Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 22
Frægð og frami Ellýjar Ámanns, sjónvarpsþul- unnar góðkunnu, á Moggablogginu fer líklega ekki hjá neinum sem fylgist með fjölmiðlum. Smásög- ur hennar með hinu sígilda stefi um glímu synd- ar og samvisku eru vinsælasta lesefni þjóðarinn- ar um þessar mundir. Höfundurinn er jafn- an í hlutverki hinnar siðprúðu maddömu, en okkur lesendur grunar að undir niðri búi ólgandi tilfinningar og lífsreynsla sem bíði þess eins að finna sér hömlulausan far- veg. Kannski er það ástæðan fyrir því að við mæt- um aftur og aftur á sömu slóðina. Það kann að vera rétt sem vel lesnir og lærðir bókamenn segja, að þetta sé ekki hávaxnasti gróð- urinn í skrúðgarði andans. En það skiptir ekki máli. Ellý Ármanns er áreiðanlega bara að skemmta okk- ur og njóta lífsins sjálf. Skáldin geta sofið róleg; hún ætlar örugglega ekki að keppa við þá um styrkina. En hitt held ég að rétt sé að staldra við, hver lærdómurinn er af öllum þessa áhuga. Ég held að fólk vilji fjölmiðla sem segja ekki bara fréttir af hvers- dagsheiminum. Þau eru ágæt Geir og Þorgerður Katrín, Össur og Ingi- björg Sólrún, Bill og Hillary Clinton. En við viljum líka sögur úr heimi hugar, tilfinninga og ímyndana. Við viljum líka lesa um Kjartan, Bolla og Guðrúnu, Eyvind og Höllu, Rómeó og Júlíu. Og hið ljósa man sem kaus heldur þann versta en þann næstbesta. Það er kannski erfitt að trúa því en sannleik- urinn er sá að einu sinni voru dagblöð og tímarit helsti vettvangur bókmennta í þjóðfélaginu. Það var þar sem skáldin, jafnt á Íslandi sem utanlands, kvöddu sér hljóðs á blómaöld blaðanna á 19. öld og öndverðri 20. öld. Blöðin birtu reglulega, jafn- vel í hverju tölublaði, smásögur og ljóð. Þetta var gjarnan á forsíðunni eða öðrum áberandi stað. Og lengri sögur voru birtar sem framhaldsefni neðan- máls (eins og það hét). Þannig fundu þeir lesend- ur, Dickens og Tolstoy, Halldór Laxness og Jóhann Jónsson, og allir hinir. Til eru menn, ekki ýkja aldr- aðir, sem muna þá tíma að íslensku dagblöðin, til dæmis Morgunblaðið og Vísir, buðu lesendum upp á daglegar framhaldssögur. Á bókmenntatíma blaðanna voru ritstjórarnir skáld og menningarfrömuðir, smekkmenn á fagrar listir og gott lesmál. Í því sambandi má rifja upp að þjóðskáldin okkar, menn einsog Matthías Jochumsson og Þorsteinn Erlingsson ritstýrðu stórum og útbreiddum blöðum á sinni tíð. Líklega er Matthías Jo- hannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, síðasti fulltrúi þessarar hefðar. Það var hann sem gerði Morgunblaðið að stórveldi á Íslandi. Ekki er útilokað að skáldskapurinn fái á ný sinn sess í fjölmiðlunum. Um það eru raunar ýmsar vís- bendingar. Ekki bara Ellý Ármanns á Íslandi. Smá- sögur eru farnar að sjást á ný í erlendum dagblöðum og jafnvel á fréttavefjum stórra fjölmiðlafyrirtækja. Nýja íslenska fríblaðið í Boston hefur smásögu daglega á boðstólum. Kannski rennur sú stund upp fyrr en varir að það þyki sjálfsagt að frumort ljóð dagsins verði á forsíðum dagblaðanna. Kannski eiga skáldin og bókmenntirnar eftir að snúa aftur á fornar slóðir í nýjum heimi. Mér finnst að þau ættu að gera það. föstudagur 11. maí 200722 Umræða DV Ósköp er margt líkt með stjórnmálamönnunum. Í DV er ekki aðeins sagt frá einstökum rausnarskap ráðherra síðustu daga fyr- ir kosningar, það er rausnarskap með almannasjóði, en ráðherrar hafa skuldbundið ríkissjóð fyrir milljarða króna síðustu daga. Oftast til að freista þess að fá góða kosningu. Aðrir þingmenn hafa nýtt sér forréttindi og sagt er frá því í DV. Tveir af þingmönnum Framsóknarflokksins, Guðjón Ólafur Jóns- son og Sæunn Stefánsdóttir, boðuðu opnun kosningaskrifstofu sinnar með því að senda boðsbréf til tvö þúsund félagsmanna. Bréf- ið var ritað á bréfsefni Alþingis, fært í umslag Alþingis og kostað af Alþingi. Aðspurð sagði Sæunn þetta háttalag fullkomlega eðlilegt og að það rúmaðist innan heimilda þingmanna til