Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 37
Menning
Roni Horn
Listakonan Roni Horn kom
fyrst til Íslands árið 1975 og
hefur komið hingað oft síðan,
en landslagið og einangrunin
hér á landi hafa haft djúp áhrif
á listsköpun hennar. Roni Horn
fæddist í New York árið 1955 og
býr og starfar þar í borg. Hún
lauk Barchelor of Fine Arts prófi
frá Rhode Island School og De-
sign og Master of Fine Arts frá
Yale. Horn notar skúlptúrform-
ið til að rannsaka síbreytilegt
eðli listarinnar, en vinnur einnig
með pappír, ljósmyndun og
bækur. Rori Horn hefur haldið
einkasýningar víða og tekið þátt
í samsýningum, m.a. Feneyjatví-
æringnum árið 1977. Hún hefur
hlotið verðlaun og styrki, þar á
meðal styrk frá Guggenheim-
stofnuninni. Sýning Rori Horn
er í Listasafni Reykjavíkur.
Gosbrunnur á bílastæði
Royal de Luxe er óvenjulegt götuleikhús frá Frakklandi sem ferðast um allan heim og
færir fólki stórkostleg ævintýri. Sem dæmi um hugvitsamlegar uppfinningar Royal de
Luxe eru píanófallbyssa, klósettmótorhjól, vél til að borða epli frá Catherine Deneuve,
vél til að ganga eins og Egypti, súkkulaðibúðingsdreifari, fögnuðarvél og kökuskot-
pallur. Eina uppfinninguna er að sjá á bílastæði við Trygggvagötu; goshver sem á
upptök sín að rekja undir götum borgarinnar.
vetrarhátíð
DV Menning föstudagur 11. maí 2007 37
Risessan í Royal de Luxe götu-
leikhúsinu þrammar um götur
borgarinnar í dag og á morgun.
Inntak sýningar götuleikhússins
er eitthvað á þessa leið: Fornleifa-
stofnun Frakklands uppgötvar í
leiðangri sínum goshver undir göt-
um Reykjavíkurborgar. Leiðangurs-
menn rekast hins vegar líka á sof-
andi risa sem hefur legið í dvala
undir Laugaveginum í hundrað ár
og lætur öllum illum látum. Yfir-
völd setja sig í samband við dóttur
risans, litlu risessuna og biðja hana
um aðstoð. Hún dvelst í borginni
í tvo daga og reynir að tæla föður
sinn í átt að höfninni.
Í dag verður í Hafnarhúsinu opn-
uð yfirlitssýning á verkum banda-
rísku myndlistarkonunnar Roni
Horn, sem ætlað er að endurspegla
sterk tengsl hennar við Ísland, en
einnig að gefa skýra heildarmynd af
listamannsferli hennar. Í tengslum
við sýninguna kemur út ný bók um
Roni Horn og list hennar, en meðal
höfunda efnis eru Linda Norden og
Fríða Björk Ingvarsdóttir.
Olivier Charlier, fiðluleikari
leikur á tónleikum með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands í Háskólabíói
í kvöld kl. 19.30. Hæfileikar hans
komu snemma í ljós og á ferli sín-
um hefur hann sópað til sín sín
verðlaunum í alþjóðlegum tónlist-
arkeppnum, verið eftirsóttur ein-
leikari hjá mörgum af bestu hljóm-
sveitum veraldar og unnið með
mörgum af þekktustu hljómsveit-
arstjórum samtímans. Efnisskrá
tónleikanna er eftirfarandi: Hector
Berlioz: Roman Carnival - forleik-
ur, Camille Saint-Saëns: Fiðlukons-
ert nr. 3, Claude Debussy: Síðdegi
skógarpúkans og Maurice Ravel: La
Valse.
Kunz-fjölskyldan skemmtir
börnum og fullorðnum með trúð-
slátum í Þjóðleikhúsinu í kvöld og
annað kvöld og á Akureyri á sunnu-
dag. Meðlimir hennar eru sérkenni-
legt fólk sem er eilítið utangarðs;
fólk sem ferðast um og skemmtir
öðrum rétt eins og gert var í eina tíð
á furðufuglaskemmtunum þar sem
gert var grín og sýndar sjónhverf-
ingar.
Vatnadansmeyjafélagið
Hrafnhildur leiðir í kvöld sýningu
um borð í elsta skipi Landhelg-
isgæslunnar, Óðni. Áhorfendur
ferðast utan frá og inn; ofan frá og
niður. Með því að stíga um borð er
komið inn í nýjan heim í tíma og
rúmi. Í sýningunni er brugðið upp
táknmyndum af konunni gegn-
um árþúsundir og saga hennar
og samhengi viðrað á nýstárleg-
an hátt.
