sigra sinna Þú talar um að fólk tali meira einn daginn, dragi sig svo inn í skel þann næsta... Er það ekki bara eðli- legt að sveiflast eitthvað? Er til ein- hver sem er alveg jafngeðja? „Við eigum væntanlega öll mis- jafna daga, en spurningin er hversu mikil vanlíðanin er. Þegar fólk vakn- ar dapurt eða kvíðið eftir að hafa átt góðan dag er það mögulega með geðhvörf. Eftir uppsveiflu getur fall- ið verið bratt. Manneskja sem er kát og glöð einn daginn en segir ekki orð þann næsta er mjög líklega með geðhvörf II. Þetta er væg en víðtæk truflun í flestum tilfellum.“ Það er aðallega stigsmunur á þessum tveimur lyndisröskunum, segir Einar. „Langflestir þeirra sem eru með geðhvörf II eru ekki með neina samfélagslega fötlun,“ segir hann. „Það fólk er í starfi, hefur mennt- un, á fjölskyldu og er að standa sína samfélagslegu pligt, en því líður ekki nógu vel. Þetta fólk er að vinna sigra, en getur ekki notið þeirra. Þau hafa almennt lítið mót- lætisþol, eru eins og lauf í vindi. Ef það er meðbyr geta þau farið í upp- sveiflu en ef það er mótbyr fara þau í þunglyndi.“ Oft þarf heimsþekkt fólk að stíga fram og viðurkenna vanmátt sinn í ýmsum efnum til að venjulegt fólk þori að horfast í augu við eigin vanda. Söngvarinn Robbie Williams er einn þeirra sem það hefur gert nýverið og sagðist hafa þurft að af- lýsa tónleikaferðalagi vegna þessa sjúkdóms, þar sem hann hafi ekki treyst sér fram úr rúmi. Er slíkt al- gengt í geðhvörfum II? „Nei, fólk með geðhvörf II læt- ur sig yfirleitt hafa það að mæta til vinnu þótt því líði ekki vel. Það eru frekar þeir sem veikari eru, til dæm- is með geðhvörf I, sem eru svo illa staddir í þunglyndinu að þeir treysta sér ekki úr rúmi.“ Svo ég haldi áfram að vitna í fræga fólkið sem stígur nú fram og segir frá sjúkdómi sínum. Sinéad O‘Connor segist heyra raddir þegar hún er í uppsveiflu... „Það að heyra raddir hefur ver- ið eitt þeirra einkenna sem notuð hafa verið til að aðgreina geðhvarfa- sjúkdóm og geðklofa,“ segir Einar. „Það er næstum sérkennandi fyrir geðklofa að heyra raddir. Hins veg- ar ber á það að líta að könnun sem gerð var, að mig minnir í Bretlandi, sýndi að 65% almennings segjast hafa heyrt óútskýrða rödd eða radd- ir einhvern tíma í lífinu.“ Uppsveiflunni fylgir fram- kvæmdaþörf Meðhöndlun þessara tveggja geðraskana segir Einar sumpart ólíka. „Hið almenna er að það þarf hærri lyfjaskammta við geðhvörfum I og þar er lyfjameðferð ekki alveg sú sama og við geðhvörfum II, þar sem geðsveiflurnar eru ekki eins miklar. Nánast allir sjúklingar sem leita til mín með geðhvörf II koma vegna þunglyndis og sjaldnast kvarta þeir yfir uppsveiflunum. Uppsveifl- urnar vara yfirleitt stutt og hið al- gengasta er að fólk er hálfan dag- inn í uppsveiflu og svo bráir af því. Í uppsveifluástandi fer hugurinn á fullt, það verður til þessi „það er allt hægt“ stemning, til dæmis hjá alkó- hólista sem er að reyna að hætta að drekka. Alkóhólistinn telur sér trú um að það sé í lagi að smakka smá- vegis af áfengi, líkt og þeir sem stríða við matarfíkn telja sér trú um að smá súkkulaði skaði ekki. Bjartsýn- in ræður ríkjum og getur tekið völd- in, dómgreindin skerðist en sjaldan þó mikið í geðhvörfum II. Uppsveifl- unni fylgir gjarnan ákveðin fram- kvæmdaþörf. Fólk á frekar erfitt með að slaka á í uppsveiflu. Það sest gjarnan ekki niður og nýtur þess að vera bjartsýnt, heldur drífur sig í að framkvæma eitthvað sem hefur ver- ið frestað lengi, þrif og annað slíkt. Af þeim sökum eru margir ánægð- ir með uppsveifluna. Svo eru aðr- ir sem líður ekki vel í uppsveiflu og vilja gjarnan losna við það ástand, til dæmis með hjálp lyfja.“ Einar leggur áherslu á í sínum meðferðum að gefa tvö til þrjú lyf í lágum skömmtum, auk samtalsmeðferðar. „Geðhvörf eru væntanlega efna- skipta- og/eða boðefnabreytingar í heilanum, en orsökin er ekki vel þekkt,“ segir hann. „Það er þó eng- inn vafi á að sjúkdómurinn erfist og er í stórum stíl í íslensku þjóðinni. Ég hef líka séð geðhvörf II mikið hjá Norðmönnum og Asíubúum, svo sem Víetnömum og fólki frá Suð- ur-Kóreu. Aðalrannsóknirnar eru frá Bandaríkjunum, Frakklandi og Sviss þannig að þetta er væntanlega um allan heim. Ég hef ekki notað sterka lyfjaskammta og reynsla mín er sú að það er betra að vera með fleiri lyf í lágum skömmtum heldur en spenna upp skammta eins lyfs vegna þess að þetta er víðtæk trufl- un, sem ekkert eitt lyf virðist dekka að öllu leyti. Þessi röskun hefur ýmis áhrif á persónuleika fólks, til dæmis samskipti þess við aðra, félagsfælni er algeng sem og kvíði og einnig árátta og þráhyggja. Geðhvörfunum fylgja líka ýmis sállíkamleg vanda- mál eins og þau að fólki finnst erfitt að einbeita sér, það verður vart við minnistruflanir og getur átt erfitt með að þola hávaða, lykt og jafnvel snertingu.“ Lyf oft nauðsynleg En er ekki betra að sveiflast upp og niður en verða sljór af lyfjum, verða alveg „flatur“ tilfinningalega? „Einstaka manneskja verður FræGir LEikarar oG tónListarmEnn mEð GEðhvörF Ben stiller, robert downey Jr., richard dreyfuss, sinéad O‘Connor, robbie Williams. BípóLar Nú þykir flottara að vera haldinn sjúkdómnum bípólar en þunglyndi þótt það sé nánast sami sjúkdómurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.