Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 18
Föstudagur 11. maí 200718 Helgarblað DV
Því er oft haldið fram af íslensk�
um kjósendum að aðild Íslands að
Evrópusambandinu mundi valda
íslenskum bændum og búvöru�
framleiðslunni miklum búsifjum.
Hagsmunum bændastéttarinnar
sé betur borgið utan ESB jafnvel
þótt verndartollar kynnu að lækka
engu að síður.
Því er verðugt að kynna sér hver
raunin hefur orðið hjá sænskum
bændum, en Svíar samþykktu að�
ild að Evrópusambandinu í þjóðar�
atkvæðagreiðslu árið 1995. „Breyt�
ingum fylgir áhætta en sænskum
landbúnaði líður betur innan Evr�
ópusambandsins en utan þess,“
segir Peter Lundberg, sérfræðing�
ur í landbúnaðarpólitík hjá Lant�
brukarnas riksförbund, sænsku
bændasamtökunum.
Breytingar og áhætta
„Við stóðum frammi fyrir
erfiðleikum vegna ákvarðana
stjórnvalda um umfangsmiklar
breytingar á stýringu landbún�
aðarframleiðslunnar. Við sáum
líka mikil tækifæri á sameiginleg�
um Evrópumarkaði fyrir sænsk�
ar landbúnaðarafurðir. Almennt
séð töldu sænsku bændasamtök�
in að Evrópusambandið væri eft�
irsóknarvert sem vettvangur fyr�
ir sameiginlegan markað. Þessi
afstaða tók ekki aðeins til beinna
hagsmuna bænda og búvöru�
framleiðslunnar, heldur einnig til
leitarinnar að meiri stöðugleika
fyrir landbúnaðinn í heild sinni.
Þarna voru vitanlega tækifæri fyrir
sænskar búvörur á stórum mark�
aði. Það er löng hefð fyrir frjálsri
verslun í Svíþjóð en bændur eins
og aðrir vita einnig að allar breyt�
ingar fela í sér áhættu. Við vitum
líka að á sama tíma er þróunin í
veröldinni í þá átt að auka frjáls�
ræði í verslun, lækka verndartolla.
Út á það ganga viðræður innan
WTO, Alþjóðaviðskiptastofnun�
arinnar. Þar var enn ein ástæða
til þess að taka afstöðu með inn�
göngu í Evrópusambandið,“ seg�
ir Peter Lundberg. Með þessu á
hann við að í samfélagi þjóðanna
innan sambandsins er hagsmun�
um landbúnaðarframleiðslu ein�
stakra þjóða betur borgið í hnatt�
rænu tilliti.
Tækifærin bíða innan ESB
Spyrja má Peter Lundberg
hvort sænsku bændasamtökunum,
Lantbrukarnas riksförbund, hafi
þótt sem verið væri að velja milli
tveggja afarkosta, að standa innan
eða utan Evrópusambandsins.
„Við sem fengumst við þetta og
stór hluti bændanna litum á það
sem góðan og spennandi kost að
öðlast aðild að ESB, en vitanlega
voru einnig margir bændur and�
snúnir aðild eða í það minnsta ef�
ins. Margir þeirra sáu mikla mögu�
leika samfara aðildinni. Við gátum
séð fyrir okkur aukinn innflutn�
ing á búvörum en einnig vaxandi
útflutning á sænskum búvörum.
Útflutningsvörurnar eru þær bú�
vörur sem eru mest unnar. Af unn�
inni matvöru er nú mest flutt út
af vodka, sem er vitaskuld unn�
ið úr hveiti. Innflutningurinn er
að mestu hefðbundnar búvörur,
kjöt og unnar mjólkurvörur. Hann
hefur aukist verulega og aukinni
neyslu á búvörum í Svíþjóð hefur
að mestu verið mætt með innflutn�
ingi. Þetta hefur auðvitað komið
niður á hluta landbúnaðarins og
er nátturuleg afleiðing af inngöng�
unni í Evrópusambandið. En við
verður að einbeita okkur að fjöl�
þjóðlega samkeppnisumhverfinu
til þess að verða samkeppnisfær.
Við erum reyndar þeirrar skoðun�
ar innan bændasamtakanna að
stjórnvöld hafi ekki sýnt þessu at�
riði tilhlýðilegan skilning og lagt
eitthvað að mörkum til þess að
auka samkeppnishæfni landbún�
aðarins. Enn þurfa sænskir bænd�
ur að standa skil á ýmsum fram�
leiðslugjöldum eða sköttum sem
gerir stöðu þeirra verri en hún
þyrfti að vera gagnvart keppinaut�
um innan Evrópusambandsins,“
segir Peter Lundberg.
Auknar fjárfestingar bænda
Nærtækt er að spyrja hvort
sænskir bændur hafi einhvern tíma
séð eftir því að hafa stutt aðildina
að Evrópusambandinu.
„Nei, alls ekki,“ segir Peter. „Okk�
ur finnst enn að ákvörðunin hafi
verið rétt. Við erum einnig fullviss
um að sænskum landbúnaði líður
betur nú en honum hefði annars
liðið utan sambandsins.“
Þegar miklar breytingar eru
gerðar á gangverki þjóðfélagsins er
ekki víst að menn finni fyrir þeim í
fyrstu. Þannig var það með sænska
landbúnaðinn fyrstu misserin eft�
ir inngönguna í Evrópusambandið
árið 1995. En eftir að breyttar að�
stæður fóru að segja til sín fram�
kölluðu þær nýja strauma, ný við�
brögð og nýjar hneigðir í sænskum
landbúnaði. „Sænskur landbún�
aður hefur nú að mestu samlag�
ast Evrópumarkaðnum, brugðist
við aukinni samkeppni og nýtt sér
ný tækifæri. Sem stendur er þró�
unin á markaðnum fyrir búvöru�
framleiðsluna mjög jákvæð, jafnvel
í hnattrænu samhengi. Til dæmis
ber á aukinni eftirspurn eftir nýj�
um orkugjöfum sem byggja á land�
VILJA ÍSLAND Í EVRÓPUSAMBANDIÐ
JÓHANN HAUKSSoN
blaðamaður skrifar: johann@dv.is
Peter Lundberg „Ég mundi mjög gjarnan vilja sjá íslendinga og Norðmenn
ganga í Evrópusambandið. Þannig gætum við þróað og samhæft samvinnu
landanna enn frekar innan sambandsins.“
Sænsku bændasamtökin telja víst að hagsmunum íslenskra bænda yrði best borgið innan Evrópusam-
bandsins. Sérfræðingur samtakanna ráðleggur bæði Íslendingum og Norðmönnum að sækja um aðild og
ganga í ESB. Þannig geti Norðurlöndin þróað og eflt samvinnu sína á sviði landbúnaðar innan þess. Sænsku
bændasamtökin voru hlynnt aðild Svía að Evrópusambandinu 1995 og beittu sér mjög í baráttunni um at-
kvæðin í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um málið. Jóhann Hauksson blaðamaður ræðir við Pet-
er Lundberg, sérfræðing hjá sænsku bændasamtökunum um aðildina að Evrópusambandinu og batnandi
afkomu landbúnaðar í Svíþjóð.