Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 30
Föstudagur 11. maí 200730 Sport DV
Spá DV fyrir LanDSbankaDeiLD karLa
Komnir:
atli Jóhannesson frá íBV, Óskar
örn Hauksson frá grindavík,
stefán Logi magnússon frá Ks/
Leiftri, Jóhann Þórhallsson frá
grindavík, Pétur marteinsson
frá Hammarby, Ingimundur
Óskarsson frá Fjölni, Henning
Jónasson frá Þrótti.
Farnir:
gunnar Kristjánsson í Víking,
gunnar Einarsson í Val, sölvi
davíðsson í gróttu, sölvi
sturluson í Fjölni á láni, mario
Cizmek til Króatíu, Bjarni
Þorsteinsson í gróttu, skúli
Jónsson í Þrótt á láni.
KR kemur gríðarlega vel undirbúið fyrir sumarið. Flest-
ir leikmenn KR hafa gengið í gegnum tvö erfið und-
irbúningstímabil hjá Teiti Þórðarsyni. KR gefst aldrei
upp, það er mikill karakter í liðinu sem skorar mikið
þegar skammt er til leiksloka. Þegar Rúnar Kristinsson
snýr aftur á klakann verður ekki árennilegt að mæta
Vesturbæjarstórveldinu.
„Það var ekki mikill munur á undirbúningstímabilinu
núna og í fyrra, ég sé hins vegar stóran mun á hópnum.
Þeir sem voru að fara í gegnum þetta í annað sinn finn-
ast mér líta gríðarlega vel út. Við erum mjög vel undir-
búnir. Við erum búnir að eiga fínan vetur og það sem
er mikilvægt er að nánast allir eru búnir að vera að æfa.
Við höfum ekki lent í miklum meiðslum,“ sagði Teitur.
3. sæti
KR
Komnir:
Bjarki Freyr guðmundsson frá
ía, Einar örn Einarsson frá
Leikni, Hilmar trausti arnars-
son frá Haukum, Högni
Helgason frá Hetti, Ingvi rafn
guðmundsson snýr aftur úr
meiðslum, marko Kotilainen
frá real Betis B, Nicolai
Jörgensen frá FC midtjylland,
Óttar steinn magnússon frá
Hetti, sigurbjörn Hafþórsson
frá Ks/Leiftri.
Farnir:
Buddy Farah (óvíst hvert hann
fór), daniel severino til
svíþjóðar, geoff miles til
Bandaríkjanna, Hólmar örn
rúnarsson til silkeborg,
magnús Þormar í stjörnuna,
Ólafur Þór Berry í Þrótt r.
DV spáir Keflavík fjórða sæti. Keflvíkingar enduðu í
fjórða sæti á síðustu leiktíð og unnu bikarkeppnina.
Kristján Guðmundsson, þjálfari liðsins, segir að erfitt
verði að toppa þann árangur.
„Það er mjög erfitt að gera betur en í fyrra, það eru bara
fyrstu þrjú sætin. Það verður erfitt að ná því, það er fullt
af jöfnum og góðum liðum í deildinni. Markmiðið er að
halda fjórða sæti eða vera ofar, þannig er umræðan eins
og er. Helsti styrkleiki okkar er að skora mörk. Það er
mikil samkeppni um framherjastöðurnar. Samkenndin
í hópnum er líka styrkleiki hjá okkur,“ sagði Kristján.
4. sæti
KeflavíK
Komnir:
arnar og Bjarki gunnlaugssyn-
ir frá ía, matthías guðmunds-
son frá Val, auðun Helgason
og sverrir garðarsson koma
aftur eftir meiðsli.
Farnir:
andré Lindbæk til danmerkur,
Peter matzen óvíst, Baldur Bett
í Val, Ármann smári Björnsson
í Brann, Árni Freyr guðnason
til Fremad Århus á láni, Haukur
Ólafsson til Þróttar r. á láni,
Hermann albertsson í Víking,
tómas Leifsson í Fjölni.
Það kemur ekki á óvart að FH skuli vera spáð Íslands-
meistaratitlinum. Liðið er gríðarlega vel mannað en
það sem er frábrugðið þessu undirbúningstímabili og
því síðasta er að meiðsli hafa ekki sett jafnmikið strik í
reikninginn. Öll lið vilja leggja FH og munu leggja sig
extra mikið fram við það verkefni. Það verður hins veg-
ar hægara sagt en gert að velta FH af stalli sem besta lið
landsins.
„Ég held að deildin verði jafnari í ár en undanfarin
ár, held að allir komi til með að vinna alla. Það verður
ekkert lið sem stingur af og ekkert lið sem situr eftir. Ég
hef trú á því. Við höfum ekki verið að sýna okkar besta
fótbolta og ég trúi því að við eigum einhver 10% inni,“
sagði hinn geðþekki Ólafur Jóhannesson þjálfari.
1. sæti
fH
Komnir:
rené Carlsen frá randers í
danmörku, Baldur Bett frá FH,
Hafþór Ægir Vilhjálmsson frá
ía, daníel Hjaltason frá Víkingi,
Jóhann Helgason frá grinda-
vík, gunnar Einarsson frá Kr,
Helgi sigurðsson frá Fram,
dennis Bo mortensen frá
danmörku.
Farnir:
matthías guðmundsson í FH,
Þorvaldur makan sigbjörns-
son (óvíst hvert hann fer),
garðar Jóhannsson í Fredrik-
stad, ari Freyr skúlason í
Häcken, garðar gunnlaugsson
í Norrköping, Jakob spangs-
berg Jensen í Leikni, Valur
Fannar gíslason í Fylki, torfi
geir Hilmarsson í aftureldingu
á láni, Jóhann Helgason í
grindavík á láni.
Þó að Valsmenn hafi misst marga, þá hefur liðið engu
að síður styrkst frá síðasta tímabili. Liðið er þéttara og
allir leikmenn liðsins kunna að spila fótbolta. Willum
Þór Þórsson er á sínu þriðja tímabili og handbragð hans
á Val ætti að vera orðið fullmótað. Valsmenn verða við
toppinn í sumar, allt annað er undir væntingum.
„Við erum með breiðan og sterkan hóp og höfum ver-
ið tiltölulega lausir við meiðsli þannig að við komum
nokkuð vel undirbúnir. Deildin er alltaf að verða jafnari
og jafnari, breiddin er alltaf að aukast í þessu og ég held
að spáin sé nokkuð raunhæf miðað við þær forsendur
sem menn gefa sér,“ sagði Willum í samtali við DV.
2. sæti
valuR