Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Page 11
RáðheRRaRniR skRifa upp á tæpa 6 milljaRða kjördæmabundin. „Fræðilega séð er sýnileiki ráðherranna það sem skiptir mestu máli fyrir þá og verðmæti samningsins fyrir kjósendur, umfram krónutölurnar sem liggja á bakvið. Að klippa á borða og vígslur telur í raun jafn- mikið þar sem slíkar athafnir tryggja sýnileik- ann og hafa auglýsingagildi. Krónutalan er aftur sá liður sem getur farið að hafa neikvæð áhrif kynningarlega séð og getur haft öfug áhrif,“ segir Ingvi Jökull. „Framfarasamningar sem tryggja já- kvæðar úrbætur skipta miklu máli því þeir vekja umfjöllun. Kjósendur muna best eft- ir því sem gerðist nýlega í þeirra garð, því fleira jákvætt sem gerist hjá ráðherra sem næst kosningum því betra. Ákveðinn hluti af þessu er líka að sýna lit í því að standa við kosningaloforð. Í stórum dráttum hef- ur þetta ekki svo mikil áhrif á kjósendur, yf- irleitt hefur þetta mest áhrif í kjördæmum ráðherranna sem gjarnan sýna mestan lit í eigin kjördæmi á lokasprettinum. Að kom- ast á síður blaðanna er mikilvægt en heilt yfir tel ég þetta hafa minni áhrif á kjósend- ur en ráðherrarnir vona. Kjósendur eru gáfaðir.“ Óeðlileg notkun á valdi Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er sammála því að áhrifin á kjósendur séu minni en ráðherrar halda. Aðspurður telur hann útlit fyrir að hér sé um venju- leg atkvæðakaup að ræða. „Það verður að segjast að þetta er mjög óeðlileg notkun á því valdi sem ráðherrar telja sig hafa. Annað hvort er þetta þannig að þeir haldi aftur af sér með undir- skriftir samninga fram að kosningavetri eða þá að þeir eru hrein- lega að lofa upp í ermina á sér. Þetta er ansi nálægt því að lítu út sem venjuleg atkvæðakaup,“ segir Gunn- ar Helgi. „Eðlilegt er að spyrja sig hvort þarna sé verið að nota almannafé til að afla sér, og sínum flokki, atkvæða. Án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því, finnst mér það ekkert sérstaklega trúlegt að með þessari aðferð kaupi þeir atkvæði margra kjós- enda. Auðvitað er það alltaf gott fyrir ráðamenn að vera í sviðsljósinu í jákvæðu hlutverki og með þessu er hægt að slá á óánægju þar sem hún hefur grafið um sig. Ég held að þetta sé ekki eins áhrifa- ríkt og fjármunirnir gefa tilefni til að halda.“ Verkin sýna merkin Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Há- skólann í Reykjavík, telur mikilvægt að velta upp þeirri spurningu hverjir samninganna séu afleið- ing langs undirbúningstíma og hverjir þeirra séu eðlilegt framhald af öðru samstarfi. Hann segir jafnframt eðlilegt að spyrja sig hvort hér sé um lausatök í fjárstjórn málaflokksins að ræða fyrir kosningar. „Sumt af þessu lítur þannig út að um eyðslu- fyllerí sé að ræða. Samningur þarf ekki að vera lakari þótt hann sé borinn upp fyrir kosning- ar. Sömuleiðis er nauðsynlegt að velta fyrir sér hvort einhver þessara samninga sé tilkominn eft- ir langa vinnu, eitthvað sem hvort sem er hefði eða þyrfti að koma til framkvæmda,“ segir Ólafur. „Þegar kemur að aðhaldi í útgjöldum hins opin- bera sýna verkin merkin. Án þess að hafa efnis- lega skoðun á þessum samningum, þá er verið að skuldbinda ríkissjóð og þá er vert að velta fyrir sér hvort fjárheimildir séu fyrir einstökum samning- um. Ég er talsmaður þess í opinberum útgjöld- um að gengið sé hægt um gleðinnar dyr. Þarna er kannski kominn mælikvarði á það hversu vel ráðherrar fylgja því í raun.“ Eiga ekki að haga sér svona Gunnar Helgi setur spurningamerki við und- irskriftir samkomulaga sem rúmast ekki innan fjárlaga. Hann segir mikilvægt að yfirvöld vinni að langtímaáætlunum til að fyrirbyggja slíkt. „Ef samningur rúmast innan fjárlaga er lítið við honum að segja. Ef ráðherrar eru hins vegar á síðustu dögum fyrir kosningar að skrifa und- ir fjölda samninga utan fjárlaga má draga í efa bindingu þeirra. Sá aðili sem lofað er fé mun eðlilega ganga á eftir loforð- inu og ráðherra er búinn að skapa vandamál fyrir hugsanlegan eft- irmann sinn,“ segir Gunnar Helgi. „Íslensk stjórn- sýsla ætlar ráð- herrunum ekki að haga sér svona. Skammtímasjónarmið í fjárlögum landsins eru mjög ráðandi. Heppi- legast að mínu mati væri að tryggja langtímaáætlun fjárlaga til að koma í veg fyrir ótrúverðugleika slíkra samninga. Aðspurður tekur Birgir í sama streng og telur óvar- legt að ráðherrar séu að lofa fjárveitingum sem Alþingi hafi ekki samþykkt í fjár- lögum. „Fjárveitingavaldið er hjá þinginu, það liggur fyrir. Þetta eru orðnar háar upphæðir sem velta upp spurningunni um heim- ildir ráðherra að ráðstafa fé án samþykkta Alþingis. Hér er um að ræða kosn- ingatékka með gjalddaga langt fram í tímann og eft- ir að nýr prókúruhafi hef- ur fengið fjármálin í hend- ur að loknum kosningum. Það er bara þannig,“ segir Birgir. DV Helgarblað Föstudagur 11. maí 2007 11 Á síðustu tveimur mánuðum hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar skrifað upp á 26 samninga að heildarverðmæti 5,8 milljarða. Eina ráðuneytið sem skrifaði ekki undir samning var umhverfisráðuneytið. Helmingur samninganna og þriðjungur fjárhæðarinnar er með gjalddaga nokkur ár fram í tímann og bíður því næstu ríkisstjórnar að efna loforðin. FlugVélin á lEiðinni Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kláraði langt verkefni með því að skrifa undir kaupsamning á nýrri flugvél fyrir Landhelgisgæsluna. MEnningartEngdar FErðir Þorgerður Katrín gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur undirritað samninga um menning- artengda ferðaþjónustu og ferðasjóð íþróttafélaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.