Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 44
Isole e Olena Chianti Classico 2004
Isole e Olene er í miðju Chianti héraði, mitt á milli Flórens og Síena í
Toskaníu. Óvenju ljóst að lit en mikil sveit í nefi og munni. Sveittur hnakkur,
rjúkandi taða og hesthúsalykt en þroskaðar appelsínur í munni. Frekar ferskt
og ávaxtaríkt. Þægilegt ítalskt vín. 1750 krónur.
Fontodi Chianti Classico 2004
Fontodi kemur úr latínu og merkir gosbrunnur Óðins en á þessum slóðum hefur
verið vínrækt allt frá dögum Rómarveldis. Manetti fjölskyldan framleiðir
margvíslegan varning en sonurinn Giovani Manetti sem sér um vínræktina sem
er skemmtileg blanda hefða og nýjustu tækni. Ekrur fjölskyldunnar eru í Gullnu
skálinni (Conca d´Oro) í 400 metra hæð yfir sjávarmáli, suður af bænum Panzano í
Toskaníu. Vínið batnaði við öndun og myndi líklega batna við nokkur misseri í
kjallaranum. Lagað úr Sangiovese þrúgunni og látið liggja í frönskum eikartunn-
um í 1 ár. Blómaangan í nefi með lakkrís og bláum Opal. Rúsínur, kirsuber, eik og
bóndabær í munni með kröftugu tanníni og eik. Eftirbragðið langt og sætt.
Góður Ítali á ágætu verði. 1890 krónur.
Villa Antinori 2003
Stærsta víngerðarhús Ítalíu í einkaeign. Framleiðir 18 milljónir flaskna árlega. Vínið flokkaðist sem
Chianti Classico til aldamóta en hresstist að mörgu leiti við að losna undan þeirri skilgreiningu.
Aðallega gert úr Sangiovese þrúgunni en einnig Cabernet Sauvignon, Merlot og Syrah. Dökk villiber,
plómur, kirsuber, einiber og svartur pipar í nefi. Súkkulaði, pipar og kirsuber í munni. Gott vín. 1690
krónur. Í þessum pistlum hef ég fjallað um vín sem auðvelt er að nálgast hér innan lands, á verði sem ætti að vera á allra færi. Neðri mörk engin og efri mörk
2.000 krónur. Einu sinni fjallaði
ég reyndar um fínasta og lang-
dýrasta vínið í vínkjallaranum
mínum sem reyndist ónýtt og
endaði í sósu. Ég vona að sú
hafi ekki verið raunin með
flöskurnar 206 sem voru á
uppboði í höfuðstöðvum
Sotheby´s á Manhattan
28. febrúar síðastliðinn.
Allar seldust og 99 pró-
sent á yfirverði. Áætlað
verð var 50 milljónir en
reyndist 150 milljónir
þegar upp var staðið.
Það kom kannski ekki
á óvart því allar flös-
kurnar voru úr vín-
kjallara barónessunn-
ar Philippine de
Rothschild og höfðu
legið þar óhreyfðar frá upphafi.
Uppáhalds árgangur hennar er 1949
og flaska af Mouton frá því ári seld-
ist á 2,5 milljónir, ríflega 500
prósent yfir áætluðu verði.
Mouton 1924 fór á 1 milljón
króna en Mouton Rothschild frá
árinu 1945 seldist á 20 milljónir
íslenskra króna. 450 prósent yfir
áætluðu verði.
Ekki er vitað hverjir
það voru sem keyptu
allar þessar flöskur,
en einn þeirra keypti
svo mikið á uppboð-
inu að í fjölmiðlum
var talað um að hann
gæti opnað sérstakt
Mouton safn.
Við lítum hins vegar á
þrjú góð vín frá Ítalíu á
öllu viðráðanlegra
verði en Mouton
Rothschild 1945. Les-
endur eru hvattir til að
nýta sér ágæt tilboð á ít-
ölskum dögum í Ríkinu.
