Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 54
NapoleoN DyNamite tölvuleikur Tölvuleikjaframleiðandinn Crave Entertainment er að fara gefa út leik byggðan á hinni geysi vinsælu mynd Napoleon Dynamite frá árinu 2004. Crave hefur lítið gefið upp um verkefnið annað en að í leiknum bregður fyrir lykilpersónum eins og Kip, Rico frænda, Pedro og lamadýrinu Tinu. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem leikur er gerður eftir mynd leikstjórans Jared Hess sem gerði Napoleon Dynamite. Þegar er búið að gera leik eftir myndinni hans Nacho Libre fyrir Nintendo DS. Leikurinn Prince of Persia: Rival Swords er ekki nýr leikur þrátt fyrir nýjan titil. Þetta er í raun leikurinn Prince of Persia: The Two Thrones sem búið er að yfirfæra á Nintendo Wii. Þetta er eitt af því sem veldur mér áhyggjum við hina nýju Wii. Það er sífellt verið að tilkynna að nú sé að koma Wii-útgáfan af hinum og þessum leikjum. Sem sagt að það sé verið að yfirfæra leiki yfir á Wii. Þetta er ekki jákvætt að mínu mati þar sem Wii hefur mikla sérstöðu og það á frekar að þróa leiki fyrir hana en yfirfæra. Hreyfiskynjararnir eru jákvæð nýjung en markmið þeirra á að vera að auðvelda spilun en ekki að þvælast fyrir. Í leiknum er maður í hlutverki prinsins sem fyrr. Þegar komið er heim til Babylon blasir við allt önnur heimkoma en vonast var eftir. Babylon brennur og nú þarf maður að bjarga borginni og heiminum í leiðinni. Þrátt fyrir ræðu mína um að ekki eigi að yfirfæra leiki jafn mikið og hefur verið gert þá tekst það nokk- ur vel með Rival Swords. Leikurinn heldur öllum bestu kostum Prince of Persia-leikjanna og er góður leikur þegar uppi er staðið. Hreyf- istjórnunin þvælist ekki fyrir eins og hefur gerst í þó nokkrum Wii- leikjum hingað til heldur auðveldar manni nokkuð spilunina. Grafíkin í leiknum er fín þó svo að hún sé ekki að færa manni neitt nýtt. Ef þú hef- ur ekki spilað Prince of Persia áður þá er þessi leikur mjög góður kostur og hann er ennþá með þeim betri sem ég hef spilað á Wii. Ásgeir Jónsson dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föSTuDaguR 11. maí 200754 Helgarblað DV leikirtölvu Xiaolin Showdown - PSP Command & Conquer 3 Tiberium warS - XboX360 SoCom FireTeam bravo 2 - PSP So iCe age 2 - PC loST in blue 2 - ninTendo dS Kíktu á þessa leiKjatölvur Electronic Arts mun gefa út leik byggðan á Simpson-fjölskyldunni í haust. Miklar vonir eru bundnar við leikinn en margir slakir Simpsons-leikir hafa verið gerðir í gegnum tíðina: liam NeesoN í Fallout 3 Tölvuleikjaframleið- andinn bethesda Softworks hefur tilkynnt að írski leikarinn liam neeson muni leiða hóp þeirra sem tala fyrir leikinn Fallout 3. leikurinn er væntanlegur í haust, en næstum 10 ár eru síðan leikurinn Fallout 2 kom út, sem þótti einn besti rPg-leikur tíunda áratugarins. neeson kemur til með að tala fyrir föður aðalhetju leiksins, sem mun birtast trekk í trekk allan leikinn. bethesda Softworks framleiddi einnig leikinn The elder Scrolls iv: oblivion, sem vann ótal verðlaun á árinu 2006. Electronic Arts hefur staðfest að í kjölfar Simpson-myndarinn- ar sem er væntanleg í sumar muni þeir gefa út tölvuleik byggðan gulu fjölskyldunni undarlegu. Leikur- inn verður fáanlegur á allar helstu leikjatölvurnar eða PlayStation 3, Xbox 360, Nintendo Wii, PlayStat- ion 2, Nintendo DS og PlayStation Portable en EA fékk nýlega gerð Simpson-leikja. Nýi leikurinn sem ber hið frum- lega vinnuheiti The Simpsons mun byggjast upp á 16 mismunandi borðum eða „levels“. Hvert þeirra verður eins og sér þáttur af Simp- sons. Hver þáttur verður með sér sögu, umhverfi og einkenni. Þegar brot úr leiknum voru sýnd um dag- inn kom í ljós að hver þáttur í leikn- um verður byggður á frægum kvik- myndum, sjónvarpsþáttum eða tölvuleikjum. Titlar eins og Around the World in 80 Bites, Bartman Begins og Medal of Homer hafa litið dagsins ljós. Í hverjum þætti eða borði mun spilandinn stjórna tveimur meðlimum fjölskyldunnar. Annað hvort einn síns liðs eða með meðspilara og þá skiptist skjárinn í tvennt. Snemma í leiknum sjálfum átt- ar Simpson-fjölskyldan sig á því að hún sé föst í tölvuleik og ákveð- ur því að krydda aðeins upp á eig- in hæfileika. Til dæmis mun Hóm- er bæta á sig kalóríu í hverju borði og þegar kaloríumælirinn er fullur getur hann breytt sér í Hómerbolt- ann sem gerir honum kleift að rúlla yfir nánast hvaða hindrun eða óvin sem er. Þá mun Bart geta breytt sér í hinn fræga Bartman sem gerir hon- um kleift að svífa á skikkjunni sinni auk fleiri hæfileika. Aðdáendur þáttanna hafa beðið í 18 ár eftir kvikmyndinni en í jafn langan tíma hefur verið beðið eft- ir almennilegum Simpsons-leik. Í gegnum tíðina hafa verið gerið ótal leikir byggðir á Simpsons eða 21 talsins. Sjaldnast hafa þeir þó stað- ið undir væntingum. Það er helst leikurinn The Simpsons: Hit and Run sem kom út árið 2003 sem get- ur talist ágætis leikur. asgeir@dv.is BaBylon Brennur loksiNs almeNNileGur simpsoNs-leikur The Simpsons Væntanlegur tölvuleikur frá Ea í haust. medal of homer, bartman begins og grand Theft Scratchy Hvert borð í leiknum verður sér saga sem er byggð á frægri bíómynd, tölvuleik eða sjónvarps- þætti. Prince of Persia: Rival Swords Ævintýra/bardagaleikur Wii H H H H H tölvuleiKur Breyttur soul CaliBur á Wii bandai-namco er um þessar mundir að vinna í leiknum Soul Calibur legends fyrir nintendo wii og er stefnan að gefa hann út seinna á árinu. Þetta eru gleðitíðindi fyrir aðdá- endur bardagaleikj- anna vinsælu en það verða þó eflaust ekki allir jafn ánægðir með fyrirhugaðar breytingar á honum. leikurinn á víst að fá meiri ævintýrablæ og bregða frá því að vera einungis slagsmála leikur yfir í að vera meira ævintýra - hasarleikur þar sem frægum persónum úr fyrri leikjum bregður fyrir. ekkert hefur þó verið staðfest ennþá. Prince of Persia: rival Swords Er góður leikur þrátt fyrir að hann færi spilendum enga nýjung frá fyrri leikjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.