Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 45
Meistarinn
Matgæðingurinn
DV Helgarblað Föstudagur 11. maí 2007 45
Berghildur Magnúsdóttir var mat-
gæðingur síðustu viku. Hún skoraði á
vinkonu sína, Eddu Sveinsdóttur, að
vera matgæðingur þessarar viku.
„Ég hef óneitanlega mikinn áhuga
á mat og matreiðslu og er mjög dug-
leg að prófa hina og þessa rétti, sér-
staklega rétti sem aðrir hafa prófað
og mæla með,“ segir Edda. „Ég er líka
gjörn á að nota uppskriftir frá öðrum
og útfæra þær á minn hátt. Við eldum
mikið kjöt og fugla, en villibráð hef-
ur verið mikið á borðunum hjá okk-
ur síðast liðin ár þar sem maðurinn
minn, Jóhann Tómas, er mikill skot-
veiðimaður. Gæsir, rjúpur og ýmsir
sjófuglar, ásamt hreindýrakjöti, er al-
gengur matur hjá okkur en fiskurinn
er líka mjög vinsæll, sérstaklega með-
al dætra okkar. Í miklu uppáhaldi er
skötuselurinn sem við eldum oft fyrir
gesti og þegar við viljum skemmtileg-
an fiskrétt sem hvíld frá öllu kjötinu.“
Innvafinn skötuselur í parmaskinku
með kartöflumús, hrísgrjónum og
salati
skötuselur ca. 250-300 gr. á mann í
150-200 gr. bitum
1 krukka sólþurrkaðir tómatar
¾ búnt af ferskri basiliku
Parmaskinka (ca 2 sneiðar af
erlendri fyrir hvern 150 - 200 gr. bita
því þær eru stærri en sú íslenska)
ristaðar furuhnetur
maldon salt
Nýmalaður svartur pipar
Balsamic fyrir þá sem vilja
Setjið sólþurrkuðu tómatana
og um það bil helminginn af olí-
unni með basilikunni í matvinnslu-
vél og maukið. Maukið á að vera
laust í sér en þannig að hægt sé að
smyrja því. Má bæta við restinni af
olíunni úr krukkunni ef þykja þarf.
Notið smjörpappír og leggið parma-
skinkuna á hann og smyrjið með
maukinu. Stráið svo furuhnetun-
um yfir. Leggið skötuselinn í miðju
og kryddið með salti og pipar. Rúll-
ið inn í skinkuna og leggið í smurt
eldfast mót. Gerið eins við allan
fiskinn. Hitið svo ofninn í 200°C og
bakið í 15 - 20 mínútur. Það er hægt
að gera þetta tilbúið fyrirfram og
geyma í ísskáp og skella þessu svo
í ofninn þegar gestirnir koma ef svo
ber undir.
Með þessu er lang best að hafa
kartöflumús en einnig er hægt að
vera með hrísgrjón.
Kartöflumús:
1-2 kg. kartöflur vel soðnar,
skrældar og stappaðar niður
Blandið út í vel af smjöri og ólífuolíu
og hrærið í
1-3 marðir hvítlauksgeirar eftir
smekk
1 lúka ristaðar furuhnetur
salt og pipar eftir smekk
Hrærið vel og setið í eldfast mót og
hitið í ofninum með fiskinum
Ferskt salat:
½ poki spínat eða annað ferskt salat
Jarðarber gróft skorin
avacado
smátt skorinn rauðlaukur
Fetaostur kryddaður eða ferskur
mozzarella
smá sletta af ólífuolíu og balsamic
ristaðar furuhnetur
Með þessu er að sjálfsögðu best
að drekka ískalt þurrt eða milli þurrt
hvítvín.Fiskipaté
6 dl. fiskur (lúða, lax, silungur, ýsa)
3 dl. þeyttur rjómi
2 dl. mayones
2 dl. sætt sinnep
¾ dl. chilli sósa
1 tsk. raspaður laukur
matarlím
(Buljong gel í pakka frá Toro)
1 tsk. Italian seasoning
1 tsk. dill
salt og pipar
Öllu blandað saman nema
rjómanum og fiskinum.
Matarlím brætt og sett í blönduna.
Fiski og rjóma bætt út í. Öllu er komið
fyrir í formi og kælt vel. Gott er að
bera réttinn fram með ristuðu
brauðið og graflaxsósu.
„Ég ætla að skora á vin-
konu mína og nágranna Ka-
reni Bjarnhéðinsdóttur, sjúkra-
þjálfara. Hún er einstakur
matgæðingur og býr til spenn-
andi og góðan mat. Hún frum-
leg og óhrædd við að prófa
nýja rétti.“
Líftími víns
„Vín er lifandi vökvi sem inniheldur engin aukaefni.
Líftími þess samanstendur af æsku, fullorðinsárum,
elli og dauða. Ef ekki er annast um það af skynsemi
og virðingu mun það veslast upp og deyja.“
Julia Child, frægur bandarískur kokkur
aðFErð
Sjóðið spínatið í smá vatni, sigtið
vatnið frá og kælið, þegar spínatið er
orðið kalt er allt vatn kreist frá, setjið
spínatið í matvinnsluvél og maukið
fínt, setjið í skál og kryddið til með
salt, pipar, múskat og blandið vel
saman ásamt ricotta, smakkið til og
setjið í sprautupoka og geymið.
aðFErð
Rúllið pastadeigið út mjög þunnt á
hveitistráð borð, sprautið spínat-ric-
otta maukinu í 4 hringi, leggið eina
eggjarauðu í hvern hring, penslið
með vatni í kring og leggið aðra past-
aplötu ofan á og pressið vel sam-
an. Pastað er svo soðið í miklu söltu
vatni í ca, 2 mínútur. á meðan setj-
um við ca 100 ml. af pastavatninu
í pönnu og sjóðum smjörið saman
við, þegar pastað er soðið er það veitt
upp í pönnuna og sett á diska og
smjörsoðinu dreift á milli. Parmesan
rifinn yfir og dassað með jarðsveppa-
olíunni.
Innvafinn
skötuselur og ferskt salat
Edda Sveinsdóttir