Pálmi jónasson
vínsérfræðingur DV
Einkunn í vínglösum:
IIIII Stórkostlegt
IIII Mjög gott
III Gott
II Sæmilegt
I Slakt
20 milljóna króna flaska!
FöSTUDAGUR 11. MAÍ 200744 Helgarblað DV
Satay kjúklingur
með kókosmjólk
Í þessa uppskrift notum við fersk
úrbeinuð kjúklingalæri en einnig er
hægt að nota kjúklingabringur,
kjúklingalundir eða eldaða kjúklinga-
strimla.
400 gr. úrbeinuð kjúklingalæri
2 msk. olía
1 dós satay-sósa
1 lítil dós kókoshnetumjólk
Blandað grænmeti, til dæmis
blaðlaukur, gulrætur og broccoli, skorið
í strimla eða litla bita.
Rauð paprika skorin í fína strimla.
Skerið kjúklingalærin í strimla og steikið
í olíunni á milliheitri pönnu í um 8 – 10
mínútur og setjið svo skorið grænmetið
út í. Hellið satay-sósunni á pönnuna
ásamt kókosmjólkinni. Hrærið í og látið
suðuna koma upp. Dreifið papriku-
strimlunum yfir réttinn áður en hann er
borinn fram. Gott er að bera fram soðin
hrísgrjón eða soðnar núðlur með.
U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s
&Matur vín
Sumarsvalandi óáfengur drykkur
1 dl. fersk jarðarber
½ msk. flórsykur
ísmolar eða ískurl
2-3 msk. mjúkur vanilluís
sódavatn
1 heilt jarðarber til skrauts
Leifur Kolbeinsson á La Primavera
Lárperur með
rækjum og eggi
1/2 höfuð jöklasalat
3 lárperur
4 egg
100 gr. rækur
smávegis rækjusalat
1/4 agúrka
1 límóna
ferskt kóríander
Sjóðið eggin í 10 mínútur og takið síðan
skurnina utan af. Hreinsið rækjurnar og
kreistið límónusafa yfir þær (blandið
þeim saman við
tilbúið rækjusalat
sem hægt er að
kaupa úti í búð).
Skerið agúrkuna í
sneiðar. Jöklasalatið er skolað en síðan
skorið í strimla og raðað á fallegan disk.
Afhýðið lárperurnar, skiptið þeim í
tvennt og takið steinana úr. Skerið þær
síðan í sneiðar og setjið ofan á salatið.
Skiptið eggjunum til helminga og raðið
þeim einnig fallega en rækjusalatið er
sett á miðjuna á diskinum. Skreytið með
agúrku og fersku kóríander.
INNIHALD
Pastadeig
Spínat-ricottafylling
Eggjarauður 4
Smjör 50 gr.
Parmesan til að rífa yfir
Jarðsveppaolía
PASTADEIG
Hveiti 175 gr.
Semolina 74 gr.
Egg heil 100 gr.
Eggjarauða 50 gr.
AðFERð
Blandið hveitinu saman, sláið eggin
saman og hnoðið saman í hönd-
unum þar til að komið er meðfæri-
legt pastadeig, pakkið í plastfilmu
og geymið í kæli í minnst 1 klukku-
stund.
SPÍNAT- OG RICOTTAFyLLING
Spínat 100 gr.
Ricotta 60 gr.
Parmesan nýrifinn 25 gr.
Salt og pipar
ögn múskat
Leifur Kolbeinsson, yfir-
matreiðslumaður á La
Primavera, býður upp á
heimatilbúið pasta. Ravioli fyllt með spínati, ricotta og eggjarauðu
Merjið jarðarberin með gaffli og bætið flórsykri saman við.
Setjið ísmolana í plastpoka og myljið með hörðum og
þungum hlut. Látið jarðarberjamaukið neðst í hátt glas og því
næst mulda ísmola. Fyllið glasið með sódavatni og setjið tvær
til þrjár matskeiðar af mjúkum vanilluís efst. Stingið röri í og
festið heilt jarðarber á glasbarminn.