Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 8
Mannréttindasamtök telja að um 300 þúsund börn séu notuð í hern- aði og engin teikn á lofti hvað varð- ar lausn á því vandamáli. Vanda- málið er stærst í Afríku, en þar eru átök þess eðlis að börn eru gjarn- an gerð að hermönnum; hundrað og tuttugu sentímetra drápsmask- ínum. En vandamálið er víðtækara og teygir anga sína til Afganistan og jafnvel Balkanskaga. Ástæðan er ein- föld; börn láta vel að stjórn, eru hús- bóndaholl, óttalaus og síðast en ekki síst er framboðið alltaf nægt. Ótrúleg grimmdarverk Hugmyndafræðin að baki barna- hermönnunum hefur breyst eða horfið. Í upphafi var gjarnan um að ræða frelsisstríð og var skylda hvers og eins að leggja sitt af mörkum, hvort sem um var að ræða börn eða fullorðna. Í dag geta ástæðurnar ver- ið af mörgum toga. Í fátækari lönd- um hafa styrjaldir enn frekar áhrif á efnahag fólks og það getur leitt til þess að börn ganga til liðs við vopn- aða hópa með það að markmiði að tryggja sér lífsviðurværi og ef stríðs- átök vara lengi eru börn gjarnan not- uð til að fylla skörð þeirra sem fallið hafa. Vopn nútímans verða sífellt létt- ari, meðfærilegri og ódýrari. Það einfaldar málið enn frekar því börn undir tíu ára aldri geta auðveldlega meðhöndlað drápstólin sem þeim eru afhent. Börnum er rænt úr skólum og þorpum og þau neydd til að fremja ótrúlegustu grimmdarverk, jafn- vel gagnvart sinni eigin fjölskyldu til að rjúfa fjölskyldu- og samfélags- bönd. Einnig eru börnin notuð sem njósnarar, sendiboðar og til að leggja jarðsprengjur eða leita að þeim. Og ekki má gleyma kynlífsþrælkuninni. Börnin eru rænd bernsku sinni og þurfa gjarnan að þola ótrúlegt harð- ræði. Langt í land Þrátt fyrir að einhver árangur hafi náðst síðastliðinn áratug í baráttunni gegn notkun barna í hernaði er enn- þá langt í land. Þrátt fyrir að rann- sóknir hafi leitt í ljós að um 300.000 börn séu notuð í hernaði í dag er ómögulegt að fullyrða með nokkurri vissu hver fjöldinn er. Í breska dagblaðinu Guardian lýs- ir Emmanuel Jal, hip-hop listamaður og fyrrverandi barnahermaður því, þegar hann sjö ára að aldri hóf her- mennsku sína í suðurhluta Súdan: „Þegar flest börn spiluðu fótbolta, horfðu á teiknimyndir og lærðu að lesa og skrifa, lærði ég að berjast. Ég fór að heiman þegar ég var sjö ára gamall, eftir að ég varð vitni að nauðgun náins ættingja og þegar fólk tættist sundur vegna sprengna stjórnarinnar. Svo árum skipti beitti ég AK47-riffli sem var hærri en ég.“ Bernska hans er því miður hinn bitri raunveruleiki barnahermanna, drengja og stúlkna, í heiminum í dag, ekki eingöngu í ríkjum Afríku heldur mun víðar. föstudagur 11. maí 20078 Fréttir DV Bannfært vegna fóstureyðinga Stuðningsmenn fóstureyð- inga eiga ekki heima innan kaþólsku kirkjunnar og verða bannfærðir. Þetta sagði Bene- dikt sextándi, páfi í predik- un sinni í Brasilíu í gær. Málið er viðkvæmt þar í landi enda líklegt að frumvarp um leyfi til fóstureyðinga verði lagt þar fram innan skamms. Skoðana- kannanir hafa sýnt að rúm- lega helmingur landsmanna er ósammála stefnu kirkjunnar í þessum málum. Samkvæmt frétt The Times í morgun hafði ekki verið búist við að páfinn yrði eins harðorður í predikun sinni og raun varð. erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Helvetica fimmtíu ára Leturgerðin Helvetica varð til árið 1957 í svissnesk- um smábæ nálægt Basel, Münchenstein. Hún var nið- urstaða samvinnu tveggja hönnuða, Edouards Hoff- mann og Max Miedinger. Leturgerðin er stílhrein og laus við skraut sem gerir að verkum að auðvelt er að lesa textann. Þessi einkenni hafa gert leturgerðina þá algeng- ustu í heimi og er hún tákn- gerfingur áreiðanleika og af mörgum álitin skýrt dæmi um svissnesk gæði. Einungis Ari- al-leturgerðin sem er stafræn leturgerð, stendur Helvetica á sporði hvað varðar útbreiðslu. Textinn hér að ofan er einmitt Helvetica. KoLbeinn þorseinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is GLÖTUÐ BERNSKA BARNAHERMANNA „Svo árum skipti beitti ég aK47-riffli sem var hærri en ég.“ Hundruð þúsunda barna í heiminum er neydd til beinn- ar þátttöku í hernaði. Bernsk- unni, sem gæti nýst í leik og menntun, er kastað fyrir róða í styrjöldum og ætt- bálka-átökum, ekki eingöngu í Afríku heldur mun víðar. emmanuel Jal Varð barnahermaður í súdan sjö ára að aldri. barnahermaður í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, árið 2003 Beitir vopni, meðan jafnaldrar hans læra að lesa og skrifa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.