Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 34
Milos Glogovac kom hingað til lands árið 2005 eftir samtal við Mihaj- lo Bibercic, fyrrverandi markvarða- hrelli hér á landi bæði með ÍA og KR. Milos kom ásamt þeim Igor Pesic og Jovan Kuc til reynslu til ÍA en þar höfðu menn ekki not fyrir hann. Þá hafði ÍA landsþekkta vörn, þá Gunn- laug Jónsson og Reyni Leósson. Því var Milos ekki boðinn samningur. Úr varð að hann fór til Víkings, sem hafði þá fallið úr Landsbankadeild- inni og var að hefja leik í fyrstu deild. Þar hefur hann slegið í gegn og skrif- aði nýverið undir samning til loka ársins 2009. „Ég kem frá Novizad í Serbíu sem er önnur stærsta borgin þar í landi. Ég spilaði þar í átta ár, frá fimmta flokki og upp í meistaraflokk,“ sagði Milos í samtali við DV. „Ég fékk tilboð frá hollenska lið- inu AZ Alkmaar þegar ég var 18 ára en félagið mitt setti 100 þúsund evra verðmiða á mig. Það er erfitt að kom- ast burt frá Serbíu því lið þar setja oft háa verðmiða á leikmenn þegar erlend lið sækjast eftir kröftum leik- manna þar. Ég kláraði samninginn minn og var að tala við Mihajlo Bibercic sem sagði góða hluti um landið og úr varð að ég kom.“ Vildi ekki spila á miðjunni Ég fór fyrst til ÍA en Óli Þórðar vildi að ég spilaði á miðjunni en ég hafði alltaf spilað í hjarta varnarinn- ar. Mér líkaði það illa að hann ætlaði að láta mig spila á miðjunni. Síðan fór ég til Víkings og Sigurð- ur Jónsson, sem þá var þjálfari, sagði eftir fyrsta leikinn gegn Fram að ég væri góður leikmaður og vildi semja við mig. Við gerðum samning og við fórum upp, ég var valinn besti leik- maður Víkings ásamt Höskuldi Ei- ríkssyni og ég var einnig í liði ársins. Ég samdi við Víking því mér lík- ar vel að vera hér á landi og spila fótbolta. Ég þjálfa líka, ásamt Birni Bjartmarz, fjórða flokk Víkings. Síð- an verð ég í fótboltaskóla Víkings í sumar þannig að mér líkar vel hér á Íslandi. Það er mjög fínt að búa hér.“ Milos sló strax í gegn á sínu fyrsta tímabili með Víkingi þegar liðið var í fyrstu deild. Hann staðfesti svo í fyrrasumar að þarna fer frábær mið- vörður. Víkingur var með gríðarlega sterka vörn þar sem Milos og Grét- ar Sigurðsson fóru fremstir í flokki ásamt Höskuldi Eiríkssyni og Herði Bjarnasyni. „Við náðum nokkrum góðum úrslitum í fyrra og við hefðum get- að lent í 4. til 5. sæti en vorum oft óheppnir. Við vorum að tapa þrem- ur til fjórum leikjum á síðustu mínút- um. Tvisvar á móti KR, einnig á móti Grindavík þar sem þeir jöfnuðu á 92. mínútu og í Keflavík var staðan 1-1 en þeir skoruðu í uppbótartíma og tryggðu sér sigur. Ég og Grétar höfum náð vel sam- an og það er mjög gott að spila með honum. Við fengum á okkur næst- fæst mörk í fyrra. Aðeins Valur fékk færri mörk á sig. Við skiljum hvor annan mjög vel, en ásamt Höskuldi og Herði Bjarnasyni spiluðum við oft vel saman. Við töpuðum aðeins ein- um leik stórt á móti FH 4-0. Ég held að það sé erfitt fyrir framherja að spila á móti okkur.“ Vonar að Víkingur verði við toppinn Í ár er Víkingum ekki spáð góðu gengi. Þeir hafa misst töluvert af leikmönnum, meðal annars besta leikmann Landsbankadeildarinnar í fyrra Viktor Bjarka Arnarsson sem fór í atvinnumennsku til Noregs. „Við söknum auðvitað Viktors og Höskulds, Daníels Hjaltasonar og Davíðs Rúnarssonar en höfum feng- ið sterka leikmenn í þeirra stað, Kek- ic, Björn Viðar og fleiri þannig að við höfum nýtt lið og ég er jákvæður fyr- ir tímabilið. Við vonum að við náum góðum úrslitum og verðum meðal efstu liða.“ Víkingur verður 100 ára á næsta ári og segir Milos að félagið stefni hátt á aldarafmælinu. Þá verði meira lagt í liðið og reynt að ná góðum ár- angri. „Félagið verður 100 ára á næsta ári og við vonumst til að berjast á toppnum á aldarafmælinu. Klúbb- urinn vill að við verðum með gott lið á næsta ári.“ Magnús Gylfason er þjálfari Vík- ings. Hann náði góðum árangri með liðið í fyrra þrátt fyrir að vera með ungt lið í höndunum en það hefur oft verið sagt um Magnús að hann nái miklu fram í ungum leikmönn- um. Milos segir að það sé gott að vinna með Magnúsi og hann hafi kennt sér margt. „Það er gott að vinna með hon- um, hann er mjög hæfur og ég held að við náum góðum úrslitum í sum- ar. Hann er atvinnumaður fram í fingurgóma, mjög góður þjálfari og er alltaf tilbúinn til að ræða fótbolta. Hann á góða möguleika að gera eitt- hvað gott úr þessu liði. Hans þjálf- unaraðferð er mjög góð, hann er óhræddur við að setja ungu strák- ana inn í liðið og það er jákvætt.“ Föstudagur 11. maí 200734 Sport DV Milos Glogovac leikmaður Víkings kom til Íslands árið 2005. Hann fór til reynslu til ÍA en þar höfðu menn ekki not fyrir krafta hans. Víkingar tóku fegins hendi á móti Milos þegar þeir fréttu að hann væri að leita sér að liði og sjá væntanlega ekki eftir því enda fer þar einn besti miðvörður Landsbankadeildarinnar. Að brjóta sóknarlotu á bak aftur milos glogovac þykir ákaflega snjall miðvörður. Líkar vel við land og þjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.