að kynna mál- efni sín fyrir stuðningsmönnum sínum. „Efni bréfsins var meira en það að kynna kosningaskrifstofu okkar. Þingmenn hafa heimild til að vera í sambandi við kjósendur og senda bréf til stuðningsmanna sinna til að kynna sínar áhersl- ur. Ég álít þetta vera hluta þeirr- ar heimildar og ekki einsdæmi í þingsögunni,“ sagði Sæunn við DV. „Að mínu mati er þetta fullkomlega eðlilegur liður í því að vera í sambandi við kjósendur og innan heimildar þingmanna. Bréfið var aðeins sent til okkar stuðningsmanna í Reykjavík og að frumkvæði okkar Guðjóns Ólafs. Í staðinn fyrir að senda tvö bréf ákváðum við að sameinast um þetta bréf. Ég veit um fjölda slíkra dæma hjá þing- mönnum á þessum vetri án þess að ég sé þannig gerð að gefa upp hverjir það eru.“ Jón Bjarnason, þingmaður vinstri grænna, býr í bæjaríbúð á Blönduósi þar sem hann borgar langtum minna í leigu en Alþingi borgar honum í húsaleigustyrk. Þingmaðurinn hagnast því um tugi þúsunda króna um hver mánaðamót þar sem leigan, sem er eflaust niðurgreidd af öðrum bæjarbúum, er lægri en framlag Íslendinga til Jóns. Á sama tíma bíða fjölskyldur á Blönduósi eftir lausn á hús- næðisvanda. Þannig er þetta. Ekki er nema von að tiltrú fólks til þingmanna sé ekki mikil og ekki er rétt að gera ráð fyrir að hún auk- ist þegar upplýsingar um sjálftöku og forréttindi upplýsast. Hægt og bítandi verður komið nóg. Það mun taka tíma. Ekki er mikil von til að nýtt Alþingi verði um allt siðavandara en það sem nú kveður. Það er skylda fjölmiðla að standa vaktina og benda á forréttindin. Það verður gert, þingheimi til armæðu. Sigurjón M. Egilsson Forréttindi Skáldin ættu að snúa aftur Kjallari Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. 512 7070 frettaskot@dv.is Ekki er mikil von til að nýtt Alþingi verði um allt siðavandara en það sem nú kveður. ÚtgáFuFélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. StjórnarFormaður: Hreinn loftsson FramkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson FulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson Magaást Stjórnmála- flokkarnir keppa um at- kvæði kjós- enda og beita margvíslegum aðferðum. Á Ísafirði virðast menn trúa að leiðin að hjarta kjósandans liggi sömu leið og leiðin að hjarta mannsins, nefnilega í gegnum maga hans. Sjálfstæðismenn bjóða í súpu og Samfylkingin býð- ur í plokkfisk. Reyndar fylgir Jón Baldvin Hannibalsson í kaup- bæti hjá Samfylkingunni þótt ekki sé hann í framboði. Galna könnunin Björn Ingi Hrafnsson, borg- arfulltrúi framsóknar, kvartar undan því að könnun sem sýnir mikla fylgisaukn- ingu flokks síns skuli dregin í efa. Sumir telja þó að þarna sé komin galna könnunin sem sumir kalla. Samkvæmt töl- fræðinni er ein af hverjum 20 könnunum lík- lega röng. Þannig mældist Sam- fylkingin eitt sinn með 45 pró- senta fylgi fyrir síðustu kosningar. Spurning hvort svipað sé uppi á teningunum núna? Geir á skyrtunni Eitt hressilegasta kosningasjón- varpið í þess- ari atrennu var haldið á Stöð 2 í fyrrakvöld. Var haft á orði að loks- ins væri komið líf í kosningabar- áttuna. Það sem vakti þó einna mestu athyglina var yfirheyrsla Egils Helgason- ar yfir Geir H. Haarde forsætis- ráðherra. Meðal þess sem hann spurði Geir var: „Geir, af hverju ertu svona oft á skyrtunni?“ Loks- ins er kominn fréttamaður sem þorir að spyrja erfiðra spurninga! Þvílík áræðni hefur vart sést í ís- lenskri fréttamennsku. SandKorn Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. FréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð GUÐMUNDUR MAGNÚSSON sagnfræðingur skrifar Ekki er útilokað að skáldskap- urinn fái á ný sinn sess í fjöl- miðlunum. Um það eru raunar ýmsar vísbendingar. Ekki bara Ellý Ármanns á Íslandi. HPI Savage X 4,1 RTR Fja stýrður bensín-torfærutrukkur Nú á lækkuðu verði 48.900,- Tómstundahúsið Nethyl 2 Sími 5870600 www.tomstundahusid.is HUGLEIKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.