Konono N°1 er stórskemmti-
leg og óvenjuleg hljómsveit frá
Kinshasa, höfuðborg Afríkuríkis-
ins Kongó, sem heldur tónleika
Hafnarhúsinu í kvöld. Konono N°1
hlaut BBC verðlaunin árið 2006
sem bestu nýliðarnir í heimstónlist
og spilar með Björk á nýjustu plötu
hennar, Volta.
Bandaríski listamaðurinn
Spencer Tunick opnar sýningu á
nýjum verkum í gallerí i8 á morg-
un, laugardag. Verk hans hafa vak-
ið mikla athygli undanfarin ár. Frá
árinu 1992 hefur hann staðið fyr-
ir gjörningum á opinberum vett-
vangi þar sem hann safnar saman
fjölda sjálfboðaliða í einn hóp, rað-
ar nöktum líkömunum þeirra sam-
an og ljósmyndar þá undir berum
himni.
Í Vatnasafninu í Stykkishólmi
verður á laugardag upplestur Roni
Horn og Guðrúnu Evu Mínervu-
dóttur. Með þessum upplestri
verður Vatnsbókasafn Roni Horn
formlega opnað og verkefninu
Gestarithöfundur Vatnasafnsins
hleypt af stokkunum, en að þessu
tilefni kemur einnig út bókin Veðr-
ið vitnar um þig, safn frásagna 75
íbúa Snæfellsness af veðri og tíða-
fari.
Tónamínútur er verk fyrir ein-
leiksflautu og flautu og píanó eftir
Atla Heimi Sveinsson sem frum-
flutt verður í Þjóðleikhúsinu á
sunnudaginn kl. 15. Flytjendur
eru Áshildur Haraldsdóttir flauta,
Anna Guðný Guðmundsdótt-
ir píanó og Atli Heimir Sveinsson
píanó.
Listahátíð í Reykjavík hófst formlega með opnunarhátíð í Hafnarhúsinu í gær. Þetta er
í 21. sinn sem Listahátíð er haldin, en hún stendur til 26. maí. Um helg-
ina er fjöldi atriða á dagskrá: risaprinsessa, gjörningur í Óðni, trúð-
slæti, nýtt íslenskt tónverk og margt fleira.
Napoleon
Dynamite
tölvuleikur
Tölvuleikjaframleiðandinn
Crave Entertainment er að fara
gefa út leik byggðan á hinni
geysi vinsælu mynd Napoleon
Dynamite frá árinu 2004. Crave
hefur lítið gefið upp um verk-
efnið annað en að í leiknum
bregður fyrir lykilpersónum
eins og Kip, Rico frænda, Pedro
og lamadýrinu Tinu. Þetta verð-
ur ekki í fyrsta skipti sem leikur
er gerður eftir mynd leikstjór-
ans Jared Hess sem gerði Nap-
oleon Dynamite. Þegar er búið
að gera leik eftir myndinni hans
Nacho Libre fyrir Nintendo DS.
Tónamínútur
Atla Heimis
Atli Heimir Sveinsson, sem
samdi verkið Tónamínútur
fyrir einleiksflautu, flautu og
píanó, hefur verið leiðandi afl
í íslensku tónlistarlífi í áratugi
og samið fjölda tónverka. Hann
hefur um áratugaskeið staðið
í fremstu röð íslenskra tón-
skálda og verk
hans hlotið
verðskuld-
aða athygli
bæði hér á
landi sem og
erlendis. Atli
hefur samið
afar fjöl-
breytta tónlist
og mörg sönglaga hans eru fyrir
löngu orðin að ástsælum söng-
lagaperlum. Verk fyrir flautu
eru áberandi á verkaskrá hans,
hann dregur fram eðli eða
karakter flautunnar og skrif-
ar tónlist þar sem syngjandi
flaututónninn jafnt sem lipurð
hljóðfærisins fær að njóta sín á
tónsviðinu öllu. Árið 1976 hlaut
Atli Tónskáldaverðlaun Norð-
urlandaráðs fyrir flautukons-
ert sinn.
Listahátíð um helgina
Nakinn mannfjöldi spencer tunick er
þekktastur fyrir að ljósmynda stóra
hópa af nöktu fólki.
Gyðjan í vélinni Vatna-
dansmeyjafélagið
Hrafnhildur sýnir um
borð í varðskipinu Óðni..
Royal de Luxe mikil eftirvænting ríkir
vegna sýningar franska götuleikhússins.